Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2025 22:03 Sadio Mané er búinn að koma Senegal inn á HM. Getty/Cem Ozdel Sex þjóðir bættust í kvöld í hóp þeirra sem tryggt hafa sér sæti á HM karla í fótbolta sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Aðeins tuttugu sæti eru enn laus á þessu stærsta heimsmeistaramóti sögunnar. Eftir úrslit kvöldsins eru alls 28 þjóðir öruggar inn á HM sem nú verður í fyrsta sinn með 48 liðum í stað 32 á síðustu mótum. 28/48 ✅@Aramco | #WeAre26 pic.twitter.com/eaksBnrBYM— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) October 14, 2025 Í kvöld bættist England í hópinn með stórsigri sínum gegn Lettum en einnig bættust við tvö lið frá Asíu og þrjú frá Afríku. Síðustu og verðandi gestgjafar verða með Katarar, gestgjafar síðasta HM, tryggðu sér farseðilinn til Ameríku með 2-1 sigri gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Boualem Khoukhi og Pedro MIguel skoruðu mörk Katar sem þar með vann þriggja liða riðil sinn. Sádi-Arabía, gestgjafi HM 2034, vann einnig sinn þriggja liða riðil, með markalausu jafntefli við Írak á heimavelli, og kom sér inn á HM. Six nations (🆕) qualified for the 2026 World Cup on 14 October 2025.Here are the 28 countries that have confirmed their place at next summer's tournament.🇨🇦 Canada🇲🇽 Mexico🇺🇸 USA🇦🇺 Australia🇮🇷 Iran🇯🇵 Japan🇯🇴 Jordan🇰🇷 South Korea🇶🇦 Qatar 🆕🇸🇦 Saudi Arabia 🆕🇺🇿… pic.twitter.com/elUBGd7o5n— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 14, 2025 Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin geta enn komist á HM en þau mætast í umspilsleikjum í nóvember og mun sigurliðið svo fara í umspil við lið úr öðrum heimsálfum í mars. Mané og Diallo skoruðu og komust inn á HM Fílabeinsströndin, Senegal og Suður-Afríka tryggðu sig svo áfram úr undankeppninni í Afríku. Sadio Mané skoraði tvö marka Senegal í 4-0 sigri gegn Máritaníu í dag sem dugði til að enda fyrir ofan Kongó í baráttunni um efsta sæti B-riðils. Fílabeinsströndin vann Kenía 3-0, þar sem Manchester United-maðurinn Amad Diallo skoraði lokamarkið, og endaði stigi fyrir ofan Gabon á toppi F-riðils. Suður-Afríka vann svo Rúanda og endaði stigi fyrir ofan Nígeríu og Benín í C-riðli. Nígería, Gabon, Kamerún og Kongó munu svo í næsta mánuði berjast um eitt laust sæti í umspilinu við lið úr öðrum heimsálfum í mars. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Eftir úrslit kvöldsins eru alls 28 þjóðir öruggar inn á HM sem nú verður í fyrsta sinn með 48 liðum í stað 32 á síðustu mótum. 28/48 ✅@Aramco | #WeAre26 pic.twitter.com/eaksBnrBYM— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) October 14, 2025 Í kvöld bættist England í hópinn með stórsigri sínum gegn Lettum en einnig bættust við tvö lið frá Asíu og þrjú frá Afríku. Síðustu og verðandi gestgjafar verða með Katarar, gestgjafar síðasta HM, tryggðu sér farseðilinn til Ameríku með 2-1 sigri gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Boualem Khoukhi og Pedro MIguel skoruðu mörk Katar sem þar með vann þriggja liða riðil sinn. Sádi-Arabía, gestgjafi HM 2034, vann einnig sinn þriggja liða riðil, með markalausu jafntefli við Írak á heimavelli, og kom sér inn á HM. Six nations (🆕) qualified for the 2026 World Cup on 14 October 2025.Here are the 28 countries that have confirmed their place at next summer's tournament.🇨🇦 Canada🇲🇽 Mexico🇺🇸 USA🇦🇺 Australia🇮🇷 Iran🇯🇵 Japan🇯🇴 Jordan🇰🇷 South Korea🇶🇦 Qatar 🆕🇸🇦 Saudi Arabia 🆕🇺🇿… pic.twitter.com/elUBGd7o5n— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 14, 2025 Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin geta enn komist á HM en þau mætast í umspilsleikjum í nóvember og mun sigurliðið svo fara í umspil við lið úr öðrum heimsálfum í mars. Mané og Diallo skoruðu og komust inn á HM Fílabeinsströndin, Senegal og Suður-Afríka tryggðu sig svo áfram úr undankeppninni í Afríku. Sadio Mané skoraði tvö marka Senegal í 4-0 sigri gegn Máritaníu í dag sem dugði til að enda fyrir ofan Kongó í baráttunni um efsta sæti B-riðils. Fílabeinsströndin vann Kenía 3-0, þar sem Manchester United-maðurinn Amad Diallo skoraði lokamarkið, og endaði stigi fyrir ofan Gabon á toppi F-riðils. Suður-Afríka vann svo Rúanda og endaði stigi fyrir ofan Nígeríu og Benín í C-riðli. Nígería, Gabon, Kamerún og Kongó munu svo í næsta mánuði berjast um eitt laust sæti í umspilinu við lið úr öðrum heimsálfum í mars.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira