Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 15. október 2025 10:32 „Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959. Hugtakið „þorskastríð“ kemur fyrst fram í íslensku dagblaði, Tímanum, 26. ágúst árið 1959 ef marka má vefinn timarit.is. Það var endursögn á forystugrein sem birst hafði í danska blaðinu Ekstrabladet degi fyrr. Þar var því lýst að „… eftir nokkra daga verður svo komið, að ein af minnstu þjóðum heims, sem jafnframt er náskyld oss, hefur í heilt ár lifað við aðstæður sem nálgast styrjaldarástand. Þessu veldur eitt af fremstu stórveldum heims.“ Þessi átök sem svo voru kölluð áttu rætur sínar í kröfu Íslendinga um 12 mílna „fiskveiðitakmörk“. Bretar sættu sig ekki við það og breskir togarar veiddu hér við land undir vernd breska flotans. Þetta þótti höfundi forystugreinar Ekstrablaðsins lítilmannleg framkoma af hendi Breta. „Bæði skynsemi og siðferði er Íslands megin í þessu máli,“ segir blaðið og bendir á að stuðningur Dana og Norðmanna við Íslendinga sé lítill sem enginn. Þótt orðið þorskastríð finnist fyrst í íslenskum fjölmiðlum árið 1959 má lesa um núning milli Íslendinga og Breta mun fyrr. Í Morgunblaðinu frá árinu 1958 bendir til dæmis Þórarinn Björnsson, skipherra á Ægi, á að Íslendingar hafi aldrei tapað stríði þótt Bretum hafi ekki verið það ljóst. Ekki virðist hafa verið mikill þungi í hernaðaraðgerðum í fyrstu. Þorbjörn Aðalbjörnsson, háseti á Óðni var spurður að því í sama Morgunblaði hvort skipverjar á Óðni hefðu, „ … átt í fisk- og kartöflukasti við þá bresku,“. Hann þvertók ekki fyrir það og sagði að eitt sigið ýsuband hefði verið látið fljúga til þeirra bresku. Kartöflum væri þó ekki hent frá borði. Þær væru allt of dýrar til að kasta í breska veiðiþjófa! Þetta var þó aðeins upphafið að ágreiningi Íslendinga og aðallega Breta um lögsögu Íslands og fleira en fisksporðar og kannski stöku kartafla gekk á milli áður en yfir lauk um miðjan áttunda áratuginn. Ábending Þórarins skipherra stóðst tímans tönn, Íslendingar unnu þetta þorskastríð og tvö til viðbótar. Fyrst var landhelgin færð í tólf mílur, svo fimmtíu og að lokum í tvö hundruð mílur. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og fyrrverandi forseti, telur að þrír þættir hafi einkum leitt til þess að Ísland hafði betur í þessari baráttu. Fyrst ber að nefna að íslenskir ráðamenn gátu bent á að ef Bretar beittu sér af miklum þunga gegn Íslendingum gæti komið til þess að Íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu og rækju bandaríska herinn úr landi. Þá var alþjóðleg þróun Íslendingum í hag og margir höfðu samúð með smáþjóð í baráttu við gamla heimsveldið. Þá var að lokum öllum ljóst að togveiðar undir vernd herskipa myndu aldrei ganga til lengdar. Þótt oft hafi slegið heiftarlega í brýnu milli Íslendinga og Breta á miðunum hlaust þó ekki mannsbani af í sjálfum átökunum. Eina dauðsfallið sem varð, og tengist þorskastríðunum, varð í lok ágúst 1973 þegar vélstjóri á varðskipinu Ægi fékk raflost við viðgerð eftir að breska freigátan Appollo sigldi á skipið. Þess er minnst í dag, 15. október, að hálf öld er liðin frá því að efnahagslögsagan var stækkuð í 200 mílur. Það er vert að minnast atburða sem haft hafa mikil áhrif gang sögunnar. Þorskastríð Íslendinga voru öðrum þræði sjálfstæðisbarátta ungrar þjóðar á leið til bjargálna. Sjávarútvegur var langöflugasta hryggjarstykkið í íslensku efnahagslífi alla 20. öldina. Yfirráð yfir miðunum við Ísland skiptu þar afar miklu máli. Hart hafði verið sótt að íslenskum fiskistofnum um langa hríð og sumarið 1975 birti Hafrannsóknastofnun skýrslu um ástand nytjastofna. Skýrslan fékk hið fræga nafn; svarta skýrslan og er enn þekkt undir því heiti. Í henni var varað við alvarlegum afleiðingum ofveiði undangenginna ára og að minnka þyrfti þorskveiðar um helming. Mönnum var ljóst á þeim tíma að eina leiðin væri að útlendir togarar hyrfu með öllu af Íslandsmiðum. Það gekk eftir. Þessi saga má ekki gleymast því hún sýnir svo ágætlega að hagur þjóðar er fyrst og síðast í hennar eigin höndum. Því það er fátítt að stórþjóðir, í samskiptum við hinar smærri, sýni meiri rausn en þeim er þröngvað til. Einkum þegar efnahagslegir hagsmunir eiga í hlut. