Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. október 2025 20:57 Isabella Ósk Sigurðardóttir var að öflug í liði Grindavíkur. vísir/Anton Haukar og Grindavík voru bæði með fullt hús stiga í Bónus deild kvenna í körfubolta fyrir leik liðana í kvöld. Eftir mikla baráttu í Ólafssal er það Grindavík sem er áfram með fullt hús eftir þrjár umferðir. Lokatölur 68-85 Grindavík í vil. Leikurinn fór fjörlega af stað og náðu bæði lið að komast á blað með sinni fyrstu sókn. Grindavík var skrefinu á undan og hjálpaði fastur varnarleikur Hauka þar. Grindavík fór tólf sinnum á vítalínuna og setti niður tíu af þessum vítum á meðan Haukar fóru þrisvar á vítalínuna og settu niður tvö. Grindavík leiddi eftir fyrsta leikhluta 19-25. Haukar mættu af krafti út í annan leikhluta og byrjuðu strax að saxa niður forskot Grindavíkur. Amandine Toi og Tinna Guðrún Alexandersdóttir settu niður þrista með stuttu millibili fyrir Hauka sem opnaði leikinn upp á gátt. Þóra Kristín Jónsdóttir kom Haukur yfir áður en Grindavík tók aftur tök á leiknum. Grindavík fór að finna Isabellu Ósk Sigurðardóttur undir körfunni og náði aftur í gott forskot og leiddi með sex stigum 38-44 í hálfleik. Það voru gestirnir í Grindavík sem byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu að komast í ellefu stiga forskot. Það er eins og það hafi komið smá værukærð í lið Grindavíkur eftir það og Haukar náðu upp flottum kafla þar sem þær náðu að minnka forskotið niður í tvö stig. Öflugur endakafli hjá Grindavík endaði svo með flautu þrist frá Ellen Nyström og staðan 56-63 eftir þriðja leikhluta. Grindavík fundu annan gír í fjórða leikhluta og fóru langt með að gera út um leikinn um miðbik leikhlutans. Grindavík náði góðu forskoti sem var of mikið fyrir Íslandsmeistara Hauka að saxa niður og gestirnir enduðu á að vinna góðan sautján stiga sigur 68-85. Atvik leiksins Grindavík skrúfaði upp hitann í fjórða leikhluta. Þristarnir fóru að detta og átti Haukar fá svör við því. Stjörnur og skúrkar Ellen Nyström var öflug í liði Grindavíkur í kvöld og skoraði 22 stig. Hún reyndist Haukum virkilega erfið viðreignar. Isabella Ósk Sigurðardóttir átti flotta innkomu af bekknum hjá Grindavík og var með 19 stig. Hjá Haukum var Krystal-Jade Freeman atkvæðamest með 22 stig. Dómararnir Dómarar leiksins voru Kristinn Óskarsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Dominik Zielinski.Fyrst um sinn fannst mér þeir stoppa leikinn kannski óþarflega oft og deila út villum full hratt en eftir því sem á leið slaknaði aðeins á þeim og það komst ögn meira flæði í leikinn. Alls ekki sammála öllum dómum en heilt yfir var þetta allt í lagi. Stemingin og umgjörð Það var fínasta stemning hér í Ólafssal í kvöld. Íslandsmeistararnir tóku vel á móti öllum og buðu upp á fínustu umgjörð. Viðtöl Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur. „Við sýndum yfirvegun undir þessari pressu“ „Frábært að vinna. Við gerðum rosalega mikið gott“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum yfirvegun undir þessari pressu sem að Haukar eru svolítið seigar í. Það er ákefð í þeim og kraftur. Ég er virklega sáttur með það sérstaklega hvernig við enduðum þetta“ Það var jafnræði með liðunum lengst af en Grindavík stakk af undir restina og hafði á endanum flottan sautján stiga sigur. „Þetta er bara yfirvegun. Við vorum rólegri og vorum að nýta okkur þessar glufur sem að voru að opnast þegar við vorum að komast inn í teig. Við vorum oft að komast framhjá þeim og búa til tvo á einn en sendingarnar voru lélegar“ „Rangar ákvarðanartökur rosalega mikið í leiknum fyrir utan síðustu sex mínúturnar“ sagði Þorleifur Ólafsson. Emil Barja þjálfari Hauka.Vísir/Jón Gautur „Vorum að gera mistök sem að við vorum búnar að tala um að ekki gera“ „Mér fannst þær stjórna ótrúlega mikið tempóinu í leiknum“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka svekktur eftir tapið. „Þær náðu að hægja á leiknum sem er kannski ekki það sem við ætluðum að gera. Mér fannst við svolítið detta inn í þeirra leik að vera bara hægar og ég held að það hafi svolítið bara tapað leiknum“ Haukar héldu vel í við Grindavík sem var þó skrefinu framar lengst af en undir restina þá stakk Grindavík af með leikinn. „Við hættum svolítið hvernig sóknarleikurinn okkar var að flæða þegar það gekk vel. Við vorum að gera allt á fullu en svo allt í einu þá gírum við okkur alveg niður og verðum rosalega einhæfar og vorum að gera bara mistök sem að við vorum búnar að tala um að ekki gera“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir tapið. Bónus-deild kvenna Haukar UMF Grindavík
Haukar og Grindavík voru bæði með fullt hús stiga í Bónus deild kvenna í körfubolta fyrir leik liðana í kvöld. Eftir mikla baráttu í Ólafssal er það Grindavík sem er áfram með fullt hús eftir þrjár umferðir. Lokatölur 68-85 Grindavík í vil. Leikurinn fór fjörlega af stað og náðu bæði lið að komast á blað með sinni fyrstu sókn. Grindavík var skrefinu á undan og hjálpaði fastur varnarleikur Hauka þar. Grindavík fór tólf sinnum á vítalínuna og setti niður tíu af þessum vítum á meðan Haukar fóru þrisvar á vítalínuna og settu niður tvö. Grindavík leiddi eftir fyrsta leikhluta 19-25. Haukar mættu af krafti út í annan leikhluta og byrjuðu strax að saxa niður forskot Grindavíkur. Amandine Toi og Tinna Guðrún Alexandersdóttir settu niður þrista með stuttu millibili fyrir Hauka sem opnaði leikinn upp á gátt. Þóra Kristín Jónsdóttir kom Haukur yfir áður en Grindavík tók aftur tök á leiknum. Grindavík fór að finna Isabellu Ósk Sigurðardóttur undir körfunni og náði aftur í gott forskot og leiddi með sex stigum 38-44 í hálfleik. Það voru gestirnir í Grindavík sem byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu að komast í ellefu stiga forskot. Það er eins og það hafi komið smá værukærð í lið Grindavíkur eftir það og Haukar náðu upp flottum kafla þar sem þær náðu að minnka forskotið niður í tvö stig. Öflugur endakafli hjá Grindavík endaði svo með flautu þrist frá Ellen Nyström og staðan 56-63 eftir þriðja leikhluta. Grindavík fundu annan gír í fjórða leikhluta og fóru langt með að gera út um leikinn um miðbik leikhlutans. Grindavík náði góðu forskoti sem var of mikið fyrir Íslandsmeistara Hauka að saxa niður og gestirnir enduðu á að vinna góðan sautján stiga sigur 68-85. Atvik leiksins Grindavík skrúfaði upp hitann í fjórða leikhluta. Þristarnir fóru að detta og átti Haukar fá svör við því. Stjörnur og skúrkar Ellen Nyström var öflug í liði Grindavíkur í kvöld og skoraði 22 stig. Hún reyndist Haukum virkilega erfið viðreignar. Isabella Ósk Sigurðardóttir átti flotta innkomu af bekknum hjá Grindavík og var með 19 stig. Hjá Haukum var Krystal-Jade Freeman atkvæðamest með 22 stig. Dómararnir Dómarar leiksins voru Kristinn Óskarsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Dominik Zielinski.Fyrst um sinn fannst mér þeir stoppa leikinn kannski óþarflega oft og deila út villum full hratt en eftir því sem á leið slaknaði aðeins á þeim og það komst ögn meira flæði í leikinn. Alls ekki sammála öllum dómum en heilt yfir var þetta allt í lagi. Stemingin og umgjörð Það var fínasta stemning hér í Ólafssal í kvöld. Íslandsmeistararnir tóku vel á móti öllum og buðu upp á fínustu umgjörð. Viðtöl Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur. „Við sýndum yfirvegun undir þessari pressu“ „Frábært að vinna. Við gerðum rosalega mikið gott“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum yfirvegun undir þessari pressu sem að Haukar eru svolítið seigar í. Það er ákefð í þeim og kraftur. Ég er virklega sáttur með það sérstaklega hvernig við enduðum þetta“ Það var jafnræði með liðunum lengst af en Grindavík stakk af undir restina og hafði á endanum flottan sautján stiga sigur. „Þetta er bara yfirvegun. Við vorum rólegri og vorum að nýta okkur þessar glufur sem að voru að opnast þegar við vorum að komast inn í teig. Við vorum oft að komast framhjá þeim og búa til tvo á einn en sendingarnar voru lélegar“ „Rangar ákvarðanartökur rosalega mikið í leiknum fyrir utan síðustu sex mínúturnar“ sagði Þorleifur Ólafsson. Emil Barja þjálfari Hauka.Vísir/Jón Gautur „Vorum að gera mistök sem að við vorum búnar að tala um að ekki gera“ „Mér fannst þær stjórna ótrúlega mikið tempóinu í leiknum“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka svekktur eftir tapið. „Þær náðu að hægja á leiknum sem er kannski ekki það sem við ætluðum að gera. Mér fannst við svolítið detta inn í þeirra leik að vera bara hægar og ég held að það hafi svolítið bara tapað leiknum“ Haukar héldu vel í við Grindavík sem var þó skrefinu framar lengst af en undir restina þá stakk Grindavík af með leikinn. „Við hættum svolítið hvernig sóknarleikurinn okkar var að flæða þegar það gekk vel. Við vorum að gera allt á fullu en svo allt í einu þá gírum við okkur alveg niður og verðum rosalega einhæfar og vorum að gera bara mistök sem að við vorum búnar að tala um að ekki gera“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir tapið.