Fótbolti

Aron Einar kominn á toppinn

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson er á toppnum í Katar.
Aron Einar Gunnarsson er á toppnum í Katar. Getty/Noushad Thekkayil

Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í liði Al Gharafa þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Al Duhail og kom sér á topp katörsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Al-Gharafa hefur byrjað leiktíðina afar vel og er með 19 stig eftir átta leiki, og hefur aðeins tapað einum leik til þessa.

Liðið er núna tveimur stigum á undan Qatar SC sem á hins vegar leik til góða á morgun. Al Duhail er í 5. sæti með 11 stig.

Aron lék nánast allan leikinn í dag en var skipt af velli eftir að Joselu, fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Newcastle og einnig fyrrverandi landsliðsmaður Spánar, hafði skorað sitt annað mark í leiknum úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma.

Senegalinn Seydou Sano kom Al Gharafa í 1-0 um miðjan fyrri hálfleik en Spánverjinn Luis Alberto jafnaði metin í uppbótartíma. Joselu kom heimamönnum svo aftur yfir á 55. mínútu og bætti seinna markinu við úr víti í lokin, eftir að gestirnir höfðu misst Ítalann Marco Verratti af velli með rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×