Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar 24. október 2025 07:30 Þann 24. október er baráttudagur kvenna. Við munum heyra ræður um jafnrétti, framtíðina og það sem hefur áunnist. Í dag - árið 2025 - getur kona á Íslandi ekki fengið skilnað nema makinn samþykki hann. Lögin koma beinlínis í veg fyrir því að fólk ráði eigin lífi. Þetta hljómar ýkt en í aðstæðum sem því miður langoftast konur lenda í: ofbeldissamböndum, getur þetta verið hrikalegt áfall. Það að þurfa að standa í þessu eftir að hafa loksins ákveðið að fara er bæði niðurlægjandi og niðurbrjótandi. Þetta kerfi styður ójafnrétti og gerendur. Og það er ofbeldi- kerfisbundið ofbeldi. Ef einn aðili neitar að skrifa undir fjárskiptasamning eða einfaldlega bregst ekki við, þá stöðvast allt ferlið. Hjá sýslumanni er einungis hægt að fá skilnað ef það næst samkomulag um alla hluti. Ef það næst ekki, er málinu vísað frá. Það sem einstaklingar í þessari stöðu þurfa að fara í gegn er langt, dýrt og þreytandi ferli. Þetta er nógu erfitt ef um „venjulegan“ skilning er að ræða, en þetta er næstum því óbærilegt ef viðkomandi hefur þurft að þola ofbeldi af ýmsum toga, stjórnun, gaslýsingu, nauðgun og margt fleira. Að vísu er hægt að fara fram á lögskilnað á grundvelli ofbeldis en hann er ekki veittur nema gerandinn samþykki eða er búinn að fá dóm á sig. Því miður eru það ennþá langoftast konur sem lenda í þessum aðstæðum. Konur í þessari stöðu eru hetjur. En kerfið er það ekki. Við stöndum okkur ekki nógu vel. Við þurfum að gera betur. Einstæðar mæður sem þurfa að berjast við kerfið, vinna, hugsa um börnin, vinna úr því sem þær hafa upplifað. Og vera sætar. Kvarta ekki og sætta sig við að samfélag eins og okkar- á Íslandi árið 2025- sem er frægt fyrir jafnrétti kynjanna krefst leyfi eiginmanns til þess að kona fái að ráða hvort að hún er gift eða ekki, alveg eins og hún sé eign hans. Á baráttudegi kvenna á ég ekki eftir að fagna því sem við höfum náð. Ég ætla að krefjast þess sem enn hefur ekki verið tryggt: Réttarins til að ráða yfir eigin lífi án samþykkis annarra. Frelsi til að skilja ætti aldrei að þurfa leyfi. Við erum ekki eign annarra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, einstæð móðir, drusla og stolt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október er baráttudagur kvenna. Við munum heyra ræður um jafnrétti, framtíðina og það sem hefur áunnist. Í dag - árið 2025 - getur kona á Íslandi ekki fengið skilnað nema makinn samþykki hann. Lögin koma beinlínis í veg fyrir því að fólk ráði eigin lífi. Þetta hljómar ýkt en í aðstæðum sem því miður langoftast konur lenda í: ofbeldissamböndum, getur þetta verið hrikalegt áfall. Það að þurfa að standa í þessu eftir að hafa loksins ákveðið að fara er bæði niðurlægjandi og niðurbrjótandi. Þetta kerfi styður ójafnrétti og gerendur. Og það er ofbeldi- kerfisbundið ofbeldi. Ef einn aðili neitar að skrifa undir fjárskiptasamning eða einfaldlega bregst ekki við, þá stöðvast allt ferlið. Hjá sýslumanni er einungis hægt að fá skilnað ef það næst samkomulag um alla hluti. Ef það næst ekki, er málinu vísað frá. Það sem einstaklingar í þessari stöðu þurfa að fara í gegn er langt, dýrt og þreytandi ferli. Þetta er nógu erfitt ef um „venjulegan“ skilning er að ræða, en þetta er næstum því óbærilegt ef viðkomandi hefur þurft að þola ofbeldi af ýmsum toga, stjórnun, gaslýsingu, nauðgun og margt fleira. Að vísu er hægt að fara fram á lögskilnað á grundvelli ofbeldis en hann er ekki veittur nema gerandinn samþykki eða er búinn að fá dóm á sig. Því miður eru það ennþá langoftast konur sem lenda í þessum aðstæðum. Konur í þessari stöðu eru hetjur. En kerfið er það ekki. Við stöndum okkur ekki nógu vel. Við þurfum að gera betur. Einstæðar mæður sem þurfa að berjast við kerfið, vinna, hugsa um börnin, vinna úr því sem þær hafa upplifað. Og vera sætar. Kvarta ekki og sætta sig við að samfélag eins og okkar- á Íslandi árið 2025- sem er frægt fyrir jafnrétti kynjanna krefst leyfi eiginmanns til þess að kona fái að ráða hvort að hún er gift eða ekki, alveg eins og hún sé eign hans. Á baráttudegi kvenna á ég ekki eftir að fagna því sem við höfum náð. Ég ætla að krefjast þess sem enn hefur ekki verið tryggt: Réttarins til að ráða yfir eigin lífi án samþykkis annarra. Frelsi til að skilja ætti aldrei að þurfa leyfi. Við erum ekki eign annarra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, einstæð móðir, drusla og stolt af því.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun