Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar 24. október 2025 07:30 Þann 24. október er baráttudagur kvenna. Við munum heyra ræður um jafnrétti, framtíðina og það sem hefur áunnist. Í dag - árið 2025 - getur kona á Íslandi ekki fengið skilnað nema makinn samþykki hann. Lögin koma beinlínis í veg fyrir því að fólk ráði eigin lífi. Þetta hljómar ýkt en í aðstæðum sem því miður langoftast konur lenda í: ofbeldissamböndum, getur þetta verið hrikalegt áfall. Það að þurfa að standa í þessu eftir að hafa loksins ákveðið að fara er bæði niðurlægjandi og niðurbrjótandi. Þetta kerfi styður ójafnrétti og gerendur. Og það er ofbeldi- kerfisbundið ofbeldi. Ef einn aðili neitar að skrifa undir fjárskiptasamning eða einfaldlega bregst ekki við, þá stöðvast allt ferlið. Hjá sýslumanni er einungis hægt að fá skilnað ef það næst samkomulag um alla hluti. Ef það næst ekki, er málinu vísað frá. Það sem einstaklingar í þessari stöðu þurfa að fara í gegn er langt, dýrt og þreytandi ferli. Þetta er nógu erfitt ef um „venjulegan“ skilning er að ræða, en þetta er næstum því óbærilegt ef viðkomandi hefur þurft að þola ofbeldi af ýmsum toga, stjórnun, gaslýsingu, nauðgun og margt fleira. Að vísu er hægt að fara fram á lögskilnað á grundvelli ofbeldis en hann er ekki veittur nema gerandinn samþykki eða er búinn að fá dóm á sig. Því miður eru það ennþá langoftast konur sem lenda í þessum aðstæðum. Konur í þessari stöðu eru hetjur. En kerfið er það ekki. Við stöndum okkur ekki nógu vel. Við þurfum að gera betur. Einstæðar mæður sem þurfa að berjast við kerfið, vinna, hugsa um börnin, vinna úr því sem þær hafa upplifað. Og vera sætar. Kvarta ekki og sætta sig við að samfélag eins og okkar- á Íslandi árið 2025- sem er frægt fyrir jafnrétti kynjanna krefst leyfi eiginmanns til þess að kona fái að ráða hvort að hún er gift eða ekki, alveg eins og hún sé eign hans. Á baráttudegi kvenna á ég ekki eftir að fagna því sem við höfum náð. Ég ætla að krefjast þess sem enn hefur ekki verið tryggt: Réttarins til að ráða yfir eigin lífi án samþykkis annarra. Frelsi til að skilja ætti aldrei að þurfa leyfi. Við erum ekki eign annarra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, einstæð móðir, drusla og stolt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þann 24. október er baráttudagur kvenna. Við munum heyra ræður um jafnrétti, framtíðina og það sem hefur áunnist. Í dag - árið 2025 - getur kona á Íslandi ekki fengið skilnað nema makinn samþykki hann. Lögin koma beinlínis í veg fyrir því að fólk ráði eigin lífi. Þetta hljómar ýkt en í aðstæðum sem því miður langoftast konur lenda í: ofbeldissamböndum, getur þetta verið hrikalegt áfall. Það að þurfa að standa í þessu eftir að hafa loksins ákveðið að fara er bæði niðurlægjandi og niðurbrjótandi. Þetta kerfi styður ójafnrétti og gerendur. Og það er ofbeldi- kerfisbundið ofbeldi. Ef einn aðili neitar að skrifa undir fjárskiptasamning eða einfaldlega bregst ekki við, þá stöðvast allt ferlið. Hjá sýslumanni er einungis hægt að fá skilnað ef það næst samkomulag um alla hluti. Ef það næst ekki, er málinu vísað frá. Það sem einstaklingar í þessari stöðu þurfa að fara í gegn er langt, dýrt og þreytandi ferli. Þetta er nógu erfitt ef um „venjulegan“ skilning er að ræða, en þetta er næstum því óbærilegt ef viðkomandi hefur þurft að þola ofbeldi af ýmsum toga, stjórnun, gaslýsingu, nauðgun og margt fleira. Að vísu er hægt að fara fram á lögskilnað á grundvelli ofbeldis en hann er ekki veittur nema gerandinn samþykki eða er búinn að fá dóm á sig. Því miður eru það ennþá langoftast konur sem lenda í þessum aðstæðum. Konur í þessari stöðu eru hetjur. En kerfið er það ekki. Við stöndum okkur ekki nógu vel. Við þurfum að gera betur. Einstæðar mæður sem þurfa að berjast við kerfið, vinna, hugsa um börnin, vinna úr því sem þær hafa upplifað. Og vera sætar. Kvarta ekki og sætta sig við að samfélag eins og okkar- á Íslandi árið 2025- sem er frægt fyrir jafnrétti kynjanna krefst leyfi eiginmanns til þess að kona fái að ráða hvort að hún er gift eða ekki, alveg eins og hún sé eign hans. Á baráttudegi kvenna á ég ekki eftir að fagna því sem við höfum náð. Ég ætla að krefjast þess sem enn hefur ekki verið tryggt: Réttarins til að ráða yfir eigin lífi án samþykkis annarra. Frelsi til að skilja ætti aldrei að þurfa leyfi. Við erum ekki eign annarra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, einstæð móðir, drusla og stolt af því.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun