Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2025 12:00 Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ljóst að starfsemi Norðuráls verði skert um nokkurt skeið. Vísir/Einar Formaður Verkalýðsfélags Akraness skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Norðuráls eftir að upp kom bilun í búnaði. Tveir þriðju framleiðslunnar liggja niðri en óljóst er hve langan tíma mun taka að laga búnaðinn. Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins segir málið grafalvarlegt. „Aðalmálið er að reyna að fanga það hversu langan tíma tekur að gera við þetta og það er eitthvað sem fyrirtækið þarf að svara. Ég hef verið að kalla eftir upplýsingum um það en það er erfitt að svara því,“ segir Vilhjálmur. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er ekki verið að fara að setja verksmiðjuna af stað á næstu dögum eða næstu vikum.“ Skynjar kvíða og ótta Sólveig Kr. Bergmann, framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli segir í samtali við fréttastofu að allir stjórnendur sitji á fundum til að reyna að leysa málið. Fyrirtækið gæti ekki tjáð sig fyrr en í fyrsta lagi eftir hádegi en fyrir liggur að flytja þarf búnað til landsins að utan til að koma framleiðslu aftur af stað. „Ég skynja alveg ótta og kvíða meðal starfsmanna. Allir sem þekkja til reksturs álvera vita hvað það þýðir þegar búið er að slökkva á kerjum,“ segir Vilhjálmur. Stóriðjan á Grundartanga skapar um 150 milljarða króna í útflutningstekjur á ári, sem eru um átta prósent af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Grundartangasvæðið er lífæð okkar Akurnesinga og þegar sú æð stíflast þá hefur það veruleg áhrif,“ segir Vilhjálmur. „Þetta snertir svo sannarlega okkur Akurnesinga en þetta snertir líka þjóðarbúið í heild sinni þegar svona skellur dynur á.“ Annar stóri skellurinn á rúmum sólarhring Greint var frá því í fyrradag að dregið verði úr framleiðslu í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Í versta falli verði slökkt á einum þriggja ofna í fimmtíu til sextíu daga þó forstjóri Elkem á Íslandi vonar að ekki komi til þess. Engum verður sagt upp hjá félaginu. Vilhjálmur segir þetta uggvænlegt fyrir íslenskan vinnumarkað. „Ég held að hafi einhvern tíma verið þörf fyrir stjórnvöld að rýna í stöðuna og reyna að átta sig á því hvað er að gerast í íslensku samfélagi held ég að það sé núna. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að öll samfélög byggjast upp á gjaldeyrisskapandi verðmætasköpun,“ segir Vilhjálmur. „Það er þannig sem við náum að halda úti okkar velferðarkerfi. Ef það verða hnökrar á slíku mun það bitna á þjóðarbúinu í heild sinni. Þetta er alvarlegur hlutur. Við skulum vona það besta en maður þarf að búa sig undir það versta.“ Víðtæk áhrif Eimskipafélagið sendi tilkynningu til Kauphallar í morgun þar sem fram kemur að bilunin í Norðuráli sé rekstraráfall sem hafa muni neikvæð áhrif á Eimskip. Norðurál sé einn stærsti viðskiptavinur félagsins. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á fjölmörg fyrirtæki. Þess vegna er svo mikilvægt að átta sig á því hvað við erum að tala um langt tímabil,“ segir Vilhjámur. „Við Akurnesingar erum búnir að ganga í gegnum ótrúlegar hremmingar í okkar atvinnumálum á liðnum árum og þetta er ekki það sem við og nærsveitir þurfum á að halda.“ Akranes Hvalfjarðarsveit Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins segir málið grafalvarlegt. „Aðalmálið er að reyna að fanga það hversu langan tíma tekur að gera við þetta og það er eitthvað sem fyrirtækið þarf að svara. Ég hef verið að kalla eftir upplýsingum um það en það er erfitt að svara því,“ segir Vilhjálmur. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er ekki verið að fara að setja verksmiðjuna af stað á næstu dögum eða næstu vikum.“ Skynjar kvíða og ótta Sólveig Kr. Bergmann, framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli segir í samtali við fréttastofu að allir stjórnendur sitji á fundum til að reyna að leysa málið. Fyrirtækið gæti ekki tjáð sig fyrr en í fyrsta lagi eftir hádegi en fyrir liggur að flytja þarf búnað til landsins að utan til að koma framleiðslu aftur af stað. „Ég skynja alveg ótta og kvíða meðal starfsmanna. Allir sem þekkja til reksturs álvera vita hvað það þýðir þegar búið er að slökkva á kerjum,“ segir Vilhjálmur. Stóriðjan á Grundartanga skapar um 150 milljarða króna í útflutningstekjur á ári, sem eru um átta prósent af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Grundartangasvæðið er lífæð okkar Akurnesinga og þegar sú æð stíflast þá hefur það veruleg áhrif,“ segir Vilhjálmur. „Þetta snertir svo sannarlega okkur Akurnesinga en þetta snertir líka þjóðarbúið í heild sinni þegar svona skellur dynur á.“ Annar stóri skellurinn á rúmum sólarhring Greint var frá því í fyrradag að dregið verði úr framleiðslu í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Í versta falli verði slökkt á einum þriggja ofna í fimmtíu til sextíu daga þó forstjóri Elkem á Íslandi vonar að ekki komi til þess. Engum verður sagt upp hjá félaginu. Vilhjálmur segir þetta uggvænlegt fyrir íslenskan vinnumarkað. „Ég held að hafi einhvern tíma verið þörf fyrir stjórnvöld að rýna í stöðuna og reyna að átta sig á því hvað er að gerast í íslensku samfélagi held ég að það sé núna. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að öll samfélög byggjast upp á gjaldeyrisskapandi verðmætasköpun,“ segir Vilhjálmur. „Það er þannig sem við náum að halda úti okkar velferðarkerfi. Ef það verða hnökrar á slíku mun það bitna á þjóðarbúinu í heild sinni. Þetta er alvarlegur hlutur. Við skulum vona það besta en maður þarf að búa sig undir það versta.“ Víðtæk áhrif Eimskipafélagið sendi tilkynningu til Kauphallar í morgun þar sem fram kemur að bilunin í Norðuráli sé rekstraráfall sem hafa muni neikvæð áhrif á Eimskip. Norðurál sé einn stærsti viðskiptavinur félagsins. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á fjölmörg fyrirtæki. Þess vegna er svo mikilvægt að átta sig á því hvað við erum að tala um langt tímabil,“ segir Vilhjámur. „Við Akurnesingar erum búnir að ganga í gegnum ótrúlegar hremmingar í okkar atvinnumálum á liðnum árum og þetta er ekki það sem við og nærsveitir þurfum á að halda.“
Akranes Hvalfjarðarsveit Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira