Fótbolti

Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ís­land á­fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Máni Guðjónsson er orðinn sjötti markahæsti leikmaðurinn í sögu sautján ára landsliðsins. 
Alexander Máni Guðjónsson er orðinn sjötti markahæsti leikmaðurinn í sögu sautján ára landsliðsins.  KSÍ

Íslenska sautján ára landslið karla í fótbolta er komið áfram í næstu umferð undankeppni Evrópumótsins eftir tvo sigra í fyrri hluta undankeppninnar.

Íslensku strákarnir fylgdu eftir 5-1 sigri á Georgíu með því að vinna Grikkland 4-3.

Liðið er því með fullt hús stiga eftir fyrstu umferð undankeppninnar og á því enn möguleika á að komast í lokakeppni EM 2026. Dregið verður í næsta undanriðil þann 10. desember.

Alexander Máni Guðjónsson skoraði þrennu í sigurleiknum á Grikkjum og Bjarki Hrafn Garðarsson skoraði eitt mark.

Alexander Máni skoraði tvö mörk fyrir Ísland á móti Georgíu og þeir Alexander Rafn Pálmason, Þorri Ingólfsson og Bjarki Hrafn Garðarsson skoruðu eitt mark hver.

Bjarki Hrafn skoraði því í báðum leikjunum en fyrirliðinn Alexander Máni var með fimm mörk í þessum tveimur leikjum.

Alexander Máni er Stjörnumaður en samdi við danska félagið FC Midtjylland í sumar.

Hann er nú kominn með sex mörk fyrir sautján ára landsliðið í tíu leikjum en markametið á Danijel Dejan Djuric (11 mörk). Alexander Máni fór upp fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen og Helga Sigurðsson og situr nú í sjötta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×