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess hvaða sigra lítil þjóð vinnur og til hvers baráttan var háð. Það þurfti að vernda hagsmuni Íslands þá og þess þarf enn. Þeir sem andvígir eru þeirri skoðun ættu að íhuga hvað hefði gerst ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959. Hugtakið „þorskastríð“ kemur fyrst fram í íslensku dagblaði, Tímanum, 26. ágúst árið 1959 ef marka má vefinn timarit.is. Það var endursögn á forystugrein sem birst hafði í danska blaðinu Ekstrabladet degi fyrr. Þar var því lýst að „… eftir nokkra daga verður svo komið, að ein af minnstu þjóðum heims, sem jafnframt er náskyld oss, hefur í heilt ár lifað við aðstæður sem nálgast styrjaldarástand. Þessu veldur eitt af fremstu stórveldum heims.“ Þessi átök sem svo voru kölluð áttu rætur sínar í kröfu Íslendinga um 12 mílna „fiskveiðitakmörk“. Bretar sættu sig ekki við það og breskir togarar veiddu hér við land undir vernd breska flotans. Þetta þótti höfundi forystugreinar Ekstrablaðsins lítilmannleg framkoma af hendi Breta. „Bæði skynsemi og siðferði er Íslands megin í þessu máli,“ segir blaðið og bendir á að stuðningur Dana og Norðmanna við Íslendinga sé lítill sem enginn. Þótt orðið þorskastríð finnist fyrst í íslenskum fjölmiðlum árið 1959 má lesa um núning milli Íslendinga og Breta mun fyrr. Í Morgunblaðinu frá árinu 1958 bendir til dæmis Þórarinn Björnsson, skipherra á Ægi, á að Íslendingar hafi aldrei tapað stríði þótt Bretum hafi ekki verið það ljóst. Ekki virðist hafa verið mikill þungi í hernaðaraðgerðum í fyrstu. Þorbjörn Aðalbjörnsson, háseti á Óðni var spurður að því í sama Morgunblaði hvort skipverjar á Óðni hefðu, „ … átt í fisk- og kartöflukasti við þá bresku,“. Hann þvertók ekki fyrir það og sagði að eitt sigið ýsuband hefði verið látið fljúga til þeirra bresku. Kartöflum væri þó ekki hent frá borði. Þær væru allt of dýrar til að kasta í breska veiðiþjófa! Þetta var þó aðeins upphafið að ágreiningi Íslendinga og aðallega Breta um lögsögu Íslands og fleira en fisksporðar og kannski stöku kartafla gekk á milli áður en yfir lauk um miðjan áttunda áratuginn. Ábending Þórarins skipherra stóðst tímans tönn, Íslendingar unnu þetta þorskastríð og tvö til viðbótar. Fyrst var landhelgin færð í tólf mílur, svo fimmtíu og að lokum í tvö hundruð mílur. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og fyrrverandi forseti, telur að þrír þættir hafi einkum leitt til þess að Ísland hafði betur í þessari baráttu. Fyrst ber að nefna að íslenskir ráðamenn gátu bent á að ef Bretar beittu sér af miklum þunga gegn Íslendingum gæti komið til þess að Íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu og rækju bandaríska herinn úr landi. Þá var alþjóðleg þróun Íslendingum í hag og margir höfðu samúð með smáþjóð í baráttu við gamla heimsveldið. Þá var að lokum öllum ljóst að togveiðar undir vernd herskipa myndu aldrei ganga til lengdar. Þótt oft hafi slegið heiftarlega í brýnu milli Íslendinga og Breta á miðunum hlaust þó ekki mannsbani af í sjálfum átökunum. Eina dauðsfallið sem varð, og tengist þorskastríðunum, varð í lok ágúst 1973 þegar vélstjóri á varðskipinu Ægi fékk raflost við viðgerð eftir að breska freigátan Appollo sigldi á skipið. Þess er minnst í dag, 15. október, að hálf öld er liðin frá því að efnahagslögsagan var stækkuð í 200 mílur. Það er vert að minnast atburða sem haft hafa mikil áhrif gang sögunnar. Þorskastríð Íslendinga voru öðrum þræði sjálfstæðisbarátta ungrar þjóðar á leið til bjargálna. Sjávarútvegur var langöflugasta hryggjarstykkið í íslensku efnahagslífi alla 20. öldina. Yfirráð yfir miðunum við Ísland skiptu þar afar miklu máli. Hart hafði verið sótt að íslenskum fiskistofnum um langa hríð og sumarið 1975 birti Hafrannsóknastofnun skýrslu um ástand nytjastofna. Skýrslan fékk hið fræga nafn; svarta skýrslan og er enn þekkt undir því heiti. Í henni var varað við alvarlegum afleiðingum ofveiði undangenginna ára og að minnka þyrfti þorskveiðar um helming. Mönnum var ljóst á þeim tíma að eina leiðin væri að útlendir togarar hyrfu með öllu af Íslandsmiðum. Það gekk eftir. Þessi saga má ekki gleymast því hún sýnir svo ágætlega að hagur þjóðar er fyrst og síðast í hennar eigin höndum. Því það er fátítt að stórþjóðir, í samskiptum við hinar smærri, sýni meiri rausn en þeim er þröngvað til. Einkum þegar efnahagslegir hagsmunir eiga í hlut. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess hvaða sigra lítil þjóð vinnur og til hvers baráttan var háð. Það þurfti að vernda hagsmuni Íslands þá og þess þarf enn. Þeir sem andvígir eru þeirri skoðun ættu að íhuga hvað hefði gerst ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun