Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Hjörvar Ólafsson skrifar 16. október 2025 20:54 vísir/Anton KR bar sigurorð af Þór Þorlákshöfn þegar liðin leiddu sama fáka sína í þriðju umferð Bónus-deildar karla á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 95-75 KR-ingnum í vil sem fara vel af stað í deildinni á þessari leiktíð. Liðin hafa farið misvel af stað í deildinni á nýhöfnu keppnistímabili en KR hafði lagt Stjörnuna og Ármann að velli í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en leiktíðin hófst á töpum á móti Álftanesi og ÍA hjá Þór Þorlákshöfn. Sama sagan er eftir þennan leik og er KR með fullt hús stiga á toppnum og Þór Þorlákshöfn áfram án sigurs á botninum. Leikurinn var í járnum í fyrsta leikhluta en það tók leikmenn beggja liða nokkurn tíma að finna fjölina sína. Að loknum fyrsta fjórðungi var staðan jöfn, 19-19, og bæði lið áttu nokkuð inni. Linards Jaunzems var stigahæstur á vellinum með 27 stig. Vísir/Hulda Margrét Gestirnir hófu annan leikhluta betur og voru með frumkvæðið framan af leikhlutanum. Um miðbik leikhlutans tóku KR-ingar hins vegar á sig rögg og góður lokakafli hjá heimamönnum skilaði því að liðið fór með 44-39 forskot inn í búningsklefann í hálfleik. KR-ingar héldu áfram að hamra heitt járnið í upphafi þriðja leikhluta og 13 stig í röð þar hjá heimaliðinu kom því 15 stigum yfir, 57-42. Þegar þriðja leikhluta lauk var KR enn með þá forystu en staðan var 71-56 þegar farið var inn í fjórða og síðasta leikhluta. Leikmenn KR hleyptu gestunum frá Þorlákshöfn ekki inn í leikinn í fjórða leikhluta og slógu ekkert af slagkrafti sínum. Þegar upp var staðið munaði 20 stigum á liðunum og KR-ingar enn sem komið taplausir í deildinni. Jakob Sigurðarson, þjálfari KR. Vísir/Bára Jakob Sigurðarson: Náðum að fjölga stoppum í seinni hálfleik „Bæði lið fóru rólega af stað í þessum leik fannst mér. Við náðum að hrista af okkur slenið á undan sem betur fer og leggja grunninn að góðum sigri. Við fengum fleiri stopp í seinni hálfleik og þá lagaðist sóknarleikurinn í kjölfarið,“ sagði Jakob Sigurðarson þjálfari KR að leik loknum. „Mér finnst liðið vera að slípast vel saman og það eru hlutir sem við erum að vinna í á æfingum sem skila sér inn í leikina. Kenneth var að komast vel að körfunni í þessum leik og ég var ánægður með. Liðið er svo að spila vel og ég er ánægður með stöðuna á liðinu,“ sagði Jakob enn fremur. „Það er mikilvægt að hala inn stigum á meðan liðin eru að stilla saman strengi sína. Við vorum að missa jafna leiki í töp á síðasta tímabili og við erum ekki að gera það enn sem komið er á þessari leiktíð. Það er ánægjulegt,“ sagði hann. „Við fengum góð framlög af varamannabekknum í þessum leik sem gleður mig. Við þurfum hins vegar að hafa báða fætur á jörðinni og halda áfram að bæta leik liðsins. Það er enn þá fjölmargt sem við getum gert mun betur,“ sagði Jakob sáttur. Lárus Jónsson: Ekkert taktískt að, vantar bara upp á trú „Framan af vorum við í fínum málum og vorum að gera hlutina vel. Við lentum svo í villuvandræðum í seinni hálfleik og við það fannst mér mínir menn missa móðinn. Því miður náðum við ekki að koma til baka eftir að hafa grafið okkur holu í þriðja leikhluta,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar. „Það