Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa 23. október 2025 18:00 Landsamband eldri borgara (LEB) hélt málþing þann 16. október sl. undir heitinu Ofbeldi er ógn, tryggjum öryggi eldri borgara. Góð aðsókn var að þinginu, bæði í salnum í húsakynnum LEB og í beinu streymi á netinu. Tilgangurinn var að varpa ljósi á hve ofbeldi gegn eldri borgurum er orðið algengt á Íslandi, hvernig hægt er að bregðast við og leitast við að finna leiðir til úrbóta. Ljóst er að fréttir um ofbeldi gegn eldri borgurum sl. mánuði er aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða dulið vandamál sem þolendur veigra sér við að tilkynna enda eru gerendur ýmist nánir ættingjar, vinir eða trúnaðarmenn. Það var Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem flutti upphafs ávarp en alls voru haldnir 11 fyrirlestrar á málþinginu, víða að úr kerfinu. Sem dæmi má nefna voru fulltrúar stofnana svo sem Lögreglunnar, Neyðarlínunnar, Kvennaathvarfsins, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Einnig heiðraði landlæknir okkur með sinni nærveru. Flestir fyrirlesarar komu inn á það hversu dulið ofbeldið er og grunnurinn að þeim vanda er sú skömm sem þolendur finna ríkulega fyrir. Þegar rætt er um ofbeldi dettur flestum í hug líkamlegt ofbeldi en það er sú tegund sem er mest áberandi, þ.e. þolendur bera þess oft merki. Það ætti kannski að gefa til kynna að auðveldara sé að takast á við það en því miður reynist það erfitt þar sem þolendur þurfa í raun að kæra gerandann til að lögregla bregðist við. Þeir eru hins vegar mjög tregir til þess sökum tengsla við gerandann, sem oftast er þeim nátengdur. Annað sem kom fram er að andlegt ofbeldi er mun algengara en við gerum okkur grein fyrir. Þolendur bera ekki augljós merki þess og því erfiðara fyrir utanaðkomandi að átta sig á slíku. Sama gildir um þessa tegund ofbeldis að þolendur hafa í fá hús að venda til að ræða vandann. Það veldur því miður einangrun og ýtir undir hana þar sem þolendur loka sig jafnvel inni á sínu heimili. Slík einangrun gerir það að verkum að aðstæður þolanda versna enn frekar þar sem ofbeldi þrífst best í þöggun. Þriðja tegund ofbeldis og hugsanlega það algengasta er fjárhagslegt ofbeldi. Það fer oft þannig fram að þolanda er stjórnað af börnum hans eða öðrum ættingjum varðandi útgjöld. Reynt er að hafa áhrif á hvað er keypt, með áherslu á það sem ekki skal kaupa eða leyfa sér og einnig eru gerendur að þiggja peningagjafir og banna að sagt sé frá. Í sumum tilfellum eru þeir sem aðstoða aldraða ættingja með fjármál að misnota aðgang sinn og millifæra peninga á eigin reikninga. Til viðbótar þessu eru svo fjárhags svik þar sem eldra fólk er platað til að millfæra fjármuni á fölskum forsendum. Hvað er til ráða? Eins og fram kom á málþinginu standa nánast allir ráðþrota sem hafa aðkomu að þessum málum. Ekki eru til skýrir ferlar sem segja til um hvernig skal meðhöndla svona mál og því miður eru þolendur líkamlegs ofbeldis oftast sendir heim aftur í ofbeldið. Það er ljóst að grípa verður inn í og búa til úrræði fyrir allar tegundir ofbeldis. Mikilvægt er einnig að búa til úrræði fyrir gerendur því það er þar sem við getum fyrst og fremst stöðvað þennan ósóma. Einn möguleikinn er að í sveitarfélögunum sé sett upp kerfi ekki ósvipað og það kerfi sem er í barnaverndarmálum. Ef upp kemur grunur um ofbeldi þá sé hægt að kalla til starfsmann sveitarfélagsins sem sinnir þessum málum eldri borgara og hann haldi síðan áfram með málið. Einnig er nauðsynlegt að stofnað verði embætti umboðsmanns eldri borgara ekki seinna en strax, sem mun verja hagsmuni eldra fólks, sinna réttargæslu og vinna gegn aldursfordómum. Það er augljóst eftir þetta málþing að vandinn er mikill og á okkar góða landi þrífst þessi ósómi sem er ofbeldi gagnvart þeim sem eru orðnir aldraðir, ekki síður en í öðrum löndum. Við skorum á stjórnvöld, sveitarfélög og hagaðila til að stofna starfshóp sem vinnur að gerð áætlunar um að vinna gegn ofbeldi og finna leiðir til úrbóta í meðferð slíkra mála. Tökum höndum saman, tölum ekki bara um þennan vanda heldur gerum eitthvað róttækt í málunum. Við hjá LEB erum til í þá vinnu. Gerum ævikvöldið ánægjuríkt með brosi og hlýju og tökum saman höndum um að útrýma þessum ósóma. Eldri borgarar eiga það skilið. Höfundar eru formaður og varaformaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Landsamband eldri borgara (LEB) hélt málþing þann 16. október sl. undir heitinu Ofbeldi er ógn, tryggjum öryggi eldri borgara. Góð aðsókn var að þinginu, bæði í salnum í húsakynnum LEB og í beinu streymi á netinu. Tilgangurinn var að varpa ljósi á hve ofbeldi gegn eldri borgurum er orðið algengt á Íslandi, hvernig hægt er að bregðast við og leitast við að finna leiðir til úrbóta. Ljóst er að fréttir um ofbeldi gegn eldri borgurum sl. mánuði er aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða dulið vandamál sem þolendur veigra sér við að tilkynna enda eru gerendur ýmist nánir ættingjar, vinir eða trúnaðarmenn. Það var Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem flutti upphafs ávarp en alls voru haldnir 11 fyrirlestrar á málþinginu, víða að úr kerfinu. Sem dæmi má nefna voru fulltrúar stofnana svo sem Lögreglunnar, Neyðarlínunnar, Kvennaathvarfsins, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Einnig heiðraði landlæknir okkur með sinni nærveru. Flestir fyrirlesarar komu inn á það hversu dulið ofbeldið er og grunnurinn að þeim vanda er sú skömm sem þolendur finna ríkulega fyrir. Þegar rætt er um ofbeldi dettur flestum í hug líkamlegt ofbeldi en það er sú tegund sem er mest áberandi, þ.e. þolendur bera þess oft merki. Það ætti kannski að gefa til kynna að auðveldara sé að takast á við það en því miður reynist það erfitt þar sem þolendur þurfa í raun að kæra gerandann til að lögregla bregðist við. Þeir eru hins vegar mjög tregir til þess sökum tengsla við gerandann, sem oftast er þeim nátengdur. Annað sem kom fram er að andlegt ofbeldi er mun algengara en við gerum okkur grein fyrir. Þolendur bera ekki augljós merki þess og því erfiðara fyrir utanaðkomandi að átta sig á slíku. Sama gildir um þessa tegund ofbeldis að þolendur hafa í fá hús að venda til að ræða vandann. Það veldur því miður einangrun og ýtir undir hana þar sem þolendur loka sig jafnvel inni á sínu heimili. Slík einangrun gerir það að verkum að aðstæður þolanda versna enn frekar þar sem ofbeldi þrífst best í þöggun. Þriðja tegund ofbeldis og hugsanlega það algengasta er fjárhagslegt ofbeldi. Það fer oft þannig fram að þolanda er stjórnað af börnum hans eða öðrum ættingjum varðandi útgjöld. Reynt er að hafa áhrif á hvað er keypt, með áherslu á það sem ekki skal kaupa eða leyfa sér og einnig eru gerendur að þiggja peningagjafir og banna að sagt sé frá. Í sumum tilfellum eru þeir sem aðstoða aldraða ættingja með fjármál að misnota aðgang sinn og millifæra peninga á eigin reikninga. Til viðbótar þessu eru svo fjárhags svik þar sem eldra fólk er platað til að millfæra fjármuni á fölskum forsendum. Hvað er til ráða? Eins og fram kom á málþinginu standa nánast allir ráðþrota sem hafa aðkomu að þessum málum. Ekki eru til skýrir ferlar sem segja til um hvernig skal meðhöndla svona mál og því miður eru þolendur líkamlegs ofbeldis oftast sendir heim aftur í ofbeldið. Það er ljóst að grípa verður inn í og búa til úrræði fyrir allar tegundir ofbeldis. Mikilvægt er einnig að búa til úrræði fyrir gerendur því það er þar sem við getum fyrst og fremst stöðvað þennan ósóma. Einn möguleikinn er að í sveitarfélögunum sé sett upp kerfi ekki ósvipað og það kerfi sem er í barnaverndarmálum. Ef upp kemur grunur um ofbeldi þá sé hægt að kalla til starfsmann sveitarfélagsins sem sinnir þessum málum eldri borgara og hann haldi síðan áfram með málið. Einnig er nauðsynlegt að stofnað verði embætti umboðsmanns eldri borgara ekki seinna en strax, sem mun verja hagsmuni eldra fólks, sinna réttargæslu og vinna gegn aldursfordómum. Það er augljóst eftir þetta málþing að vandinn er mikill og á okkar góða landi þrífst þessi ósómi sem er ofbeldi gagnvart þeim sem eru orðnir aldraðir, ekki síður en í öðrum löndum. Við skorum á stjórnvöld, sveitarfélög og hagaðila til að stofna starfshóp sem vinnur að gerð áætlunar um að vinna gegn ofbeldi og finna leiðir til úrbóta í meðferð slíkra mála. Tökum höndum saman, tölum ekki bara um þennan vanda heldur gerum eitthvað róttækt í málunum. Við hjá LEB erum til í þá vinnu. Gerum ævikvöldið ánægjuríkt með brosi og hlýju og tökum saman höndum um að útrýma þessum ósóma. Eldri borgarar eiga það skilið. Höfundar eru formaður og varaformaður LEB.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun