Viðskipti innlent

Bein útsending: Í hvað á orkan að fara?

Atli Ísleifsson skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm

Í hvað á orkan að fara? er yfirskrift haustfundar Landsvirkjunar sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 13:30 og 15 í dag.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

„Hvernig viljum við að raforkumarkaðurinn þróist og hver eru markmið Íslands með honum? Á að forgangsraða orku til heimila og smærri fyrirtækja? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? Getum við áfram tryggt alþjóðlega samkeppnishæfni fyrir stórnotendur, en jafnframt séð til þess að ljósin haldist kveikt og símarnir hlaðnir á heimilum landsins? Hvernig hámörkum við þessa samfélagslegu velferð?

Góður árangur síðustu 60 ára hefur ekki verið sjálfgefinn. Hvaða ákvarðanir ætlum við að taka núna fyrir komandi kynslóðir? Í hvað á orkan að fara?“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun um fundinn.

Dagskrá haustfundar:

Lestin brunar, hraðar og hraðar

Haukur Ásberg Hilmarsson, sérfræðingur hjá Viðskiptagreiningu fjallar um þróun raforkumarkaðar með tiliti til almennings og raforkuöryggis.

Áð og spáð

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar fundinn.

Samkeppni um hagsæld

Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar fjallar um samkeppnishæfni, stórnotendur, atvinnustefnu og verðmætasköpun.

Pallborðsumræður

- Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

- Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

- Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins

- Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets

- Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ

Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs er Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×