Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 22:31 Leandro Bacuna, Shannon Carmelia og Juninho Bacuna eru leikmenn Curacao og fagna hér góðum úrslitum í undankeppni HM. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Ísland er enn fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Grænhöfðaeyjar tryggðu sér HM-sætið í vikunni en þær eru fjölmennari en Ísland. Það er önnur eyjaþjóð sem ógnar hins vegar íslenska heimsmetinu. Hér erum við að tala um landslið Curacao. Landslið eyjunnar á enn möguleika en liðið er í harðri baráttu við Jamaíku í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku. Curacao vann 2-0 sigur á Jamaíku í síðasta glugga en gerði svo jafntefli við Trínidad. Eins og staðan er núna þá er Jamaíka með einu stigi meira en Curacao. Liðin eiga síðan eftir að mætast í úrslitaleik á Jamaíku. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi fyrir næstum því átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Liðið var komið upp í efsta sætið eftir sigurinn á Jamaíku en Jamaíkumenn náðu því aftur þegar Curacao náði aðeins í eitt stig á móti Trínidad. Það vekur þó vissulega athygli að þótt leikmennirnir spili fyrir landslið Curacao þá er enginn leikmaður í síðasta 24 manna landsliðshópi Curacao fæddur á eyjunni. Allir leikmennirnir fæddust í Hollandi og langflestir eru að spila með evrópskum félagsliðum. Curacao var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstjórn árið 2010 innan Konungsríkisins Hollands þegar stjórnsýslueiningin Hollensku Antillaeyjar var leyst upp. View this post on Instagram A post shared by The Sweeper Podcast | Lee Wingate & Paul Watson (@sweeperpod) HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Hér erum við að tala um landslið Curacao. Landslið eyjunnar á enn möguleika en liðið er í harðri baráttu við Jamaíku í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku. Curacao vann 2-0 sigur á Jamaíku í síðasta glugga en gerði svo jafntefli við Trínidad. Eins og staðan er núna þá er Jamaíka með einu stigi meira en Curacao. Liðin eiga síðan eftir að mætast í úrslitaleik á Jamaíku. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi fyrir næstum því átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Liðið var komið upp í efsta sætið eftir sigurinn á Jamaíku en Jamaíkumenn náðu því aftur þegar Curacao náði aðeins í eitt stig á móti Trínidad. Það vekur þó vissulega athygli að þótt leikmennirnir spili fyrir landslið Curacao þá er enginn leikmaður í síðasta 24 manna landsliðshópi Curacao fæddur á eyjunni. Allir leikmennirnir fæddust í Hollandi og langflestir eru að spila með evrópskum félagsliðum. Curacao var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstjórn árið 2010 innan Konungsríkisins Hollands þegar stjórnsýslueiningin Hollensku Antillaeyjar var leyst upp. View this post on Instagram A post shared by The Sweeper Podcast | Lee Wingate & Paul Watson (@sweeperpod)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira