Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar 24. október 2025 07:30 Þann 24. október er baráttudagur kvenna. Við munum heyra ræður um jafnrétti, framtíðina og það sem hefur áunnist. Í dag - árið 2025 - getur kona á Íslandi ekki fengið skilnað nema makinn samþykki hann. Lögin koma beinlínis í veg fyrir því að fólk ráði eigin lífi. Þetta hljómar ýkt en í aðstæðum sem því miður langoftast konur lenda í: ofbeldissamböndum, getur þetta verið hrikalegt áfall. Það að þurfa að standa í þessu eftir að hafa loksins ákveðið að fara er bæði niðurlægjandi og niðurbrjótandi. Þetta kerfi styður ójafnrétti og gerendur. Og það er ofbeldi- kerfisbundið ofbeldi. Ef einn aðili neitar að skrifa undir fjárskiptasamning eða einfaldlega bregst ekki við, þá stöðvast allt ferlið. Hjá sýslumanni er einungis hægt að fá skilnað ef það næst samkomulag um alla hluti. Ef það næst ekki, er málinu vísað frá. Það sem einstaklingar í þessari stöðu þurfa að fara í gegn er langt, dýrt og þreytandi ferli. Þetta er nógu erfitt ef um „venjulegan“ skilning er að ræða, en þetta er næstum því óbærilegt ef viðkomandi hefur þurft að þola ofbeldi af ýmsum toga, stjórnun, gaslýsingu, nauðgun og margt fleira. Að vísu er hægt að fara fram á lögskilnað á grundvelli ofbeldis en hann er ekki veittur nema gerandinn samþykki eða er búinn að fá dóm á sig. Því miður eru það ennþá langoftast konur sem lenda í þessum aðstæðum. Konur í þessari stöðu eru hetjur. En kerfið er það ekki. Við stöndum okkur ekki nógu vel. Við þurfum að gera betur. Einstæðar mæður sem þurfa að berjast við kerfið, vinna, hugsa um börnin, vinna úr því sem þær hafa upplifað. Og vera sætar. Kvarta ekki og sætta sig við að samfélag eins og okkar- á Íslandi árið 2025- sem er frægt fyrir jafnrétti kynjanna krefst leyfi eiginmanns til þess að kona fái að ráða hvort að hún er gift eða ekki, alveg eins og hún sé eign hans. Á baráttudegi kvenna á ég ekki eftir að fagna því sem við höfum náð. Ég ætla að krefjast þess sem enn hefur ekki verið tryggt: Réttarins til að ráða yfir eigin lífi án samþykkis annarra. Frelsi til að skilja ætti aldrei að þurfa leyfi. Við erum ekki eign annarra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, einstæð móðir, drusla og stolt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Þann 24. október er baráttudagur kvenna. Við munum heyra ræður um jafnrétti, framtíðina og það sem hefur áunnist. Í dag - árið 2025 - getur kona á Íslandi ekki fengið skilnað nema makinn samþykki hann. Lögin koma beinlínis í veg fyrir því að fólk ráði eigin lífi. Þetta hljómar ýkt en í aðstæðum sem því miður langoftast konur lenda í: ofbeldissamböndum, getur þetta verið hrikalegt áfall. Það að þurfa að standa í þessu eftir að hafa loksins ákveðið að fara er bæði niðurlægjandi og niðurbrjótandi. Þetta kerfi styður ójafnrétti og gerendur. Og það er ofbeldi- kerfisbundið ofbeldi. Ef einn aðili neitar að skrifa undir fjárskiptasamning eða einfaldlega bregst ekki við, þá stöðvast allt ferlið. Hjá sýslumanni er einungis hægt að fá skilnað ef það næst samkomulag um alla hluti. Ef það næst ekki, er málinu vísað frá. Það sem einstaklingar í þessari stöðu þurfa að fara í gegn er langt, dýrt og þreytandi ferli. Þetta er nógu erfitt ef um „venjulegan“ skilning er að ræða, en þetta er næstum því óbærilegt ef viðkomandi hefur þurft að þola ofbeldi af ýmsum toga, stjórnun, gaslýsingu, nauðgun og margt fleira. Að vísu er hægt að fara fram á lögskilnað á grundvelli ofbeldis en hann er ekki veittur nema gerandinn samþykki eða er búinn að fá dóm á sig. Því miður eru það ennþá langoftast konur sem lenda í þessum aðstæðum. Konur í þessari stöðu eru hetjur. En kerfið er það ekki. Við stöndum okkur ekki nógu vel. Við þurfum að gera betur. Einstæðar mæður sem þurfa að berjast við kerfið, vinna, hugsa um börnin, vinna úr því sem þær hafa upplifað. Og vera sætar. Kvarta ekki og sætta sig við að samfélag eins og okkar- á Íslandi árið 2025- sem er frægt fyrir jafnrétti kynjanna krefst leyfi eiginmanns til þess að kona fái að ráða hvort að hún er gift eða ekki, alveg eins og hún sé eign hans. Á baráttudegi kvenna á ég ekki eftir að fagna því sem við höfum náð. Ég ætla að krefjast þess sem enn hefur ekki verið tryggt: Réttarins til að ráða yfir eigin lífi án samþykkis annarra. Frelsi til að skilja ætti aldrei að þurfa leyfi. Við erum ekki eign annarra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, einstæð móðir, drusla og stolt af því.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun