Veður

Kólnar í veðri næstu daga

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Austurvöllur í Reykjavík. Búast má við kólnandi veðri næstu daga.
Austurvöllur í Reykjavík. Búast má við kólnandi veðri næstu daga. Vísir/Einar

Búast má við kólnandi veðri næstu daga en í dag verður skýjað og lítilsháttar skúrir eða él. Hiti 1 til 7 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að hæð yfir Grænlandi beini til okkar norðlægri átt með fremur köldu veðri næstu daga.

Í dag má búast við lítilsháttar skúrum eða éljum í flestum landshlutum. Vindurinn verður yfirleitt á bilinu 5-10 m/s og ætti því ekki að verða til trafala.

Á morgun, mánudag er spáð norðaustan strekkingi norðvestantil á landinu, en hægari vindi annars staðar. Rigning eða slydda suðvestanlands og snjókoma á heiðum, en dálítil él á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðan og norðaustan 8-15 m/s og él, en léttir til sunnan- og suðvestanlands. Hiti kringum frostmark, en vægt frost í innsveitum.

Á miðvikudag:

Norðan 10-18, hvassast suðaustantil. Slydda eða snjókoma austanlands, annars él en þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:

Minnkandi norðanátt, styttir upp fyrir norðan og austan og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 5 stig yfir daginn.

Á föstudag:

Norðlæg eða breytileg átt og sums staðar dálítil él. Áfram kalt í veðri.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur):

Breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×