„Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. nóvember 2025 20:01 Megan Prescott, stjórnarformaður National Ugly Mugs. vísir/Bjarni Ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í fyrsta skipti hér á landi í gær. Rauða regnhlífin sem stóð fyrir ráðstefnunni kallar eftir því að umræðan verði opnuð og reglur og lög varðandi kynlífsverkafólk endurskoðað. Sérstök ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í Norræna húsinu í fyrsta skipti hér á landi og lagði almenningur leið sína hingað til að fræðast um raunveruleika þessarar starfsstéttar. Ráðstefnan fór fram í gær og var á vegum Rauðu regnhlífarinnar í samstarfi Old Pros, bandarísk baráttusamtök, og fleiri erlend samtök. Þar var fjallað um afglæpavæðingu með kynningum, pallborðsumræðum og leiksýningu. Forvígismenn ráðstefnunnar sem hafa bæði reynslu af kynflísverkavinnu segja mikilvægt að kynlífsverkafólk hafi vettvang til að segja sögu sínu. „Það er svo mikil skömm sem við fáum frá samfélaginu og þetta er svo grafið. Þetta er svo falið í samfélaginu að fólk einhvern veginn hefur enga hugmynd um hvernig þetta er í rauninni,“ segir Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinni. „Staðreyndin er sú að það er til kynlífsverkafólk og það eru til þolendur vændis. Við þurfum að taka þessi samtöl,“ segir Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni. Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinnivísir/bjarni Of mikið sé um mýtur og smánun að þeirra mati. Kynlífsverkafólk veigri sér við því að tilkynna ofbeldi til lögreglu. „Fólk sem hefur reynt að tilkynna ofbeldi hefur verið sektað fyrir að auglýsa og jafnvel verið vaktað til þess að ná kúnnum,“ sagði Renata. „Við viljum að lögin hafi hag seljanda, sama hvort þau séu þolendur vændis eða kynlífsverkafólks, að leiðarljósi,“ sagði Logn. Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni.Vísir/Einar Megan Prescott, baráttukona hjá breskum samtökum fyrir kynlífsverkafólk og OnlyFans-stjarna, segir ráðstefnu sem þessa geta opnað umræðuna sem geti skipt sköpum. „Til að draga úr ofbeldi gegn kynlífsverkafólki geta allir gert eitthvað. Ef þú upplifir smánun í garð kynlífsverkafólks, jafnvel þótt þú sért í samræðum þar sem einhver segir brandara á kostnað kynlífsverkafólks eða horfir á vafasama fjölmiðlaumfjöllun um kynlífsverkafólk eða það er hluti af sögufléttu án þess að hafa persónuleika getur þú risið gegn því. Þú gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði.“ Vændi Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Sérstök ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í Norræna húsinu í fyrsta skipti hér á landi og lagði almenningur leið sína hingað til að fræðast um raunveruleika þessarar starfsstéttar. Ráðstefnan fór fram í gær og var á vegum Rauðu regnhlífarinnar í samstarfi Old Pros, bandarísk baráttusamtök, og fleiri erlend samtök. Þar var fjallað um afglæpavæðingu með kynningum, pallborðsumræðum og leiksýningu. Forvígismenn ráðstefnunnar sem hafa bæði reynslu af kynflísverkavinnu segja mikilvægt að kynlífsverkafólk hafi vettvang til að segja sögu sínu. „Það er svo mikil skömm sem við fáum frá samfélaginu og þetta er svo grafið. Þetta er svo falið í samfélaginu að fólk einhvern veginn hefur enga hugmynd um hvernig þetta er í rauninni,“ segir Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinni. „Staðreyndin er sú að það er til kynlífsverkafólk og það eru til þolendur vændis. Við þurfum að taka þessi samtöl,“ segir Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni. Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinnivísir/bjarni Of mikið sé um mýtur og smánun að þeirra mati. Kynlífsverkafólk veigri sér við því að tilkynna ofbeldi til lögreglu. „Fólk sem hefur reynt að tilkynna ofbeldi hefur verið sektað fyrir að auglýsa og jafnvel verið vaktað til þess að ná kúnnum,“ sagði Renata. „Við viljum að lögin hafi hag seljanda, sama hvort þau séu þolendur vændis eða kynlífsverkafólks, að leiðarljósi,“ sagði Logn. Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni.Vísir/Einar Megan Prescott, baráttukona hjá breskum samtökum fyrir kynlífsverkafólk og OnlyFans-stjarna, segir ráðstefnu sem þessa geta opnað umræðuna sem geti skipt sköpum. „Til að draga úr ofbeldi gegn kynlífsverkafólki geta allir gert eitthvað. Ef þú upplifir smánun í garð kynlífsverkafólks, jafnvel þótt þú sért í samræðum þar sem einhver segir brandara á kostnað kynlífsverkafólks eða horfir á vafasama fjölmiðlaumfjöllun um kynlífsverkafólk eða það er hluti af sögufléttu án þess að hafa persónuleika getur þú risið gegn því. Þú gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði.“
Vændi Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira