Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2025 09:02 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill halda þjóðfund um menntamál. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skrifar grein um framtíð menntamála á Vísi í morgun auk þess sem hann var til viðtals um málið í Bítið á Bylgjunni í morgun. Framtíð landsins þegar í mótun innan menntakerfisins „Það hefur verið mikil umræða um menntamál bara síðustu tvö árin til dæmis,“ segir Magnús Þór. Bæði fjölmiðlar og kennarar hafi verið duglegir við að halda umræðu um menntamál á lofti. Umræðan snúist hins vegar oft um einstaka uppákomur eða atriði sem betur megi fara, en nú vilji sambandið hefja stærra samtal um heildarsamhengið í menntamálum. „Okkur langar núna, hjá Kennarasambandinu og erum í dag kannski að ýta formlega úr vör og kalla eftir umræðu sem við köllum að móta framtíðina saman,“ segir Magnús Þór. „Framtíðin eftir tuttugu ár, við erum byrjuð að leggja grunn að henni inni í leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskólunum og við höfum kallað eftir heildstæðri umræðu.“ Kennarasambandið sé ekki að ráðast í undirbúning á sérstökum þjóðfundi sem slíkum á þessu stigi, heldur kalla eftir allsherjar samtali um menntamál, við stjórnvöld og við þjóðina, um framtíðina og þann veruleika sem blasi við í menntamálum í dag og hvernig skuli bregðast við. „Þar auðvitað þekkjum við þetta þjóðfundarform. Það var hér þjóðfundur fljótlega upp úr hruninu sem að mér finnst við geta byggt töluvert mikið á. Menntamálafundurinn var bara mjög vel heppnaður og má alveg segja að hann hafi lagt grunn að ákveðnum þáttum sem við erum jafnvel enn að byggja á. Þannig einhvers konar þjóðfundur, hvernig sem það form væri, er eitthvað sem við erum að horfa til,“ segir Magnús Þór. Fjárfesting frekar en útgjöld Í grein sinni á Vísi bendir Magnús jafnframt á að ekki eigi líta á menntun sem útgjöld að hans mati, heldur sem fjárfestingu. „Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn,“ skrifar Magnús meðal annars. „Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið.“ Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skrifar grein um framtíð menntamála á Vísi í morgun auk þess sem hann var til viðtals um málið í Bítið á Bylgjunni í morgun. Framtíð landsins þegar í mótun innan menntakerfisins „Það hefur verið mikil umræða um menntamál bara síðustu tvö árin til dæmis,“ segir Magnús Þór. Bæði fjölmiðlar og kennarar hafi verið duglegir við að halda umræðu um menntamál á lofti. Umræðan snúist hins vegar oft um einstaka uppákomur eða atriði sem betur megi fara, en nú vilji sambandið hefja stærra samtal um heildarsamhengið í menntamálum. „Okkur langar núna, hjá Kennarasambandinu og erum í dag kannski að ýta formlega úr vör og kalla eftir umræðu sem við köllum að móta framtíðina saman,“ segir Magnús Þór. „Framtíðin eftir tuttugu ár, við erum byrjuð að leggja grunn að henni inni í leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskólunum og við höfum kallað eftir heildstæðri umræðu.“ Kennarasambandið sé ekki að ráðast í undirbúning á sérstökum þjóðfundi sem slíkum á þessu stigi, heldur kalla eftir allsherjar samtali um menntamál, við stjórnvöld og við þjóðina, um framtíðina og þann veruleika sem blasi við í menntamálum í dag og hvernig skuli bregðast við. „Þar auðvitað þekkjum við þetta þjóðfundarform. Það var hér þjóðfundur fljótlega upp úr hruninu sem að mér finnst við geta byggt töluvert mikið á. Menntamálafundurinn var bara mjög vel heppnaður og má alveg segja að hann hafi lagt grunn að ákveðnum þáttum sem við erum jafnvel enn að byggja á. Þannig einhvers konar þjóðfundur, hvernig sem það form væri, er eitthvað sem við erum að horfa til,“ segir Magnús Þór. Fjárfesting frekar en útgjöld Í grein sinni á Vísi bendir Magnús jafnframt á að ekki eigi líta á menntun sem útgjöld að hans mati, heldur sem fjárfestingu. „Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn,“ skrifar Magnús meðal annars. „Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið.“
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira