Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar 5. nóvember 2025 15:02 Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“. Í ofanálag segir ráðherrann að ekki sé „hægt að hafa allar gáttir inn í landið opnar“ eins og þær séu allar í gegnum Háskóla Íslands. Þetta er ódýrt lýðskrum að mínum dómi, enda eru námsmannaleyfi háð stöngum skilyrðum nú þegar og allir nemendur sem fá inni í Háskóla Íslands þurfa að skila sínu í námi. Komið hefur fram að erlendir nemendur Háskólans skili raun betur sínum einingum en innfæddir nemendur. Alvarlegri er þó sú hugmyndafræði sem virðist vera þarna að baki. Til dæmis er tekinn út sérstakur hópur nemenda, frá „Nígeríu, Gana og Pakistan“ eins og þeir séu í raun vandamálið, ekki allir hinir sem koma frá öðrum löndum. Af orðæðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum. Hvert er þá vandamálið? Jú, það komu fleiri umsóknir en áður síðastliðið vor og það var átak að komast í gegnum það. En fæstar þessara umsókna fóru alla leið og það fólk sem náði í gegn stundar nám við Háskóla Íslands. Ekki er hægt að sjá neitt „annarlegt“ við það. Íslendingar sjálfir hafa stundað nám við erlenda háskóla í tugþúsundatali og ekkert óeðlilegt við það. Höfundur þessara orða stundaði nám í Bretlandi og Þýskalandi og það hefur verið honum til framdráttar í lífi og starfi. Sum þeirra erlendu nemenda sem sækja um í íslensku sem öðru máli ætla kannski ekki að verða íslenskufræðingar, en þau vilja læra íslensku í þeirri von að þau geti starfað hér á landi. Er það misnotkun? Eru filippeysku hjúkrunarfræðingarnir á Landspítalanum að „misnota“ „allar gáttir inn í landið“? Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil. Og í Háskóla Íslands er stór hópur afbragðs kennara í íslensku sem öðru máli sem sinnir þessum nemendum af skörungsskap þannig að þeir geta talað íslensku að námi loknu. Orðræðan um útlendinga hefur tekið á sig ljótar lýðskrumsmyndir á undanförnum misserum og nú eru stjórnmálaflokkar sem kenna sig við „frjálslyndi“ farnir að éta hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi. Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í. Eins eru hér á hverjum degi fjölmargir útlendingar, svokallaðir ferðamenn, sem nota hér götur og innviði, halda björgunarsveitum við efnið og svo má lengi telja. Þetta hefur áreiðanlega leitt til óþols einhverra gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið og þau sem til þess finna ættu þá að láta vera að fara til útlanda sjálft næstu árin. En að nota námsmenn og flóttafólk sem eru einhver prómill af öllum þessum fjölda til að fá útrás fyrir óþol sitt er í hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hrein mannsvonska. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“. Í ofanálag segir ráðherrann að ekki sé „hægt að hafa allar gáttir inn í landið opnar“ eins og þær séu allar í gegnum Háskóla Íslands. Þetta er ódýrt lýðskrum að mínum dómi, enda eru námsmannaleyfi háð stöngum skilyrðum nú þegar og allir nemendur sem fá inni í Háskóla Íslands þurfa að skila sínu í námi. Komið hefur fram að erlendir nemendur Háskólans skili raun betur sínum einingum en innfæddir nemendur. Alvarlegri er þó sú hugmyndafræði sem virðist vera þarna að baki. Til dæmis er tekinn út sérstakur hópur nemenda, frá „Nígeríu, Gana og Pakistan“ eins og þeir séu í raun vandamálið, ekki allir hinir sem koma frá öðrum löndum. Af orðæðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum. Hvert er þá vandamálið? Jú, það komu fleiri umsóknir en áður síðastliðið vor og það var átak að komast í gegnum það. En fæstar þessara umsókna fóru alla leið og það fólk sem náði í gegn stundar nám við Háskóla Íslands. Ekki er hægt að sjá neitt „annarlegt“ við það. Íslendingar sjálfir hafa stundað nám við erlenda háskóla í tugþúsundatali og ekkert óeðlilegt við það. Höfundur þessara orða stundaði nám í Bretlandi og Þýskalandi og það hefur verið honum til framdráttar í lífi og starfi. Sum þeirra erlendu nemenda sem sækja um í íslensku sem öðru máli ætla kannski ekki að verða íslenskufræðingar, en þau vilja læra íslensku í þeirri von að þau geti starfað hér á landi. Er það misnotkun? Eru filippeysku hjúkrunarfræðingarnir á Landspítalanum að „misnota“ „allar gáttir inn í landið“? Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil. Og í Háskóla Íslands er stór hópur afbragðs kennara í íslensku sem öðru máli sem sinnir þessum nemendum af skörungsskap þannig að þeir geta talað íslensku að námi loknu. Orðræðan um útlendinga hefur tekið á sig ljótar lýðskrumsmyndir á undanförnum misserum og nú eru stjórnmálaflokkar sem kenna sig við „frjálslyndi“ farnir að éta hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi. Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í. Eins eru hér á hverjum degi fjölmargir útlendingar, svokallaðir ferðamenn, sem nota hér götur og innviði, halda björgunarsveitum við efnið og svo má lengi telja. Þetta hefur áreiðanlega leitt til óþols einhverra gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið og þau sem til þess finna ættu þá að láta vera að fara til útlanda sjálft næstu árin. En að nota námsmenn og flóttafólk sem eru einhver prómill af öllum þessum fjölda til að fá útrás fyrir óþol sitt er í hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hrein mannsvonska. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun