Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar 28. október 2025 07:03 Fyrir um ári kom út stór skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu sem í daglegu tali er köllum Draghi-skýrslan, eftir aðalhöfundi hennar, Mario Draghi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Skýrslan dregur fram margvíslega veikleika í samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópusambandsins og leggur til aðgerðir til að bregðast við þeim. Hér á landi hafa sumir notað Draghi skýrsluna til að draga fram þá mynd að ESB sé rjúkandi rúst og að þangað höfum við ekkert að sækja. En hvað er það sem Draghi-skýrslan dregur fram? Og hvernig kæmi samkeppnishæfni okkar eigin atvinnulífs út ef sömu mælistikur væru notaðar? Einn meginpunktur skýrslunnar er að ESB hafi orðið eftir í samkeppni við Bandaríkin þegar kemur að tækni og nýsköpun. Því til sönnunnar ef nefnt að verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna séu allt nýleg tæknifyrirtæki. Hér er listinn: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Bandaríkjanna: NVIDIA Corporation (Tækni/Gervigreind/Flögur) Microsoft Corporation (Tækni/Hugbúnaður) Apple Inc. (Tækni/Neyslu-rafeindatækni) Alphabet Inc. (Google) (Tækni/Netþjónusta) Amazon.com, Inc. (Tækni/Verslun á netinu/Skýjaþjónusta) Meta Platforms, Inc. (Tækni/Samfélagsmiðlar) Broadcom Inc. (Tækni/Hálfleiðarar) Tesla, Inc. (Neysluvörur/Rafbílar) Skoðum til samanburðar: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Evrópusambandsins: ASML Holding N.V. (Tækni/Hálfleiðarabúnaður) LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton (Lúxusvörur) SAP SE (Tækni/Hugbúnaður) Prosus N.V. (Tækni/Fjárfesting í netfyrirtækjum) Hermès International (Lúxusvörur) L'Oréal S.A. (Neysluvörur/Snyrtivörur) Novo Nordisk A/S (Lyfjafyrirtæki) Siemens AG (Iðnaður/Tækni) Hér má sjá hvað höfundar Draghi-skýrslunnar eiga við. Nánast öll fyrirtæki á bandaríska listanum eru tæknifyrirtæki er sem ekki voru til fyrir 50 árum. Í Evrópu er töluvert meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem hvíla á gömlum grunni. En hver er staðan á Íslandi? Verðmætustu fyrirtæki í kauphöll Íslands: Arion banki hf (Fjármálaþjónusta) Íslandsbanki hf (Fjármálaþjónusta) Síldarvinnslan hf (Sjávarútvegur/Fiskvinnsla) Hagar hf (Smásala) Brim hf (Sjávarútvegur) Ísfélag hf (Sjávarútvegur) Festi hf (Smásala/Fjárfestingar) Reitir fasteignafélag hf (Fasteignir) Rétt er að taka fram að ef við lítum til fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi en eru skráð í kauphöllum annarra landa þá myndu Alvotech og Embla Medical bætast við. En staðan er engu að síður þessi: Sé litið til íslensku kauphallarinnar þá eru það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróna á toppnum. Allt er þetta er starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB. Eigi Ísland á að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þarf allavega að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það er einmitt það sem Evrópusambandið gerði. Draghi-skýrslan vakti athygli á veikleikum ESB-landa sem löndin hafa þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti. Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrir um ári kom út stór skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu sem í daglegu tali er köllum Draghi-skýrslan, eftir aðalhöfundi hennar, Mario Draghi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Skýrslan dregur fram margvíslega veikleika í samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópusambandsins og leggur til aðgerðir til að bregðast við þeim. Hér á landi hafa sumir notað Draghi skýrsluna til að draga fram þá mynd að ESB sé rjúkandi rúst og að þangað höfum við ekkert að sækja. En hvað er það sem Draghi-skýrslan dregur fram? Og hvernig kæmi samkeppnishæfni okkar eigin atvinnulífs út ef sömu mælistikur væru notaðar? Einn meginpunktur skýrslunnar er að ESB hafi orðið eftir í samkeppni við Bandaríkin þegar kemur að tækni og nýsköpun. Því til sönnunnar ef nefnt að verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna séu allt nýleg tæknifyrirtæki. Hér er listinn: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Bandaríkjanna: NVIDIA Corporation (Tækni/Gervigreind/Flögur) Microsoft Corporation (Tækni/Hugbúnaður) Apple Inc. (Tækni/Neyslu-rafeindatækni) Alphabet Inc. (Google) (Tækni/Netþjónusta) Amazon.com, Inc. (Tækni/Verslun á netinu/Skýjaþjónusta) Meta Platforms, Inc. (Tækni/Samfélagsmiðlar) Broadcom Inc. (Tækni/Hálfleiðarar) Tesla, Inc. (Neysluvörur/Rafbílar) Skoðum til samanburðar: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Evrópusambandsins: ASML Holding N.V. (Tækni/Hálfleiðarabúnaður) LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton (Lúxusvörur) SAP SE (Tækni/Hugbúnaður) Prosus N.V. (Tækni/Fjárfesting í netfyrirtækjum) Hermès International (Lúxusvörur) L'Oréal S.A. (Neysluvörur/Snyrtivörur) Novo Nordisk A/S (Lyfjafyrirtæki) Siemens AG (Iðnaður/Tækni) Hér má sjá hvað höfundar Draghi-skýrslunnar eiga við. Nánast öll fyrirtæki á bandaríska listanum eru tæknifyrirtæki er sem ekki voru til fyrir 50 árum. Í Evrópu er töluvert meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem hvíla á gömlum grunni. En hver er staðan á Íslandi? Verðmætustu fyrirtæki í kauphöll Íslands: Arion banki hf (Fjármálaþjónusta) Íslandsbanki hf (Fjármálaþjónusta) Síldarvinnslan hf (Sjávarútvegur/Fiskvinnsla) Hagar hf (Smásala) Brim hf (Sjávarútvegur) Ísfélag hf (Sjávarútvegur) Festi hf (Smásala/Fjárfestingar) Reitir fasteignafélag hf (Fasteignir) Rétt er að taka fram að ef við lítum til fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi en eru skráð í kauphöllum annarra landa þá myndu Alvotech og Embla Medical bætast við. En staðan er engu að síður þessi: Sé litið til íslensku kauphallarinnar þá eru það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróna á toppnum. Allt er þetta er starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB. Eigi Ísland á að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þarf allavega að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það er einmitt það sem Evrópusambandið gerði. Draghi-skýrslan vakti athygli á veikleikum ESB-landa sem löndin hafa þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti. Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun