Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2025 20:52 Cristiano Ronaldo bætti við enn einu metinu í kvöld. Getty/Jose Manuel Alvarez Rey Portúgal tókst ekki að landa HM-farseðli í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ungverjaland á heimavelli. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk liðsins og setti met, og staða Portúgala er áfram góð. Ronaldo jafnaði metin í 1-1 á 22. mínútu og var þá búinn að bæta metið yfir flest mörk skoruð í undankeppni HM, með sínu fertugasta marki, fjörutíu ára gamall. Fyrra metið átti Cristian Ruiz frá Gvatemala. En Ronaldo var ekki hættur og skoraði 41. markið rétt fyrir hálfleik. Það dugði þó ekki til sigurs því Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði afar dýrmætt jöfnunarmark fyrir Ungverja í uppbótartíma. Portúgal er efst í riðlinum með 10 stig, Ungverjaland er með 5, Írarnir hans Heimis Hallgrímssonar 4 og Armenía 3 stig, þegar tvær umferðir eru eftir. Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Merino með tvö fyrir Spán Línur eru orðnar ansi skýrar í E-riðli þar sem Spánn virðist ætla að tryggja sér efsta sætið og Tyrkland 2. sæti. Spánn vann Búlgaríu í kvöld, 4-0 þar sem Mikel Merino skoraði tvennu, og Tyrkland skellti Georgíu, 4-1, þar sem Merih Demiral skoraði einnig tvennu. Spánverjar eru með 12 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar, Tyrkland 9, Georgía 3 og Búlgaría 0. Markatala Spánar er einnig mun betri en Tyrklands. Ítalía heldur í veika von um að ná Noregi Í I-riðli héldu Ítalir í veika von um að ná toppsætinu af Noregi með 3-0 sigri gegn Ísrael. Norðmenn eru með 18 stig, Ítalir 15 og Ísraelar 9, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir, en markatala Noregs er 16 mörkum betri en hjá Ítalíu og markatala Ítalíu 14 mörkum betri en hjá Ísrael. Úrslitin eru því nokkuð ljós, nema að Noregur misstígi sig gegn Eistlandi í næsta mánuði. HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir England inn á HM án þess að fá á sig mark Englendingar tryggðu sér í kvöld sæti á HM næsta sumar, þegar mótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. England tryggði sér HM-sætið með öruggum 5-0 sigri gegn Lettlandi í Riga. 14. október 2025 20:34 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Ronaldo jafnaði metin í 1-1 á 22. mínútu og var þá búinn að bæta metið yfir flest mörk skoruð í undankeppni HM, með sínu fertugasta marki, fjörutíu ára gamall. Fyrra metið átti Cristian Ruiz frá Gvatemala. En Ronaldo var ekki hættur og skoraði 41. markið rétt fyrir hálfleik. Það dugði þó ekki til sigurs því Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði afar dýrmætt jöfnunarmark fyrir Ungverja í uppbótartíma. Portúgal er efst í riðlinum með 10 stig, Ungverjaland er með 5, Írarnir hans Heimis Hallgrímssonar 4 og Armenía 3 stig, þegar tvær umferðir eru eftir. Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Merino með tvö fyrir Spán Línur eru orðnar ansi skýrar í E-riðli þar sem Spánn virðist ætla að tryggja sér efsta sætið og Tyrkland 2. sæti. Spánn vann Búlgaríu í kvöld, 4-0 þar sem Mikel Merino skoraði tvennu, og Tyrkland skellti Georgíu, 4-1, þar sem Merih Demiral skoraði einnig tvennu. Spánverjar eru með 12 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar, Tyrkland 9, Georgía 3 og Búlgaría 0. Markatala Spánar er einnig mun betri en Tyrklands. Ítalía heldur í veika von um að ná Noregi Í I-riðli héldu Ítalir í veika von um að ná toppsætinu af Noregi með 3-0 sigri gegn Ísrael. Norðmenn eru með 18 stig, Ítalir 15 og Ísraelar 9, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir, en markatala Noregs er 16 mörkum betri en hjá Ítalíu og markatala Ítalíu 14 mörkum betri en hjá Ísrael. Úrslitin eru því nokkuð ljós, nema að Noregur misstígi sig gegn Eistlandi í næsta mánuði.
HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir England inn á HM án þess að fá á sig mark Englendingar tryggðu sér í kvöld sæti á HM næsta sumar, þegar mótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. England tryggði sér HM-sætið með öruggum 5-0 sigri gegn Lettlandi í Riga. 14. október 2025 20:34 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
England inn á HM án þess að fá á sig mark Englendingar tryggðu sér í kvöld sæti á HM næsta sumar, þegar mótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. England tryggði sér HM-sætið með öruggum 5-0 sigri gegn Lettlandi í Riga. 14. október 2025 20:34