Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2025 22:22 Ístak tók að sér að byggja nýja skólann í alverktöku. Hann stendur við aðalgötuna í hjarta Nuuk. Egill Aðalsteinsson Verktakafyrirtækið Ístak og bæjaryfirvöld í Nuuk tilkynntu í dag að þau hefðu höggvið á hnút sem hindrað hefur opnun stærsta skóla Grænlands. Byggingarverkefnið er með þeim stærstu sem Íslendingar hafa annast erlendis en hefur verið stopp vegna ágreinings um brunavarnir. Sjá mátti skólann í kvöldfréttum Sýnar en hann er í miðbæ Nuuk. Hann er samtals um átján þúsund fermetrar að stærð, í sjö samtengdum byggingum, og er honum ætlað að verða krúnudjásnið í grænlenska skólakerfinu. Karl Andreassen, forstjóri Ístaks.Ívar Fannar Arnarsson „Það er náttúrlega rosalega erfitt að horfa á svona byggingu standa auða, sérstaklega þegar þörf er á henni. Þessvegna hefur þetta bara verið mjög erfitt - og erfitt bara fyrir samfélagið allt á Grænlandi að horfa upp á tóma byggingu þarna fyrir tólfhundruð börn,“ segir Karl Andreassen, forstjóri Ístaks. Það var í desember 2019 sem Ístak undirritaði samninga um smíði skólans en þetta var með stærstu verkefnum sem íslenskt verktakafyrirtæki hafði tekið að sér erlendis. Ístak samdi um verkið í alútboði fyrir 615 milljónir danskra króna, tæplega tólf milljarða íslenskra króna, og sá Verkís um verkfræðihönnun. Á skólalóðinni í Nuuk 18. desember 2019, daginn sem samningar voru undirritaðir. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri sveitarfélagsins Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, og Hermann Sigurðsson yfirverkfræðingur Ístaks.Sermersooq Skólinn átti að verða tilbúinn árið 2023 en skömmu eftir undirritun skall á covid-heimsfaraldur, sem leiddi til þess að samningurinn framlengdist um eitt ár. Skólinn var fullbúinn í fyrra en seint í ferlinu kom upp ágreiningur milli Ístaks og bæjaryfirvalda í Nuuk um hvernig brunavörnum skólans yrði háttað. Í dag tilkynntu málsaðilar að samkomulag hefði náðst. Rými verður fyrir 1.200 nemendur í grunnskólanum. Utan skólatíma nýtast húsakynnin sem menningarmiðstöð bæjarbúa.Ístak „Við fögnum þessu bara gríðarlega,“ segir forstjóri Ístaks. „Og það verði þarna fullt af hressum og skemmtilegum krökkum á næsta ári.“ Í fréttatilkynningu Nuukbæjar í dag segir að þetta hafi verið flókið og krefjandi ferli fyrir alla aðila. Niðurstaðan sé að setja upp vatnsúðunarkerfi. Ístak tók að sér byggingu skólans í alverktöku. Verkís annaðist verkfræðihönnun. Karl segir Ístak hafa unnið ötullega með verkkaupa að lausn málsins ásamt Verkís, hönnuði skólans. „Nú á að setja sem sagt sprinkler í allan skólann, sem við gerum fyrir verkkaupa, og skólinn mun þá opna fyrst næsta skólaár.“ Skólinn verður sá stærsti á Grænlandi og er ætlaður fyrir 1.200 grunnskólanemendur og 120 leikskólabörn. Hann mun einnig nýtast bæjarbúum sem félags- og frístundamiðstöð utan skólatíma. Skólinn er ætlaður 1.200 grunnskólabörnum og 120 leikskólabörnum.Egill Aðalsteinsson „Þetta tefur allt í allt skólann um tvö skólaár. En að lokum verður skólinn tekinn í notkun. Þetta er einn sá fullkomnasti og flottasti skóli allavega á Grænlandi. Og ég myndi nú segja líka: Þótt víðar væri leitað,” segir Karl Andreassen í frétt sem sjá má hér: Hér má sjá byggingarlóðina við upphaf framkvæmda vorið 2020 en um leið rifja upp dæmi um þær áskoranir sem fyrirtæki glímdu við í covid-heimsfaraldrinum: Grænland Byggingariðnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Sjá mátti skólann í kvöldfréttum Sýnar en hann er í miðbæ Nuuk. Hann er samtals um átján þúsund fermetrar að stærð, í sjö samtengdum byggingum, og er honum ætlað að verða krúnudjásnið í grænlenska skólakerfinu. Karl Andreassen, forstjóri Ístaks.Ívar Fannar Arnarsson „Það er náttúrlega rosalega erfitt að horfa á svona byggingu standa auða, sérstaklega þegar þörf er á henni. Þessvegna hefur þetta bara verið mjög erfitt - og erfitt bara fyrir samfélagið allt á Grænlandi að horfa upp á tóma byggingu þarna fyrir tólfhundruð börn,“ segir Karl Andreassen, forstjóri Ístaks. Það var í desember 2019 sem Ístak undirritaði samninga um smíði skólans en þetta var með stærstu verkefnum sem íslenskt verktakafyrirtæki hafði tekið að sér erlendis. Ístak samdi um verkið í alútboði fyrir 615 milljónir danskra króna, tæplega tólf milljarða íslenskra króna, og sá Verkís um verkfræðihönnun. Á skólalóðinni í Nuuk 18. desember 2019, daginn sem samningar voru undirritaðir. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri sveitarfélagsins Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, og Hermann Sigurðsson yfirverkfræðingur Ístaks.Sermersooq Skólinn átti að verða tilbúinn árið 2023 en skömmu eftir undirritun skall á covid-heimsfaraldur, sem leiddi til þess að samningurinn framlengdist um eitt ár. Skólinn var fullbúinn í fyrra en seint í ferlinu kom upp ágreiningur milli Ístaks og bæjaryfirvalda í Nuuk um hvernig brunavörnum skólans yrði háttað. Í dag tilkynntu málsaðilar að samkomulag hefði náðst. Rými verður fyrir 1.200 nemendur í grunnskólanum. Utan skólatíma nýtast húsakynnin sem menningarmiðstöð bæjarbúa.Ístak „Við fögnum þessu bara gríðarlega,“ segir forstjóri Ístaks. „Og það verði þarna fullt af hressum og skemmtilegum krökkum á næsta ári.“ Í fréttatilkynningu Nuukbæjar í dag segir að þetta hafi verið flókið og krefjandi ferli fyrir alla aðila. Niðurstaðan sé að setja upp vatnsúðunarkerfi. Ístak tók að sér byggingu skólans í alverktöku. Verkís annaðist verkfræðihönnun. Karl segir Ístak hafa unnið ötullega með verkkaupa að lausn málsins ásamt Verkís, hönnuði skólans. „Nú á að setja sem sagt sprinkler í allan skólann, sem við gerum fyrir verkkaupa, og skólinn mun þá opna fyrst næsta skólaár.“ Skólinn verður sá stærsti á Grænlandi og er ætlaður fyrir 1.200 grunnskólanemendur og 120 leikskólabörn. Hann mun einnig nýtast bæjarbúum sem félags- og frístundamiðstöð utan skólatíma. Skólinn er ætlaður 1.200 grunnskólabörnum og 120 leikskólabörnum.Egill Aðalsteinsson „Þetta tefur allt í allt skólann um tvö skólaár. En að lokum verður skólinn tekinn í notkun. Þetta er einn sá fullkomnasti og flottasti skóli allavega á Grænlandi. Og ég myndi nú segja líka: Þótt víðar væri leitað,” segir Karl Andreassen í frétt sem sjá má hér: Hér má sjá byggingarlóðina við upphaf framkvæmda vorið 2020 en um leið rifja upp dæmi um þær áskoranir sem fyrirtæki glímdu við í covid-heimsfaraldrinum:
Grænland Byggingariðnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05
Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00