Veður

Appel­sínu­gular við­varanir orðnar að gulum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Umferðaröngþveiti skapaðist í dag.
Umferðaröngþveiti skapaðist í dag. Vísir/Anton Brink

Veðurstofa Íslands hefur fært appelsínugular veðurviðvaranir niður í gular veðuviðvaranir. Veðurspáin sé betri en á horfðist.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins kemur fram að ekki komi til appelsínugular viðvörunar líkt og áður hafði verið gefin út. Því eru gular veðurviðvaranir í gildi á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa sem falla úr gildi á miðnætti. Einnig er gul viðvörun á Suðurlandi sem fellur úr gildi klukkan þrjú aðfaranótt miðvikudags. 

„Lægðin náði hreinlega ekki alveg upp til okkar eins og spáin gerði ráð fyrir,“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.

Hins vegar geti íbúar á svæðinu möglega búist við skafrenningi í kvöld. Aðgerðastjórnin hvetur íbúa til að halda sig heima fyrir í kvöld og var umferðin enn þung að ganga sex. Það muni taka dágóðan tíma að ryðja götunar og fjarlægja ökutæki sem sum voru einfaldlega skilin eftir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×