Snjóhengjur geti skapað hættu Lovísa Arnardóttir skrifar 29. október 2025 13:12 Töluverður þungi getur verið í snjóhengjum þegar þær falla til jarðar. Vísir/Anton Brink Enn er viðvörun um aukna snjóflóðahættu í gildi á Suðvesturlandi. Gefin var út slík viðvörun í gær vegna mikillar snjókomu. Þá var hættan metin töluverð en er nú búin að lækka hana í nokkra hættu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðvörunin í gildi þar til klukkan 19 í kvöld. Viðvörunin gildir bæði um snjóhengjur á húsum og öðrum byggingum og um snjóflóðahættu í fjallshlíðum í fjöllum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis í Úlfarsfelli eða Helgafelli. Hulda Rós Helgadóttir, ofanflóðasérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að fólk ætti sérstaklega að gæta sín í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Gott er fyrir fólk, ef það getur, að reyna að fjarlægja slíkar snjóhengjur. Vísir/Anton Brink „Þetta er almennt á svæðinu og í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Það er búið að snjóa alls staðar á svæðinu og seinni partinn hvessir úr norðaustri og þá mun örugglega koma skafrenningur og þá sérstaklega í hlíðar sem snúa suðvestur. Mesta snjóflóðahættan er því líklega í suðvesturvísandi hlíðum,“ sagði hún í gær og ítrekaði að fjöllin þyrftu ekki að vera há. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir gott fyrir fólk, ef það getur, að fjarlægja stórar snjóhengjur. Þær geti skapað hættu þegar þær falla niður, sérstaklega ef gangstéttir eru beint fyrir neðan. Snjóflóðahætta víðar Á vef Veðurstofunnar má sjá að einnig er nokkur hætta á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga, innanverðum Eyjafirði, norðanverðum Vestfjörðum og á Austfjörðum. Í spá ofanflóðavaktarinnar í gær kom fram að talsvert hefði snjóað og því töluverð snjóflóðahætta á suðvesturhorninu. Hún gæti aukist með meiri snjókomu og auknum vindi. „Þá gæti skafið í fleka, sérstaklega í SV-vísandi hlíðum. Nýlegur snjór er á Austur- og Norðurlandi frá því í síðustu viku og hafa vindflekar myndast þar,“ sagði að lokum. Veður Snjóflóð á Íslandi Slysavarnir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Viðvörunin gildir bæði um snjóhengjur á húsum og öðrum byggingum og um snjóflóðahættu í fjallshlíðum í fjöllum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis í Úlfarsfelli eða Helgafelli. Hulda Rós Helgadóttir, ofanflóðasérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að fólk ætti sérstaklega að gæta sín í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Gott er fyrir fólk, ef það getur, að reyna að fjarlægja slíkar snjóhengjur. Vísir/Anton Brink „Þetta er almennt á svæðinu og í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Það er búið að snjóa alls staðar á svæðinu og seinni partinn hvessir úr norðaustri og þá mun örugglega koma skafrenningur og þá sérstaklega í hlíðar sem snúa suðvestur. Mesta snjóflóðahættan er því líklega í suðvesturvísandi hlíðum,“ sagði hún í gær og ítrekaði að fjöllin þyrftu ekki að vera há. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir gott fyrir fólk, ef það getur, að fjarlægja stórar snjóhengjur. Þær geti skapað hættu þegar þær falla niður, sérstaklega ef gangstéttir eru beint fyrir neðan. Snjóflóðahætta víðar Á vef Veðurstofunnar má sjá að einnig er nokkur hætta á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga, innanverðum Eyjafirði, norðanverðum Vestfjörðum og á Austfjörðum. Í spá ofanflóðavaktarinnar í gær kom fram að talsvert hefði snjóað og því töluverð snjóflóðahætta á suðvesturhorninu. Hún gæti aukist með meiri snjókomu og auknum vindi. „Þá gæti skafið í fleka, sérstaklega í SV-vísandi hlíðum. Nýlegur snjór er á Austur- og Norðurlandi frá því í síðustu viku og hafa vindflekar myndast þar,“ sagði að lokum.
Veður Snjóflóð á Íslandi Slysavarnir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira