Erlent

„Sam­þykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjöl­far Pelicot málsins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mál Pelicot vakti athygli út um allan heim.
Mál Pelicot vakti athygli út um allan heim. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo

Franska þingið hefur samþykkt að innleiða hugtakið „samþykki“ inn í löggjöf landsins er varðar nauðganir. Ástæðan er fyrst og fremst mál Giséle Pelicot, sem var byrlað og nauðgað af fjölda manna fyrir tilstilli eiginmanns síns.

Samkvæmt núgildandi lögum er nauðgun nú skilgreind þannig að um sé að ræða samræði sem fer fram undir hótunum, þvingunum eða með beitingu ofbeldis. 

Eftir lagabreytinguna verður nauðgun einnig skilgreind sem hver sá verknaður sem er framin án samþykkis. Samþykki verður að gefa fyrirfram, vera afturkræft, upplýst og sértækt. 

Þá er sérstaklega tekið fram að þögn er ekki sama og samþykki, né heldur viðbragðsleysi af hálfu þolanda.

Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í neðri deild þingsins í síðustu viku. Enginn þingmaður greiddi atkvæði á móti frumvarpinu þegar það var tekið fyrir í efri deildinni í gær en fimmtán sátu hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×