Innlent

Pirraðir læknar, efna­hagurinn eftir á­föll og hús­næði og lána­kjör

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Fyrst mæta þeir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, til Kristjáns. Þeir ætla að ræða fyrirhugaðar breytingar á lögum um kaup á læknisþjónustu.

Læknar segja þær breytinar stefna gildandi samningi í voða og vera freklegt inngrip í rekstur þeirra og stöðu.


Því næst mæta þeir Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Þeir munu tala um efnhagsástandið hér á landi í kjölfar áfalla eins og lokunar á Bakka, gjaldþrot Play og rekstrarstöðvun á Grundartanga.

Einnig munu þeir ræða mögulegar aðgerðir vegna þessara áfalla.


Páll Pálsson, fasteignasali, og Már Wolfgang Mix, dósent við HÍ, munu þar á eftir ræða áhrif vaxtadómsins nýfallna á fasteignamarkaðinn, húsnæðisver og lánakjör almennings. Meðal annrs hvort líklegt sé að þau versni vegna dómsins.


Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, ræðir svo í lokin kvennaverkfallið 24. október, áhrif þess og stöðu jafnréttismála í því samhengi. Þá svarar hún jafnframt gagnrýni sem á þessa framkvæmd hefur borist.

Þátturinn hefst klukkan tíu og er hægt að hlusta á hann í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×