Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 14:57 Magni Sigurðsson er forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS Vísir/Vilhelm Netöryggissveit CERT-IS varar við umfangsmikilli svikaherferð sem hefur herjað á íslensk fyrirtæki og einstaklinga undanfarna daga. Árásirnar hafa beinst gegn tugum, jafnvel hundruðum, íslenskra fyrirtækja undanfarin misseri, en svikahrapparnir reyna með aðferðinni að hafa bæði fé og upplýsingar af fórnarlömbum sínum. Brýnt sé að ganga úr skugga um að reikningar sem berast með tölvupósti komi frá traustum sendanda, en svikin sem hér um ræðir þykja trúverðug og sannfærandi, enda send frá netfangi raunverulegra einstaklinga sem svikarar hafa brotist inn í. Svikin sem hér um ræðir birtast jafnan í tölvupósti sem kemur frá því sem virðist vera traustur sendandi með titlinum „invoice“ eða „reikningur“ og í póstinum er að finna excel-skjal í viðhengi. Forstöðumaður CERT-IS segir að pósturinn virðist jafnvel mjög trúverðugur, enda sendandinn í mörgum tilfellum einhver sem móttakandi hefur áður átt í tölvupóstsamskiptum við og fengið raunverulega reikninga. Aðgangur sendandans hefur hins vegar verið tekinn yfir af óprúttnum aðilum sem annars vegar reyna að svíkja fé út úr fólki með því að senda falska reikninga og hins vegar að komast yfir upplýsingar um fleiri fórnarlömb sem síðan lenda í netinu. Netöryggissveitin segir tölvupósta af þessum toga hafa farið í mikla dreifingu á allra síðustu dögum. CERT-IS hefur birt upplýsingar á heimasíðu sinni um hvernig svikin virka, hvað beri að varast og hvernig sé hægt að bregðast við ef maður fellur í gildruna. Magni Sigurðsson, forstöðumaður CERT-IS, segir svikin ekki ný af nálinni. Mál af þessum toga hafi verið að koma upp síðan fyrir áramót, en virðast hafa náð nýjum hæðum á allra síðustu dögum. Stór fyrirtæki ekki undanskilin „Árásaraðilarnir brjótast inn á reikninga, Microsoft 365 reikninga, og komast þannig inn á pósthólf viðkomandi og Teams samskipti. Það sem hefur gerst núna svona síðustu tíu daga er að þetta eru fyrirtæki sem eru með gríðarlega stóran viðskiptavinahóp, kúnnalista. Árásin virkar þannig að þegar árásaraðilinn er kominn inn í pósthólfið þá leitar hann eftir ákveðnum hlutum, leitar eftir reikningum eða einhverju sem hann getur nýtt í fjárhagslegan gróða. Til dæmis reikningum þar sem hann gæti breytt reikningsnúmerum og öðru. En það sem hann gerir líka er að senda út póst á alla sem hann finnur tengda þessu pósthólfi,“ útskýrir Magni. Tölvupóstarnir kunna að virðast saklausir og koma frá traustum sendanda, en svo er ekki alltaf.Getty „Þetta eru aðilar sem eru í samskiptum við mörg þúsund Íslendinga og þess vegna hefur þetta farið mjög víða og umfangið því mun meira,“ segir Magni. Enn sem komið er hafi netöryggissveitinni ekki borist margar tilkynningar um að svikahröppum hafi tekist að hafa fé af fólki með aðferðinni, en margar tilkynningar en þónokkuð mörg mál hafi komið upp á þessu ári þar sem fyrirtæki hafi borgað falska reikninga, sem virðast koma frá raunverulegum fyrirtækjum sem þau eigi í viðskiptum við. Fór í víðtæka dreifingu í vikunni Upplýsingar sem svikahrapparnir kunna að hafa komist yfir á undanförnum dögum gætu leitt til þess að gerðar verði fleiri tilraunir til fjársvika með fölskum reikningum síðar þegar fram líða stundir. Sjá einnig: Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Þetta eru orðin alla veganna tugir, ef ekki hundruð fyrirtækja á þessu ári sem við erum búin að láta vita að sé búið að brjótast inn á reikningana hjá. Og þær eru orðnar þónokkuð margar tilkynningarnar þar sem fyrirtækin hafa því miður borgað falska reikninga. En vissulega náði þetta ákveðnu hámarki núna í vikunni þegar þetta fór í svona víðtæka dreifingu og þetta fór bókstaflega út um allt,“ segir Magni. Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við erlend fyrirtæki ættu ekki síður að vera á varðbergi og stundum borgi sig einfaldlega að taka upp tólið og tala beint við réttan tengilið til að ganga úr skugga um að reikningar séu réttir. Fleiri ráð er að finna á heimasíðu CERT-IS en þar er einnig hægt að tilkynna um svikatilraunir og leita ráðgjafar hjá sveitinni. Netöryggi Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Svikin sem hér um ræðir birtast jafnan í tölvupósti sem kemur frá því sem virðist vera traustur sendandi með titlinum „invoice“ eða „reikningur“ og í póstinum er að finna excel-skjal í viðhengi. Forstöðumaður CERT-IS segir að pósturinn virðist jafnvel mjög trúverðugur, enda sendandinn í mörgum tilfellum einhver sem móttakandi hefur áður átt í tölvupóstsamskiptum við og fengið raunverulega reikninga. Aðgangur sendandans hefur hins vegar verið tekinn yfir af óprúttnum aðilum sem annars vegar reyna að svíkja fé út úr fólki með því að senda falska reikninga og hins vegar að komast yfir upplýsingar um fleiri fórnarlömb sem síðan lenda í netinu. Netöryggissveitin segir tölvupósta af þessum toga hafa farið í mikla dreifingu á allra síðustu dögum. CERT-IS hefur birt upplýsingar á heimasíðu sinni um hvernig svikin virka, hvað beri að varast og hvernig sé hægt að bregðast við ef maður fellur í gildruna. Magni Sigurðsson, forstöðumaður CERT-IS, segir svikin ekki ný af nálinni. Mál af þessum toga hafi verið að koma upp síðan fyrir áramót, en virðast hafa náð nýjum hæðum á allra síðustu dögum. Stór fyrirtæki ekki undanskilin „Árásaraðilarnir brjótast inn á reikninga, Microsoft 365 reikninga, og komast þannig inn á pósthólf viðkomandi og Teams samskipti. Það sem hefur gerst núna svona síðustu tíu daga er að þetta eru fyrirtæki sem eru með gríðarlega stóran viðskiptavinahóp, kúnnalista. Árásin virkar þannig að þegar árásaraðilinn er kominn inn í pósthólfið þá leitar hann eftir ákveðnum hlutum, leitar eftir reikningum eða einhverju sem hann getur nýtt í fjárhagslegan gróða. Til dæmis reikningum þar sem hann gæti breytt reikningsnúmerum og öðru. En það sem hann gerir líka er að senda út póst á alla sem hann finnur tengda þessu pósthólfi,“ útskýrir Magni. Tölvupóstarnir kunna að virðast saklausir og koma frá traustum sendanda, en svo er ekki alltaf.Getty „Þetta eru aðilar sem eru í samskiptum við mörg þúsund Íslendinga og þess vegna hefur þetta farið mjög víða og umfangið því mun meira,“ segir Magni. Enn sem komið er hafi netöryggissveitinni ekki borist margar tilkynningar um að svikahröppum hafi tekist að hafa fé af fólki með aðferðinni, en margar tilkynningar en þónokkuð mörg mál hafi komið upp á þessu ári þar sem fyrirtæki hafi borgað falska reikninga, sem virðast koma frá raunverulegum fyrirtækjum sem þau eigi í viðskiptum við. Fór í víðtæka dreifingu í vikunni Upplýsingar sem svikahrapparnir kunna að hafa komist yfir á undanförnum dögum gætu leitt til þess að gerðar verði fleiri tilraunir til fjársvika með fölskum reikningum síðar þegar fram líða stundir. Sjá einnig: Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Þetta eru orðin alla veganna tugir, ef ekki hundruð fyrirtækja á þessu ári sem við erum búin að láta vita að sé búið að brjótast inn á reikningana hjá. Og þær eru orðnar þónokkuð margar tilkynningarnar þar sem fyrirtækin hafa því miður borgað falska reikninga. En vissulega náði þetta ákveðnu hámarki núna í vikunni þegar þetta fór í svona víðtæka dreifingu og þetta fór bókstaflega út um allt,“ segir Magni. Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við erlend fyrirtæki ættu ekki síður að vera á varðbergi og stundum borgi sig einfaldlega að taka upp tólið og tala beint við réttan tengilið til að ganga úr skugga um að reikningar séu réttir. Fleiri ráð er að finna á heimasíðu CERT-IS en þar er einnig hægt að tilkynna um svikatilraunir og leita ráðgjafar hjá sveitinni.
Netöryggi Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira