Síminn kaupir Motus og Pei Eiður Þór Árnason skrifar 23. október 2025 18:51 Síminn hyggst efla fjártæknirekstur sinn. Vísir/vilhelm Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ). Félagið á og rekur greiðslulausnina Pei og innheimtufyrirtækið Motus. Heildarvirði GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum til Kauphallar. Kaupin verði fjármögnuð með handbæru fé en endanlegt kaupverð til greiðslu taki meðal annars mið af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en Síminn rekur Síminn Pay sem líkt og Pei starfar á markaði fyrir skammtímalán og greiðslumiðlun. Seljendur GMÍ eru Landsbankinn og félög sem eru að mestu í eigu Alfa Framtaks. Lánasafn Símans stækki um minnst milljarð króna Verði af viðskiptunum áætlar Síminn að á ársgrundvelli aukist tekjur Símans um ríflega 2.600 milljónir króna, EBITDA um yfir 500 milljónir króna og lánasafn félagsins stækki um að lágmarki 1.000 milljónir króna. „GMÍ er öflug samstæða á sviði kröfuþjónustu, innheimtu og greiðsluþjónustu. Starfsemin er rótgróin á markaði og býr að traustum tæknilegum grunni, reynslumiklu starfsfólki og þjónustar um 1.600 viðskiptavini á fyrirtækjamarkaði auk fjölmargra viðskiptavina Pei á lánamarkaði. Starfsmenn eru um 75 talsins,“ segir í tilkynningu Símans til Kauphallar. Með kaupunum styrki Síminn sig enn frekar á sviði fjártækni sem sé ört vaxandi stoð í rekstrinum. María Björk Einarsdóttir er forstjóri Símans.Síminn Samhliða frágangi viðskiptanna hyggst Síminn áfram vinna að breyttu skipulagi samstæðunnar. Felst það meðal annars í því að færa fjarskipta- og miðlarekstur félagsins í nýtt dótturfélag. Markmið breytinganna er sagt vera að búa samstæðuna undir frekari vöxt. Nýta sterka fjárhagsstöðu Símans til að efla starfsemina „Með kaupunum nýtum við styrkleika félaganna í vöruframboði, innviðum og viðskiptasamböndum til að skapa enn meira virði fyrir viðskiptavini okkar og hluthafa. GMÍ býr að traustum vörumerkjum, rótgrónum viðskiptasamböndum og öflugu starfsfólki sem hefur verið í stöðugri nýsköpun síðustu misseri, líkt og við þekkjum vel hjá Símanum,“ segir María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans, í tilkynningu. „Næstu misseri ætlum við að nýta sterka fjárhagsstöðu Símans til að efla starfsemina enn frekar, bæði með innri og ytri vexti. Kaupin eru mikilvægt skref á þeirri leið og sýna í verki trú okkar á áframhaldandi sókn á sviði fjártækni.“ Fyrr á þessu ári keypti Símans Pay ehf., dótturfélag Símans, lánasafn Rapyd á Íslandi. Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands.Vísir/vilhelm Ætla að sækja fram „Við hlökkum til að ganga til liðs við samstæðu Símans og erum sannfærð um að það muni skila viðskiptavinum beggja félaga miklum ávinningi. Greiðslumiðlun Íslands er öflugt fjártæknifyrirtæki sem hefur byggt upp sterka innviði og víðtæka þekkingu til að efla nýsköpun og vöruþróun í greininni. Viðskiptavinir okkar hafa þegar notið góðs af nýjungum sem kynntar hafa verið á síðustu mánuðum, og við ætlum að halda áfram af krafti á þeirri vegferð,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands. „Síminn hefur á sama tíma þróað spennandi fjártæknilausnir og sýnt mikinn metnað til vaxtar á því sviði. Við sjáum fram á fjölmörg tækifæri beggja fyrirtækja til að sækja fram og styðja við áframhaldandi framþróun á íslenskum fjártæknimarkaði.” Fréttin hefur verið uppfærð. Síminn Greiðslumiðlun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum til Kauphallar. Kaupin verði fjármögnuð með handbæru fé en endanlegt kaupverð til greiðslu taki meðal annars mið af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en Síminn rekur Síminn Pay sem líkt og Pei starfar á markaði fyrir skammtímalán og greiðslumiðlun. Seljendur GMÍ eru Landsbankinn og félög sem eru að mestu í eigu Alfa Framtaks. Lánasafn Símans stækki um minnst milljarð króna Verði af viðskiptunum áætlar Síminn að á ársgrundvelli aukist tekjur Símans um ríflega 2.600 milljónir króna, EBITDA um yfir 500 milljónir króna og lánasafn félagsins stækki um að lágmarki 1.000 milljónir króna. „GMÍ er öflug samstæða á sviði kröfuþjónustu, innheimtu og greiðsluþjónustu. Starfsemin er rótgróin á markaði og býr að traustum tæknilegum grunni, reynslumiklu starfsfólki og þjónustar um 1.600 viðskiptavini á fyrirtækjamarkaði auk fjölmargra viðskiptavina Pei á lánamarkaði. Starfsmenn eru um 75 talsins,“ segir í tilkynningu Símans til Kauphallar. Með kaupunum styrki Síminn sig enn frekar á sviði fjártækni sem sé ört vaxandi stoð í rekstrinum. María Björk Einarsdóttir er forstjóri Símans.Síminn Samhliða frágangi viðskiptanna hyggst Síminn áfram vinna að breyttu skipulagi samstæðunnar. Felst það meðal annars í því að færa fjarskipta- og miðlarekstur félagsins í nýtt dótturfélag. Markmið breytinganna er sagt vera að búa samstæðuna undir frekari vöxt. Nýta sterka fjárhagsstöðu Símans til að efla starfsemina „Með kaupunum nýtum við styrkleika félaganna í vöruframboði, innviðum og viðskiptasamböndum til að skapa enn meira virði fyrir viðskiptavini okkar og hluthafa. GMÍ býr að traustum vörumerkjum, rótgrónum viðskiptasamböndum og öflugu starfsfólki sem hefur verið í stöðugri nýsköpun síðustu misseri, líkt og við þekkjum vel hjá Símanum,“ segir María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans, í tilkynningu. „Næstu misseri ætlum við að nýta sterka fjárhagsstöðu Símans til að efla starfsemina enn frekar, bæði með innri og ytri vexti. Kaupin eru mikilvægt skref á þeirri leið og sýna í verki trú okkar á áframhaldandi sókn á sviði fjártækni.“ Fyrr á þessu ári keypti Símans Pay ehf., dótturfélag Símans, lánasafn Rapyd á Íslandi. Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands.Vísir/vilhelm Ætla að sækja fram „Við hlökkum til að ganga til liðs við samstæðu Símans og erum sannfærð um að það muni skila viðskiptavinum beggja félaga miklum ávinningi. Greiðslumiðlun Íslands er öflugt fjártæknifyrirtæki sem hefur byggt upp sterka innviði og víðtæka þekkingu til að efla nýsköpun og vöruþróun í greininni. Viðskiptavinir okkar hafa þegar notið góðs af nýjungum sem kynntar hafa verið á síðustu mánuðum, og við ætlum að halda áfram af krafti á þeirri vegferð,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands. „Síminn hefur á sama tíma þróað spennandi fjártæknilausnir og sýnt mikinn metnað til vaxtar á því sviði. Við sjáum fram á fjölmörg tækifæri beggja fyrirtækja til að sækja fram og styðja við áframhaldandi framþróun á íslenskum fjártæknimarkaði.” Fréttin hefur verið uppfærð.
Síminn Greiðslumiðlun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira