Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2025 20:06 Þrír af nemendum 10. bekkjar sem lásu. Frá vinstri, Pálína Björk Bjarnadóttir, Símon Broniszewski og Bryndís Halla Ólafsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brennu - Njáls saga er í miklu uppáhaldi hjá nemendum Hvolsskóla á Hvolsvelli enda lesa allir nemendur 10. bekkjar söguna og halda sérstakan dag, sem opin er öllum þar sem Njálssaga er lesinn og dagskráin brotin upp með söng nemenda. Í Hvolsskóla eru um 230 nemendur. Það hefur verið hefð í gegnum árin að nemendur lesi alla Njálssögu í sal skólans þar sem gestir og gangandi eru velkomnir að hlusta á. Það gerðist einmitt í vikunni, nemendur voru uppi á sviði og skiptust á að lesa söguna. Sveitarstjórinn var að sjálfsögðu á staðnum. „Þetta er bara frábærlega gert hjá krökkunum og náttúrulega eljan hjá kennurunum að fara með þeim í gegnum þetta og við kunnum virkilega vel að meta þetta, við erum stolt af þessu“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stoltur af nemendum Hvolsskóla, sem lesa Njálssögu á hverju ári á opnu húsi í skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Njála, það er ykkar staður eða hvað? „Njála er bara okkar aðal saga og bara ein af okkar aðal Íslendingasögum og hér erum við náttúrulega á Hvolsvelli og í Rangárþingi eystra í hjarta Njálu,“ segir Anton Kári. Og íslenskukennarinn er ánægð með nemendur sína. „Já og þetta er í 21. skipti, sem 10. bekkur er að lesa Njálu. Krakkarnir hafa gaman af lestrinum og það er alveg spenningur fyrir þessu verkefni,“ segir Anna Kristín Guðjónsdóttir, íslenskukennari í Hvolsskóla. Anna Kristín Guðjónsdóttir, sem er íslenskukennari í Hvolsskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við verðum að nefna hana Hallgerði, þessa stórkostlegu kvenpersónu, sem allir hafa ekki sömu skoðun á en hver veit nema að hún sé fyrsta kvenréttindakonan okkar,“ bætir Anna Kristín við. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk, en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er uppáhalds persóna nemenda í Brennu – Njálssögu? „Hallgerður“ segja þær Pálína Björk og Bryndís Halla. „Njáll“ segir hins vegar Símon Broniszewski. Nemendur að lesa Brennu – Njáls sögu fyrir gesti og gangandi í Hvolsskóla í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir koma alltaf í skólann til að hlusta á nemendur lesa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bókmenntir Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Í Hvolsskóla eru um 230 nemendur. Það hefur verið hefð í gegnum árin að nemendur lesi alla Njálssögu í sal skólans þar sem gestir og gangandi eru velkomnir að hlusta á. Það gerðist einmitt í vikunni, nemendur voru uppi á sviði og skiptust á að lesa söguna. Sveitarstjórinn var að sjálfsögðu á staðnum. „Þetta er bara frábærlega gert hjá krökkunum og náttúrulega eljan hjá kennurunum að fara með þeim í gegnum þetta og við kunnum virkilega vel að meta þetta, við erum stolt af þessu“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stoltur af nemendum Hvolsskóla, sem lesa Njálssögu á hverju ári á opnu húsi í skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Njála, það er ykkar staður eða hvað? „Njála er bara okkar aðal saga og bara ein af okkar aðal Íslendingasögum og hér erum við náttúrulega á Hvolsvelli og í Rangárþingi eystra í hjarta Njálu,“ segir Anton Kári. Og íslenskukennarinn er ánægð með nemendur sína. „Já og þetta er í 21. skipti, sem 10. bekkur er að lesa Njálu. Krakkarnir hafa gaman af lestrinum og það er alveg spenningur fyrir þessu verkefni,“ segir Anna Kristín Guðjónsdóttir, íslenskukennari í Hvolsskóla. Anna Kristín Guðjónsdóttir, sem er íslenskukennari í Hvolsskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við verðum að nefna hana Hallgerði, þessa stórkostlegu kvenpersónu, sem allir hafa ekki sömu skoðun á en hver veit nema að hún sé fyrsta kvenréttindakonan okkar,“ bætir Anna Kristín við. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk, en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið. Á milli lestra komu nemendur í ýmsum bekkjardeildum og sungu upp á sviði eins og þessir nemendur úr 5. og 6. bekk en Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkennari sá um undirspilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er uppáhalds persóna nemenda í Brennu – Njálssögu? „Hallgerður“ segja þær Pálína Björk og Bryndís Halla. „Njáll“ segir hins vegar Símon Broniszewski. Nemendur að lesa Brennu – Njáls sögu fyrir gesti og gangandi í Hvolsskóla í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir koma alltaf í skólann til að hlusta á nemendur lesa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bókmenntir Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent