Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Lovísa Arnardóttir skrifar 21. október 2025 23:30 Grétar Halldór Gunnarsson er prestur í Kópavogskirkju. Aðsend Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju segir kynfræðslu geta verið hluta af fermingarfræðslu, en þó ekki með þeim hætti sem hún var í Glerárkirkju á Akureyri í höndum Siggu Daggar. Í forgangi í fermingarfræðslu eigi að vera fræðsla um grundvallargildi trúarinnar. Mikið hefur verið fjallað um það síðustu daga hvort að kynfræðsla eigi heima í fermingarfræðslu eftir að faðir tók barn sitt úr fermingarfræðslu í Glerárkirkju á Akureyri eftir að barnið fékk kynfræðslu frá Siggu Dögg kynfræðingi. „Við eigum fullt í fangi með að láta þau fá og vita grundvallaratriði trúarinnar,“ segir Grétar Halldór sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir börn yfirleitt spennt að koma í fermingarfræðslu og þau séu jákvæð til trúarinnar og Guðs en mörg þeirra kunni ekki Faðirvorið og því sé nóg að gera í fræðslunni við að skoða grundvallaratriði trúarinnar. „Þegar kemur að kynfræðslu. Kynlíf er rosalega stór þáttur af manneskjunni og veruleika manneskjunnar og viðkvæmur þáttur,“ segir Grétar. Hann tekur undir orð Hildar Eirar Bolladóttur, prests við Akureyrarkirkju, sem sagði Siggu Dögg liggja á hjarta að afnema skömm. Að vilji Siggu Daggar væri að unglingar upplifi að það sé eðlilegt að vera kynvera. Grétar segist geta tekið undir þetta. „Um leið og það er satt að skömm getur verið óheilnæm, þá er það líka satt á sama tíma að við viljum ekki vera skammlaust samfélagið,“ segir hann og að skömmin sé gagnleg þegar fólk gerir eitthvað sem er ekki rétt eða gott. Freud hafi til dæmis sagt að skömmin væri uppspretta siðmenningar, til að skynja hvað er rétt og rangt. Sumt eigi að valda skömm „Í samhengi kynlífs þá eru hlutir sem valda skömm, sumir óheilnæmri skömm og það eru hlutir, við verðum að halda því til haga, sem við viljum að valdi skömm. Eins óþægilegt og það er að segja það, og enginn vill heyra það.“ Það snúi til dæmis að því hvað sé gert og hvernig það sé gert. Hann segir það í grunninn snúast um forgangsröðun spurður að því hvort að kynfræðsla eigi heima í fermingarfræðslu. Hann segir presta aðeins fá takmarkaðan tíma með börnunum og honum verði að verja vel til að fræða um trúna og grundvallaratriði hennar. Þá segir hann það vafasamt, ef rétt er, að vera með fullyrðingar um helgar persónur biblíusagnanna, Jesú og svo kynlíf þeirra. „Sem enginn grundvöllur er fyrir. Þar berum við ábyrgð sem leiðum fræðslu í kirkjulegu samhengi,“ segir hann og að enginn grundvöllur sé utan eða innan ritninganna, eða sögulegar heimildir, til að vera með slíkar fullyrðingar. „Það er þess vegna líka eitthvað sem við myndum þurfa að passa.“ Hann segir dæmi um að fjallað hafi verið um annað en trú í fermingarfræðslu, eins og jákvæða sjálfsmynd, en það hafi þó ekki verið gert í Kópavogskirkju. Hann segir aftur það skipta máli í þessari umræðu hvort það sé tilefni fyrir fermingarfræðara að útvista sínum tíma í fræðslu til annarra til að fjalla um eitthvað sem ekki tengist trúnni. „Við höfum margt og ýmislegt um góða sjálfsmynd að segja, á grundvelli þess hvernig Kristur mætir fólki í guðspjöllunum til dæmis.“ Kynfræðsla ekki í forgangi Hann segir það ekki í forgangi að fjalla um kynfræðslu í fermingarfræðslu og að ef kynfræðsla væri í fermingarfræðslu ætti hún ekki að fara fram með þeim hætti sem hún fór fram hjá Siggu Dögg. „Það skiptir rosa miklu máli. Hvað, hvernig, hvar, hver er að kenna hvað, hvað er viðkomandi að kenna. Það segir sig sjálft.“ Hann segir umfjöllunarefnið viðkvæmt og það gera það flókið innan kirkjunnar. Innan kirkjunnar sé deigla og deildar meiningar um það sem eigi að kenna, hvernig og hvar fræðslan eigi að fara fram. Akureyri Þjóðkirkjan Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Fermingar Kynlíf Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um það síðustu daga hvort að kynfræðsla eigi heima í fermingarfræðslu eftir að faðir tók barn sitt úr fermingarfræðslu í Glerárkirkju á Akureyri eftir að barnið fékk kynfræðslu frá Siggu Dögg kynfræðingi. „Við eigum fullt í fangi með að láta þau fá og vita grundvallaratriði trúarinnar,“ segir Grétar Halldór sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir börn yfirleitt spennt að koma í fermingarfræðslu og þau séu jákvæð til trúarinnar og Guðs en mörg þeirra kunni ekki Faðirvorið og því sé nóg að gera í fræðslunni við að skoða grundvallaratriði trúarinnar. „Þegar kemur að kynfræðslu. Kynlíf er rosalega stór þáttur af manneskjunni og veruleika manneskjunnar og viðkvæmur þáttur,“ segir Grétar. Hann tekur undir orð Hildar Eirar Bolladóttur, prests við Akureyrarkirkju, sem sagði Siggu Dögg liggja á hjarta að afnema skömm. Að vilji Siggu Daggar væri að unglingar upplifi að það sé eðlilegt að vera kynvera. Grétar segist geta tekið undir þetta. „Um leið og það er satt að skömm getur verið óheilnæm, þá er það líka satt á sama tíma að við viljum ekki vera skammlaust samfélagið,“ segir hann og að skömmin sé gagnleg þegar fólk gerir eitthvað sem er ekki rétt eða gott. Freud hafi til dæmis sagt að skömmin væri uppspretta siðmenningar, til að skynja hvað er rétt og rangt. Sumt eigi að valda skömm „Í samhengi kynlífs þá eru hlutir sem valda skömm, sumir óheilnæmri skömm og það eru hlutir, við verðum að halda því til haga, sem við viljum að valdi skömm. Eins óþægilegt og það er að segja það, og enginn vill heyra það.“ Það snúi til dæmis að því hvað sé gert og hvernig það sé gert. Hann segir það í grunninn snúast um forgangsröðun spurður að því hvort að kynfræðsla eigi heima í fermingarfræðslu. Hann segir presta aðeins fá takmarkaðan tíma með börnunum og honum verði að verja vel til að fræða um trúna og grundvallaratriði hennar. Þá segir hann það vafasamt, ef rétt er, að vera með fullyrðingar um helgar persónur biblíusagnanna, Jesú og svo kynlíf þeirra. „Sem enginn grundvöllur er fyrir. Þar berum við ábyrgð sem leiðum fræðslu í kirkjulegu samhengi,“ segir hann og að enginn grundvöllur sé utan eða innan ritninganna, eða sögulegar heimildir, til að vera með slíkar fullyrðingar. „Það er þess vegna líka eitthvað sem við myndum þurfa að passa.“ Hann segir dæmi um að fjallað hafi verið um annað en trú í fermingarfræðslu, eins og jákvæða sjálfsmynd, en það hafi þó ekki verið gert í Kópavogskirkju. Hann segir aftur það skipta máli í þessari umræðu hvort það sé tilefni fyrir fermingarfræðara að útvista sínum tíma í fræðslu til annarra til að fjalla um eitthvað sem ekki tengist trúnni. „Við höfum margt og ýmislegt um góða sjálfsmynd að segja, á grundvelli þess hvernig Kristur mætir fólki í guðspjöllunum til dæmis.“ Kynfræðsla ekki í forgangi Hann segir það ekki í forgangi að fjalla um kynfræðslu í fermingarfræðslu og að ef kynfræðsla væri í fermingarfræðslu ætti hún ekki að fara fram með þeim hætti sem hún fór fram hjá Siggu Dögg. „Það skiptir rosa miklu máli. Hvað, hvernig, hvar, hver er að kenna hvað, hvað er viðkomandi að kenna. Það segir sig sjálft.“ Hann segir umfjöllunarefnið viðkvæmt og það gera það flókið innan kirkjunnar. Innan kirkjunnar sé deigla og deildar meiningar um það sem eigi að kenna, hvernig og hvar fræðslan eigi að fara fram.
Akureyri Þjóðkirkjan Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Fermingar Kynlíf Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira