Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2025 14:10 Halla Tómasdóttir forseti Íslands fundaði með Xi Jinping forseta Kína í heimsókn sinni til landsins í vikunni. Fréttastofa Xinhua Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur undanfarna daga heimsótt Kína, þar sem hún dvaldi meðal annars í þrjá daga í Peking. Á þriðjudag fundaði hún með Xi Jinping forseta landsins í þrjátíu mínútur og á mánudag snæddi hún með honum hádegisverð, þar sem kollegarnir ræddu saman í eina og hálfa klukkustund. Boðið á óformlegum nótum Fjallað var um heimsókn Höllu og rætt við hana í Morgunblaðinu í gærmorgun. Í viðtalinu greinir Halla frá því að þau Xi hefðu rætt Íslandsheimsóknir þeirra hjóna árin 1979 og 1980 og heimsókn dóttur þeirra til landsins. Halla segist í kjölfarið hafa sagt við Xi að vildu þau heimsækja Ísland aftur yrði tekið vel á móti þeim. „Það er í raun ekkert óvenjulegt að forseti bjóði forseta. Miðað við það sem kom fram í þessari grein í Morgunblaðinu hljómar eins og þetta hafi verið á óformlegum nótum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur. Heimsæki Xi Evrópu eigi hann allt eins erindi hingað eins og annað. Þyggi hann boðið yrði heimsóknin stór í sögulegu samhengi. „Þá verður þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Kína heimsækir landið síðan 2002 þegar Jiang Zemin kom hingað. Þannig að það myndi vissulega marka ákveðin tímamót. Ég held að það yrði til marks um aukið samstarf og þátttöku Íslands, þó við séum smáþjóð þá munum við hafa meiri aðkomu í framtíðinni að löndum eins og Kína,“ segir Helgi. Ekki endilega Tróju-hestur Kínverjar hafa á undanförnum árum reynt að komast til meiri áhrifa á Norðurslóðum og fjárfestingar þeirra hérlendis verið harðlega gagnrýndar af mörgum. Helgi segir heimsókn Kínaforseta þrátt fyrir það ekki endilega pólitíska. „Það fer eftir samhenginu.Ef hún er bara að bjóða forsetanum í svona velvildarheimsókn þá er það ekkert frávik frá hlutverki forseta. Á komandi árum erum við að fara að sjá meiri pólitískar deilur á Norðurslóðum, ekki bara þegar kemur að Kína heldur líka með Rússland og Indverja,“ segir Helgi. „Allt sem Kína gerir er ekki endilega Tróju-hestur. Oftar en ekki sjá þeir líka fyrir sér að þeir græði meira á því að vera í góðu samstarfi við þær þjóðir sem eru með eitthvað, sem þeir vilja, heldur en að grafa undan trúverðugleika sínum með því að vera með einhver hliðaráhorf sem gætu haft neikvæð áhrif á samskiptin síðar meir.“ Kína Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur undanfarna daga heimsótt Kína, þar sem hún dvaldi meðal annars í þrjá daga í Peking. Á þriðjudag fundaði hún með Xi Jinping forseta landsins í þrjátíu mínútur og á mánudag snæddi hún með honum hádegisverð, þar sem kollegarnir ræddu saman í eina og hálfa klukkustund. Boðið á óformlegum nótum Fjallað var um heimsókn Höllu og rætt við hana í Morgunblaðinu í gærmorgun. Í viðtalinu greinir Halla frá því að þau Xi hefðu rætt Íslandsheimsóknir þeirra hjóna árin 1979 og 1980 og heimsókn dóttur þeirra til landsins. Halla segist í kjölfarið hafa sagt við Xi að vildu þau heimsækja Ísland aftur yrði tekið vel á móti þeim. „Það er í raun ekkert óvenjulegt að forseti bjóði forseta. Miðað við það sem kom fram í þessari grein í Morgunblaðinu hljómar eins og þetta hafi verið á óformlegum nótum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur. Heimsæki Xi Evrópu eigi hann allt eins erindi hingað eins og annað. Þyggi hann boðið yrði heimsóknin stór í sögulegu samhengi. „Þá verður þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Kína heimsækir landið síðan 2002 þegar Jiang Zemin kom hingað. Þannig að það myndi vissulega marka ákveðin tímamót. Ég held að það yrði til marks um aukið samstarf og þátttöku Íslands, þó við séum smáþjóð þá munum við hafa meiri aðkomu í framtíðinni að löndum eins og Kína,“ segir Helgi. Ekki endilega Tróju-hestur Kínverjar hafa á undanförnum árum reynt að komast til meiri áhrifa á Norðurslóðum og fjárfestingar þeirra hérlendis verið harðlega gagnrýndar af mörgum. Helgi segir heimsókn Kínaforseta þrátt fyrir það ekki endilega pólitíska. „Það fer eftir samhenginu.Ef hún er bara að bjóða forsetanum í svona velvildarheimsókn þá er það ekkert frávik frá hlutverki forseta. Á komandi árum erum við að fara að sjá meiri pólitískar deilur á Norðurslóðum, ekki bara þegar kemur að Kína heldur líka með Rússland og Indverja,“ segir Helgi. „Allt sem Kína gerir er ekki endilega Tróju-hestur. Oftar en ekki sjá þeir líka fyrir sér að þeir græði meira á því að vera í góðu samstarfi við þær þjóðir sem eru með eitthvað, sem þeir vilja, heldur en að grafa undan trúverðugleika sínum með því að vera með einhver hliðaráhorf sem gætu haft neikvæð áhrif á samskiptin síðar meir.“
Kína Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira