Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 07:03 Graham Potter náði stórkostlegum árangri þegar hann starfaði í Svíþjóð sem þjálfari Östersund. Getty/Kevin Hodgson Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Svíþjóðar í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Jon Dahl Tomasson, sem var rekinn fyrir viku vegna lélegs gengis, og ætlar að koma Svíum á HM næsta sumar. Orðrómur hafði verið uppi um að Potter tæki við Svíum en sænska knattspyrnusambandið staðfesti ráðninguna með tilkynningu nú í morgun. „Í samvinnu við leikmenn vil ég láta draum stuðningsmanna um HM næsta sumar rætast,“ sagði Potter sem í sænska landsliðinu er með til taks stórstjörnur á borð við framherjana Alexander Isak og Viktor Gyökeres. Potter, sem er fimmtugur, var rekinn frá West Ham í síðasta mánuði og hafði áður stýrt Chelsea, Brighton og Swansea. Hann vakti hins vegar fyrst athygli sem þjálfari sænska liðsins Östersund sem hann kom upp úr D-deild og í úrvalsdeild, og þar að auki til bikarmeistaratitils og í Evrópudeildina. Umspil í mars um HM-sæti Undir stjórn Tomasson hefur Svíþjóð aðeins náð í eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM, og meðal annars tapað í tvígang gegn Kósovó. Tveir leikir eru eftir í nóvember en Svíar hafa svo að öllum líkindum varaleið inn í umspilið í mars, fyrir að hafa unnið sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar á síðustu leiktíð, og gildir samningur Potter fram yfir það umspil. Fari svo að Svíar komist svo á HM í gegnum umspilið mun samningur Potters sjálfkrafa framlengjast fram yfir mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. „Ég er mjög auðmjúkur gagnvart verkefninu en líka ótrúlega innblásinn. Svíþjóð á frábæra leikmenn sem standa sig vel í bestu deildum heims í hverri viku. Mitt hlutverk verður að skapa aðstæður svo að við sem lið stöndum okkur vel á hæsta stigi til að koma Svíþjóð á HM næsta sumar,“ er haft eftir Potter í tilkynningu sænska sambandsins. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Orðrómur hafði verið uppi um að Potter tæki við Svíum en sænska knattspyrnusambandið staðfesti ráðninguna með tilkynningu nú í morgun. „Í samvinnu við leikmenn vil ég láta draum stuðningsmanna um HM næsta sumar rætast,“ sagði Potter sem í sænska landsliðinu er með til taks stórstjörnur á borð við framherjana Alexander Isak og Viktor Gyökeres. Potter, sem er fimmtugur, var rekinn frá West Ham í síðasta mánuði og hafði áður stýrt Chelsea, Brighton og Swansea. Hann vakti hins vegar fyrst athygli sem þjálfari sænska liðsins Östersund sem hann kom upp úr D-deild og í úrvalsdeild, og þar að auki til bikarmeistaratitils og í Evrópudeildina. Umspil í mars um HM-sæti Undir stjórn Tomasson hefur Svíþjóð aðeins náð í eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM, og meðal annars tapað í tvígang gegn Kósovó. Tveir leikir eru eftir í nóvember en Svíar hafa svo að öllum líkindum varaleið inn í umspilið í mars, fyrir að hafa unnið sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar á síðustu leiktíð, og gildir samningur Potter fram yfir það umspil. Fari svo að Svíar komist svo á HM í gegnum umspilið mun samningur Potters sjálfkrafa framlengjast fram yfir mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. „Ég er mjög auðmjúkur gagnvart verkefninu en líka ótrúlega innblásinn. Svíþjóð á frábæra leikmenn sem standa sig vel í bestu deildum heims í hverri viku. Mitt hlutverk verður að skapa aðstæður svo að við sem lið stöndum okkur vel á hæsta stigi til að koma Svíþjóð á HM næsta sumar,“ er haft eftir Potter í tilkynningu sænska sambandsins.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira