Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 29. október 2025 13:16 Í Morgunblaðinu birtist nýverið grein eftir Daða Kristjánsson sem er framkvæmdastjóri Visku sjóða, þar sem hann talar gegn Evrópusambandsaðild Íslands. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þessa grein hans, en í henni birtist kunnuglegt stef úr þeim ranni, sem kalla má „brennandi hús“ stefið. Því hefur verið svarað oft og víða af liprari pennum og mun öflugri hagfræðingum en mér, og ekki tilefni þess að ég sting niður penna í þetta skiptið. Það sem vekur hinsvegar athygli mína er að framkvæmdastjóri Visku sjóða hikar ekki við að tjá þessa skoðun sína, sem er í alla staði frábært! Ég hvet hann til að láta í sér heyra hvar og hvenær sem er um hana. Tilefni skrifa minna í dag er að eftir að ég tók við því verkefni að leiða Evrópuhreyfinguna hef ég mjög oft heyrt einhverja útgáfu setningarinnar „ég er svo eindregið sammála ykkur í Evrópuhreyfingunni og ég tel að við eigum að ganga í Evrópusambandið og ég sé enga galla við það, bara kosti, en ég, stöðu minnar vegna, get ekki tjáð mig um það opinberlega.” Ótrúlega margt fólk, í ámóta störfum og Daði Kristjánsson, veigrar sér við að láta skoðun sína um að við eigum að stefna að Evrópusambandsaðild - eða að minnsta kosti að halda áfram aðildarviðræðum við sambandið - í ljósi. Hversvegna skyldi það vera? Í löndunum í kringum okkur er jákvæðni gagnvart Evrópusambandsaðild meginstraumsskoðun en ekki jaðarskoðun sem fólk þarf að óttast að láta í ljósi. Enda flest nágrannaríki okkar þegar í Evrópusambandinu og eru ennþá fullvalda og ekki inni í neinu „brennandi húsi“, heldur bara í blússandi gangi. Lýðræðisleg, rík og vel fúnkerandi ríki. Arfleifð Davíðstímans og óttinn við andstöðu En hér gætir þessa ótta. Ég hef mínar kenningar um það af hverju það er, eftir að hafa fylgst með málinu í nokkra áratugi og ég held að þetta hafi þróast á ákveðnum tíma í sögu þjóðarinnar, nánar tiltekið á valdatíma Davíðs Oddssonar. Nú kunna menn að hafa ýmsar skoðanir á pólitík Davíðs Oddssonar, en ýmislegt færðist í jákvæða átt, sérstaklega í efnahagslífi landsins á valdatíma hans. Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið með öllum þeim efnahagsframförum sem því fylgdu og við gengum í Schengen svæðið, með þeirri opnun sem það hefur haft í för með sér svo eitthvað sé nefnt. En Davíð Oddsson sjálfur sem persónuleiki var ekki jákvætt afl í íslensku stjórnmálalífi. Á valdatíma hans þróaðist með þjóðinni ótti við að tjá skoðanir sem voru í andstöðu við sterkustu skoðanir leiðtogans og ein þeirra var blint hatur hans á Evrópusambandinu, sem meðal annars birtist í því að hann lýsti þessu fjölþjóðlega samstarfi Evrópuríkja, sem er sennilega lýðræðislegasta fjölþjóðasamstarf sem komið hefur verið á fót, sem ólýðræðislegasta batteríi sem mannkynið hefði fundið upp. En gott og vel, skoðanir hans, rétt eins og skoðanir Daða Kristjánssonar, eru auðvitað hans mál. Það sem var ekki gott var að það að hafa andstæðar skoðanir við Davíð Oddsson, og þá sérstaklega á Evrópusambandinu, gat haft afleiðingar. Eins og oft vill verða í andrúmslofti eins og þróaðist á Davíðstímanum, þá var enginn skortur á fótgönguliðum, sem vildu sanna sig fyrir leiðtoganum, t.a.m. með því að hefna sín á andstæðingum hans. Ég varð sjálfur vitni að slíkum tilburðum þegar við á Bifröst - einhverntímann í kringum 2002-3 - réðum „Evrópusambandssinnann“ Eirík Bergmann til okkar. Þá voru framámenn í flokki Davíðs sem hringdu froðufellandi í rektor skólans, Runólf Ágústsson og hótuðu öllu illu ef af þessari ráðningu yrði. Það var eingöngu út af meintum skoðunum Eiríks á Evrópusambandinu. Engu öðru. Runólfur Ágústsson er hinsvegar ekki maður sem lætur hóta sér og þessir aðilar voru blessunarlega ekki í þeirri stöðu að þeir gætu staðið við stóru orðin. Í þessu andrúmslofti varð til ákveðinn ótti við að tjá þessa skoðun. Ótti sem þurfti efnahagshrun og brotthvarf Davíðs til að breyta, a.m.k. tímabundið. Ég hef nefnilega þá kenningu að það eymi enn eftir af þessum ótta, kannski sérstaklega hjá þeirri kynslóð sem enn man Davíðstímann og sér, t.a.m. í Bandaríkjunum í dag að skoðanir sem þóknast ekki „leiðtoganum“, geta haft afleiðingar. Dæmi til fyrirmyndar: Daði tjáir sig óttalaust Þess vegna fagna ég því að Daði Kristjánsson tjái skoðun sína á Evrópusambandinu óttalaust. Enda á það að vera þannig. En ég vil þá nota tækifærið og hvetja þau sem eru í sambærilegum stöðum og Daði, í stéttarfélögum, í stjórnsýslu, á fjölmiðlum, í akademíu, fólkið sem vinnur í störfum sem sér það daglega hversu rakið það er að við tökum skrefið í áttina til Evrópu, til að stíga út úr ótta sínum við Davíð Oddsson og hefndaraðgerðir stuðningsmanna hans. Davíð Oddsson er vissulega enn til staðar í íslensku þjóðlífi, en meira sem minning, (sem reglulega sendir frá sér æ dularfyllri pistla í Morgunblaðinu), en sem hreyfiafl eða valdhafi. Það er ekkert öfgakennt við það að vilja að Ísland taki sinn verðuga sess í hópi fullvalda Evrópuríkja í Evrópusambandinu. Það er ekkert við þá skoðun sem samrýmist ekki starfi á stöðum þar sem s.k. „hlutleysis“ er krafist. Koma svo, Evrópusinnar! Útúr skápnum og áfram Ísland! Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu birtist nýverið grein eftir Daða Kristjánsson sem er framkvæmdastjóri Visku sjóða, þar sem hann talar gegn Evrópusambandsaðild Íslands. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þessa grein hans, en í henni birtist kunnuglegt stef úr þeim ranni, sem kalla má „brennandi hús“ stefið. Því hefur verið svarað oft og víða af liprari pennum og mun öflugri hagfræðingum en mér, og ekki tilefni þess að ég sting niður penna í þetta skiptið. Það sem vekur hinsvegar athygli mína er að framkvæmdastjóri Visku sjóða hikar ekki við að tjá þessa skoðun sína, sem er í alla staði frábært! Ég hvet hann til að láta í sér heyra hvar og hvenær sem er um hana. Tilefni skrifa minna í dag er að eftir að ég tók við því verkefni að leiða Evrópuhreyfinguna hef ég mjög oft heyrt einhverja útgáfu setningarinnar „ég er svo eindregið sammála ykkur í Evrópuhreyfingunni og ég tel að við eigum að ganga í Evrópusambandið og ég sé enga galla við það, bara kosti, en ég, stöðu minnar vegna, get ekki tjáð mig um það opinberlega.” Ótrúlega margt fólk, í ámóta störfum og Daði Kristjánsson, veigrar sér við að láta skoðun sína um að við eigum að stefna að Evrópusambandsaðild - eða að minnsta kosti að halda áfram aðildarviðræðum við sambandið - í ljósi. Hversvegna skyldi það vera? Í löndunum í kringum okkur er jákvæðni gagnvart Evrópusambandsaðild meginstraumsskoðun en ekki jaðarskoðun sem fólk þarf að óttast að láta í ljósi. Enda flest nágrannaríki okkar þegar í Evrópusambandinu og eru ennþá fullvalda og ekki inni í neinu „brennandi húsi“, heldur bara í blússandi gangi. Lýðræðisleg, rík og vel fúnkerandi ríki. Arfleifð Davíðstímans og óttinn við andstöðu En hér gætir þessa ótta. Ég hef mínar kenningar um það af hverju það er, eftir að hafa fylgst með málinu í nokkra áratugi og ég held að þetta hafi þróast á ákveðnum tíma í sögu þjóðarinnar, nánar tiltekið á valdatíma Davíðs Oddssonar. Nú kunna menn að hafa ýmsar skoðanir á pólitík Davíðs Oddssonar, en ýmislegt færðist í jákvæða átt, sérstaklega í efnahagslífi landsins á valdatíma hans. Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið með öllum þeim efnahagsframförum sem því fylgdu og við gengum í Schengen svæðið, með þeirri opnun sem það hefur haft í för með sér svo eitthvað sé nefnt. En Davíð Oddsson sjálfur sem persónuleiki var ekki jákvætt afl í íslensku stjórnmálalífi. Á valdatíma hans þróaðist með þjóðinni ótti við að tjá skoðanir sem voru í andstöðu við sterkustu skoðanir leiðtogans og ein þeirra var blint hatur hans á Evrópusambandinu, sem meðal annars birtist í því að hann lýsti þessu fjölþjóðlega samstarfi Evrópuríkja, sem er sennilega lýðræðislegasta fjölþjóðasamstarf sem komið hefur verið á fót, sem ólýðræðislegasta batteríi sem mannkynið hefði fundið upp. En gott og vel, skoðanir hans, rétt eins og skoðanir Daða Kristjánssonar, eru auðvitað hans mál. Það sem var ekki gott var að það að hafa andstæðar skoðanir við Davíð Oddsson, og þá sérstaklega á Evrópusambandinu, gat haft afleiðingar. Eins og oft vill verða í andrúmslofti eins og þróaðist á Davíðstímanum, þá var enginn skortur á fótgönguliðum, sem vildu sanna sig fyrir leiðtoganum, t.a.m. með því að hefna sín á andstæðingum hans. Ég varð sjálfur vitni að slíkum tilburðum þegar við á Bifröst - einhverntímann í kringum 2002-3 - réðum „Evrópusambandssinnann“ Eirík Bergmann til okkar. Þá voru framámenn í flokki Davíðs sem hringdu froðufellandi í rektor skólans, Runólf Ágústsson og hótuðu öllu illu ef af þessari ráðningu yrði. Það var eingöngu út af meintum skoðunum Eiríks á Evrópusambandinu. Engu öðru. Runólfur Ágústsson er hinsvegar ekki maður sem lætur hóta sér og þessir aðilar voru blessunarlega ekki í þeirri stöðu að þeir gætu staðið við stóru orðin. Í þessu andrúmslofti varð til ákveðinn ótti við að tjá þessa skoðun. Ótti sem þurfti efnahagshrun og brotthvarf Davíðs til að breyta, a.m.k. tímabundið. Ég hef nefnilega þá kenningu að það eymi enn eftir af þessum ótta, kannski sérstaklega hjá þeirri kynslóð sem enn man Davíðstímann og sér, t.a.m. í Bandaríkjunum í dag að skoðanir sem þóknast ekki „leiðtoganum“, geta haft afleiðingar. Dæmi til fyrirmyndar: Daði tjáir sig óttalaust Þess vegna fagna ég því að Daði Kristjánsson tjái skoðun sína á Evrópusambandinu óttalaust. Enda á það að vera þannig. En ég vil þá nota tækifærið og hvetja þau sem eru í sambærilegum stöðum og Daði, í stéttarfélögum, í stjórnsýslu, á fjölmiðlum, í akademíu, fólkið sem vinnur í störfum sem sér það daglega hversu rakið það er að við tökum skrefið í áttina til Evrópu, til að stíga út úr ótta sínum við Davíð Oddsson og hefndaraðgerðir stuðningsmanna hans. Davíð Oddsson er vissulega enn til staðar í íslensku þjóðlífi, en meira sem minning, (sem reglulega sendir frá sér æ dularfyllri pistla í Morgunblaðinu), en sem hreyfiafl eða valdhafi. Það er ekkert öfgakennt við það að vilja að Ísland taki sinn verðuga sess í hópi fullvalda Evrópuríkja í Evrópusambandinu. Það er ekkert við þá skoðun sem samrýmist ekki starfi á stöðum þar sem s.k. „hlutleysis“ er krafist. Koma svo, Evrópusinnar! Útúr skápnum og áfram Ísland! Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun