Viðskipti innlent

Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku

Kjartan Kjartansson skrifar
Aðeins þriðjungsafköst eru nú í álveri Norðuráls á Grundartanga eftir bilun í spennum í síðustu viku.
Aðeins þriðjungsafköst eru nú í álveri Norðuráls á Grundartanga eftir bilun í spennum í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Afleiðingar bilunar í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga gætu byrjað að komast á hreint í næstu viku ef línur skýrast þá um hvenær nýr búnaður fæst til landsins.

Bilun í spennum leiddi til þess að framleiðsla var stöðvaðuð í annarri af tveimur kerlínum álversins á Grundartanga í síðustu viku. Stöðvunin þýðir að tveir þriðju hlutar framleiðslunnar liggja niðri og milljarðar krónar í útflutningstekjur gætu tapast vegna þess.

Forstjóri fyrirtækisins sagði í síðustu viku að það gæti tekið einhverja mánuði þar til starfsemin kæmist aftur í samt horf. Formaður verkalýðsfélags á svæðinu sagði starfsmenn versins uggandi vegna stöðunnar.

Sólveig Kr. Bergmann, framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála hjá Norðuráli, segir mikið spurt um afleiðingar bilunarinnar en erfitt sé að svara þeim spurningum á meðan ekki liggi fyrir hvenær nýir spennar fáist til landsins og hve langan tíma taki að setja þá upp.

„Þetta veltur allt á því hvenær við fáum svör við því hvenær við fáum búnað til landsins,“ segir hún við Vísi.

Staðan sé því óbreytt en Sólveig telur að eitthvað gæti verið að frétta af hvenær búnaðurinn fæst í næstu viku.

Spurð út í bilunina í spennunum segir Sólveig að þeir hafi ekki verið komnir á vitjunartíma.

„Ef þetta hefði verið komið á tíma þá hefðum við verum búin að skipta þessu út.“


Tengdar fréttir

Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“

Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði í gær og aftur í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir að stór hluti framleiðslu Norðuráls á Grundartanga stöðvaðist í vikunni vegna bilunar. Nefndin hefur fengið fulltrúa Norðuráls, Samtaka iðnarðarins, Verkalýðsfélags Akraness og frá orkufyrirtækjunum á sinn fund til að rýna stöðuna. Staðan er sögð sýna fram á mikilvægi þess að hlúið verði að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í iðnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×