er kannski týpískt fyrir lið sem hefur ekki byrjað vel að missa trúna og skorta sjálfstraust. Við náum ekki að bregðast almennilega við því mótlæti sem við lendum í því fór sem fór. Við þurfum bara að finna baráttuandann og þétta raðirnar fyrir næstu leiki,“ sagði Lárus þar að auki. „Mér finnst leikmannahópurinn nógu góður til þess að ná í stig og ekkert taktíst vera að hjá liðinu. Mér finnst þetta frekar vera spurning um að leikmennirnir hafi trú á því sem þeir eru að gera,“ sagði hann. „Nú þarf bara að snúa bökum saman og snúa þessu við. Það er ekkert annað í stöðunni. Ég var ánægður með framlag, baráttuna og orkuna í ungu strákunum sem komu inn af varamannabekknum og við getum byggt á því í næstu verkefnum okkar,“ sagði Lárus Linards Jaunzems. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar Vísir/Jón Gautur Hannesson Atvik leiksins Stjörnur og skúrkar Linards Jaunzems fór fyrir KR-liðinu í leiknum í kvöld en hann skoraði 27 stig og reif niður sjö fráköst. Kenneth Jamar Doucet Jr. skilaði svo 22 stigum á stigatöfluna. Þórir lagði svo töluvert í púkkinn með sínum 17 stigum, níu fráköstum og sex stoðsendingum. Hjá Þór Þorlákshöfn voru Rafail Lanaras og Lazar Lugic hins vegar fremstir á meðal jafningja. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Aron Rúnarsson, dæmdu þennan leik af stakri prýði og fá átta í einkunn fyrir vel unnin störf sín. Stemming og umgjörð Það var þétt setið að Meistaravöllum í kvöld og stemmingin bara með fínasta móti. Margt var um manninn og gestir kvöldsins skemmtu sér vel yfir leiknum. Þá sérstaklega Vesturbæingar sem geta glaðst yfir góðri byrjun liðsins í vetur. Bónus-deild karla KR Þór Þorlákshöfn
KR bar sigurorð af Þór Þorlákshöfn þegar liðin leiddu sama fáka sína í þriðju umferð Bónus-deildar karla á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 95-75 KR-ingnum í vil sem fara vel af stað í deildinni á þessari leiktíð. Liðin hafa farið misvel af stað í deildinni á nýhöfnu keppnistímabili en KR hafði lagt Stjörnuna og Ármann að velli í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en leiktíðin hófst á töpum á móti Álftanesi og ÍA hjá Þór Þorlákshöfn. Sama sagan er eftir þennan leik og er KR með fullt hús stiga á toppnum og Þór Þorlákshöfn áfram án sigurs á botninum. Leikurinn var í járnum í fyrsta leikhluta en það tók leikmenn beggja liða nokkurn tíma að finna fjölina sína. Að loknum fyrsta fjórðungi var staðan jöfn, 19-19, og bæði lið áttu nokkuð inni. Linards Jaunzems var stigahæstur á vellinum með 27 stig. Vísir/Hulda Margrét Gestirnir hófu annan leikhluta betur og voru með frumkvæðið framan af leikhlutanum. Um miðbik leikhlutans tóku KR-ingar hins vegar á sig rögg og góður lokakafli hjá heimamönnum skilaði því að liðið fór með 44-39 forskot inn í búningsklefann í hálfleik. KR-ingar héldu áfram að hamra heitt járnið í upphafi þriðja leikhluta og 13 stig í röð þar hjá heimaliðinu kom því 15 stigum yfir, 57-42. Þegar þriðja leikhluta lauk var KR enn með þá forystu en staðan var 71-56 þegar farið var inn í fjórða og síðasta leikhluta. Leikmenn KR hleyptu gestunum frá Þorlákshöfn ekki inn í leikinn í fjórða leikhluta og slógu ekkert af slagkrafti sínum. Þegar upp var staðið munaði 20 stigum á liðunum og KR-ingar enn sem komið taplausir í deildinni. Jakob Sigurðarson, þjálfari KR. Vísir/Bára Jakob Sigurðarson: Náðum að fjölga stoppum í seinni hálfleik „Bæði lið fóru rólega af stað í þessum leik fannst mér. Við náðum að hrista af okkur slenið á undan sem betur fer og leggja grunninn að góðum sigri. Við fengum fleiri stopp í seinni hálfleik og þá lagaðist sóknarleikurinn í kjölfarið,“ sagði Jakob Sigurðarson þjálfari KR að leik loknum. „Mér finnst liðið vera að slípast vel saman og það eru hlutir sem við erum að vinna í á æfingum sem skila sér inn í leikina. Kenneth var að komast vel að körfunni í þessum leik og ég var ánægður með. Liðið er svo að spila vel og ég er ánægður með stöðuna á liðinu,“ sagði Jakob enn fremur. „Það er mikilvægt að hala inn stigum á meðan liðin eru að stilla saman strengi sína. Við vorum að missa jafna leiki í töp á síðasta tímabili og við erum ekki að gera það enn sem komið er á þessari leiktíð. Það er ánægjulegt,“ sagði hann. „Við fengum góð framlög af varamannabekknum í þessum leik sem gleður mig. Við þurfum hins vegar að hafa báða fætur á jörðinni og halda áfram að bæta leik liðsins. Það er enn þá fjölmargt sem við getum gert mun betur,“ sagði Jakob sáttur. Lárus Jónsson: Ekkert taktískt að, vantar bara upp á trú „Framan af vorum við í fínum málum og vorum að gera hlutina vel. Við lentum svo í villuvandræðum í seinni hálfleik og við það fannst mér mínir menn missa móðinn. Því miður náðum við ekki að koma til baka eftir að hafa grafið okkur holu í þriðja leikhluta,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar. „Það er kannski týpískt fyrir lið sem hefur ekki byrjað vel að missa trúna og skorta sjálfstraust. Við náum ekki að bregðast almennilega við því mótlæti sem við lendum í því fór sem fór. Við þurfum bara að finna baráttuandann og þétta raðirnar fyrir næstu leiki,“ sagði Lárus þar að auki. „Mér finnst leikmannahópurinn nógu góður til þess að ná í stig og ekkert taktíst vera að hjá liðinu. Mér finnst þetta frekar vera spurning um að leikmennirnir hafi trú á því sem þeir eru að gera,“ sagði hann. „Nú þarf bara að snúa bökum saman og snúa þessu við. Það er ekkert annað í stöðunni. Ég var ánægður með framlag, baráttuna og orkuna í ungu strákunum sem komu inn af varamannabekknum og við getum byggt á því í næstu verkefnum okkar,“ sagði Lárus Linards Jaunzems. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar Vísir/Jón Gautur Hannesson Atvik leiksins Stjörnur og skúrkar Linards Jaunzems fór fyrir KR-liðinu í leiknum í kvöld en hann skoraði 27 stig og reif niður sjö fráköst. Kenneth Jamar Doucet Jr. skilaði svo 22 stigum á stigatöfluna. Þórir lagði svo töluvert í púkkinn með sínum 17 stigum, níu fráköstum og sex stoðsendingum. Hjá Þór Þorlákshöfn voru Rafail Lanaras og Lazar Lugic hins vegar fremstir á meðal jafningja. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Aron Rúnarsson, dæmdu þennan leik af stakri prýði og fá átta í einkunn fyrir vel unnin störf sín. Stemming og umgjörð Það var þétt setið að Meistaravöllum í kvöld og stemmingin bara með fínasta móti. Margt var um manninn og gestir kvöldsins skemmtu sér vel yfir leiknum. Þá sérstaklega Vesturbæingar sem geta glaðst yfir góðri byrjun liðsins í vetur.