Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar 14. október 2025 11:00 Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Starf HHH hefst yfirleitt samhliða öðrum félagsmiðstöðvum í bænum, strax í kjölfar skólabyrjunar á haustin. Nú er hins vegar kominn 14. október og enn hefur ekkert spurst til hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Þessa dagana tekur Hafnarfjarðarbær þátt í viku félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með opnum húsum og kynningu á dagskrá félagsmiðstöðva bæjarins. Því er við hæfi að nýta tækifærið til að spyrja hversu lengi í viðbót hinsegin ungmenni í Hafnarfirði þurfa að bíða eftir að félagsmiðstöðin þeirra opni. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggt rými til að njóta tómstunda. Sjálfur hef ég starfað í HHH og séð hversu góð áhrif það hefur á hinsegin ungmenni að eiga samastað þar sem þau fá tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og kynnast jafningjum með svipaða lífsreynslu og þau sjálf. Í ljósi hatrammrar fjölmiðlaumræðu undanfarinna vikna um hinsegin fólk, sem hefur vafalaust haft áhrif á líðan hinsegin ungmenna í samfélaginu, er sérstaklega vont að ekki sé hægt að taka utan um þennan viðkvæma hóp. Vandræði á vandræði ofan HHH er ekki eina dæmið um vandræðagang Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við tómstundir ungmenna. Frægt er þegar meirihluti bæjarstjórnar tók óvænta og illa undirbúna ákvörðun í maí í fyrra um að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þá átti eitthvað nýtt og betra að taka við strax um haustið, en það liðu heilir 15 mánuðir þar til nýtt ungmennahús opnaði dyr sínar í Nýsköpunarsetrinu nú í haust. Með lokun Hamarsins var ýmsum tækifærum fyrir hafnfirsk ungmenni fórnað, m.a. 14 milljóna króna styrk frá ríkinu til sértæks tómstundastarfs fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Í Hamrinum var einnig starfrækt hópastarf fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, en síðastliðina 15 mánuði hefur ekkert slíkt starf staðið þessum ungmennum til boða. Ákvörðun um lokun Hamarsins virðist hafa verið tekin með allt annað en velferð ungmenna í huga. Forgangsröðum í þágu ungmenna Nokrrir fyrrum starfsmenn HHH tóku sig til og sendu á dögunum bréf til bæjarstjóra, embættismanna og fulltrúa fræðsluráðs þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum og óánægju með stöðu mála. „Við teljum það bæði óásættanlegt og óvirðingu við ungmennin og starfið sem hefur verið byggt upp í gegnum árin, að láta málið dragast áfram án sýnilegra aðgerða,“ segir í bréfinu. „HHH hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin ungmenni og fjölskyldur þeirra í Hafnarfirði og skiptir verulegu máli fyrir velferð þeirra og öryggi.“ Nauðsynlegt er að efla fjárfestingu í velferð ungmenna í Hafnarfirði og vanda betur til verka þegar kemur að tómstundastarfi í bænum. Illa rökstuddar ákvarðanir um lokanir tómstundaúrræða og vandræðagangur í rekstri annarra eru því miður til marks um metnaðar- og áhugaleysi meirihluta bæjarstjórnar á málaflokknum. Það er óásættanlegt að komið sé svona fram við einhvern viðkvæmasta hóp ungmenna í bæjarfélaginu. Í kosningunum næsta vor gefst okkur tækifæri til að skipta um kúrs og forgangsraða betur í þágu ungmennanna okkar. Höfundur er fyrrum starfsmaður HHH og varafulltrúi í fjölskylduráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Starf HHH hefst yfirleitt samhliða öðrum félagsmiðstöðvum í bænum, strax í kjölfar skólabyrjunar á haustin. Nú er hins vegar kominn 14. október og enn hefur ekkert spurst til hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Þessa dagana tekur Hafnarfjarðarbær þátt í viku félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með opnum húsum og kynningu á dagskrá félagsmiðstöðva bæjarins. Því er við hæfi að nýta tækifærið til að spyrja hversu lengi í viðbót hinsegin ungmenni í Hafnarfirði þurfa að bíða eftir að félagsmiðstöðin þeirra opni. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggt rými til að njóta tómstunda. Sjálfur hef ég starfað í HHH og séð hversu góð áhrif það hefur á hinsegin ungmenni að eiga samastað þar sem þau fá tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og kynnast jafningjum með svipaða lífsreynslu og þau sjálf. Í ljósi hatrammrar fjölmiðlaumræðu undanfarinna vikna um hinsegin fólk, sem hefur vafalaust haft áhrif á líðan hinsegin ungmenna í samfélaginu, er sérstaklega vont að ekki sé hægt að taka utan um þennan viðkvæma hóp. Vandræði á vandræði ofan HHH er ekki eina dæmið um vandræðagang Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við tómstundir ungmenna. Frægt er þegar meirihluti bæjarstjórnar tók óvænta og illa undirbúna ákvörðun í maí í fyrra um að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þá átti eitthvað nýtt og betra að taka við strax um haustið, en það liðu heilir 15 mánuðir þar til nýtt ungmennahús opnaði dyr sínar í Nýsköpunarsetrinu nú í haust. Með lokun Hamarsins var ýmsum tækifærum fyrir hafnfirsk ungmenni fórnað, m.a. 14 milljóna króna styrk frá ríkinu til sértæks tómstundastarfs fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Í Hamrinum var einnig starfrækt hópastarf fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, en síðastliðina 15 mánuði hefur ekkert slíkt starf staðið þessum ungmennum til boða. Ákvörðun um lokun Hamarsins virðist hafa verið tekin með allt annað en velferð ungmenna í huga. Forgangsröðum í þágu ungmenna Nokrrir fyrrum starfsmenn HHH tóku sig til og sendu á dögunum bréf til bæjarstjóra, embættismanna og fulltrúa fræðsluráðs þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum og óánægju með stöðu mála. „Við teljum það bæði óásættanlegt og óvirðingu við ungmennin og starfið sem hefur verið byggt upp í gegnum árin, að láta málið dragast áfram án sýnilegra aðgerða,“ segir í bréfinu. „HHH hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin ungmenni og fjölskyldur þeirra í Hafnarfirði og skiptir verulegu máli fyrir velferð þeirra og öryggi.“ Nauðsynlegt er að efla fjárfestingu í velferð ungmenna í Hafnarfirði og vanda betur til verka þegar kemur að tómstundastarfi í bænum. Illa rökstuddar ákvarðanir um lokanir tómstundaúrræða og vandræðagangur í rekstri annarra eru því miður til marks um metnaðar- og áhugaleysi meirihluta bæjarstjórnar á málaflokknum. Það er óásættanlegt að komið sé svona fram við einhvern viðkvæmasta hóp ungmenna í bæjarfélaginu. Í kosningunum næsta vor gefst okkur tækifæri til að skipta um kúrs og forgangsraða betur í þágu ungmennanna okkar. Höfundur er fyrrum starfsmaður HHH og varafulltrúi í fjölskylduráði Hafnarfjarðar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun