Upp­gjörið: Álfta­nes - Njarð­vík 99-93 | Álfta­nes vann Njarð­vík í bikarnum í hörkuleik

Hjörvar Ólafsson skrifar
494034138_10160693703067447_7068409102344374545_n
vísir/Anton

Álftanes lagði Njarðvík að velli, 99-93, þegar liðin mættust í stórleik kvöldsins í 32 liða úrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta karla í Kaldalóns-höllinni í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi til enda og liðin skiptust á að hafa forystuna. Það var svo í þriðja leikhluta sem Álftanes náði góðum kafla og náði 10 stiga forskoti. 

Njarðvíkingar voru hins vegar ekki af baki dottnir og Dwayne Lautier jafnaði metin, 84-84, með þriggja stiga körfu um miðjan fjórða leikhluta. 

Undir lok leiksins setti Dúi Þór Jónsson niður þriggja stiga körfu og kom Álftanesi sex stigum yfir, 97-91, og fór langleiðina með það að að tryggja heimamönnum farseðilinn í 16 liða úrslitin. 

Ade Murkey innsiglaði svo sigur Álftaness af vítalínunni og niðurstaðan 99-93 sigur heimaliðsins. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira