Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. nóvember 2025 15:48 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Samtök verslunar og þjónustu hafa kallað eftir breytingum á rekstrarumhverfi kjörbúða í bæjarplássum á landsbyggðinni. Þau nefna lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri sem eitt dæmi um afleiðingar erfiðs rekstrarumhverfis. Hammona var eina verslun bæjarins en nú þurfa íbúar þar að ferðast meira en fimmtíu kílómetra til að sækja næstu verslun. Ferð sem geti verið erfið og jafnvel varasöm í vetrarfærð. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að rekstur verslana á landsbyggðinni sé oft háður ferðamannastraumi og geti því reksturinn yfir vetrarmánuðina oft reynst erfiður. „Það er náttúrlega hvernig svona rekstur hefur þróast almennt. Stærsti hluti svona kjörbúðna sem eru starfandi eru orðnar lágvöruverslanir,“ segir Benedikt. Hann segir að um félagslegt byggðarmál sé að ræða. „Þú þarft að geta sótt nauðsynjavörur á einhvern stað. Án þess að þurfa að keyra fimmtíu kílómetra eða hvað það er. Síðan er þessi þáttur sem íbúar landsbyggðarinnar þekkja. Þessar búðir og þessar sjoppur, þetta er náttúrulega samkomustaður. Þarna hittist fólk,“ segir hann. „Ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt. Það þarf að vera eitthvað lágmarksaðgengi að verslunarvöru á hverjum stað. Annars er bara hætt við að þessir staðir þrífist ekki.“ Benedikt hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur umræddra verslana. „Ríkið er nú þegar að stunda verslun í þessum bæjum, hvort sem það er beint eða óbeint. Það er náttúrulega áfengisverslunin og þar er velta og þar er framleið sem er í mörgum tilvikum jafnvel helmingurinn af veltu verslunarinnar sem er þar til staðar og er í vanda,“ segir Benedikt. „Skoða þarf að færa þessa verslun til þeirrar verslunar sem er þar starfandi í staðinn fyrir að hún sér í höndum ríkisstofnunar í Reykjavík.“ Byggðamál Verslun Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu hafa kallað eftir breytingum á rekstrarumhverfi kjörbúða í bæjarplássum á landsbyggðinni. Þau nefna lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri sem eitt dæmi um afleiðingar erfiðs rekstrarumhverfis. Hammona var eina verslun bæjarins en nú þurfa íbúar þar að ferðast meira en fimmtíu kílómetra til að sækja næstu verslun. Ferð sem geti verið erfið og jafnvel varasöm í vetrarfærð. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að rekstur verslana á landsbyggðinni sé oft háður ferðamannastraumi og geti því reksturinn yfir vetrarmánuðina oft reynst erfiður. „Það er náttúrlega hvernig svona rekstur hefur þróast almennt. Stærsti hluti svona kjörbúðna sem eru starfandi eru orðnar lágvöruverslanir,“ segir Benedikt. Hann segir að um félagslegt byggðarmál sé að ræða. „Þú þarft að geta sótt nauðsynjavörur á einhvern stað. Án þess að þurfa að keyra fimmtíu kílómetra eða hvað það er. Síðan er þessi þáttur sem íbúar landsbyggðarinnar þekkja. Þessar búðir og þessar sjoppur, þetta er náttúrulega samkomustaður. Þarna hittist fólk,“ segir hann. „Ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt. Það þarf að vera eitthvað lágmarksaðgengi að verslunarvöru á hverjum stað. Annars er bara hætt við að þessir staðir þrífist ekki.“ Benedikt hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur umræddra verslana. „Ríkið er nú þegar að stunda verslun í þessum bæjum, hvort sem það er beint eða óbeint. Það er náttúrulega áfengisverslunin og þar er velta og þar er framleið sem er í mörgum tilvikum jafnvel helmingurinn af veltu verslunarinnar sem er þar til staðar og er í vanda,“ segir Benedikt. „Skoða þarf að færa þessa verslun til þeirrar verslunar sem er þar starfandi í staðinn fyrir að hún sér í höndum ríkisstofnunar í Reykjavík.“
Byggðamál Verslun Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira