Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar 14. október 2025 11:00 Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Starf HHH hefst yfirleitt samhliða öðrum félagsmiðstöðvum í bænum, strax í kjölfar skólabyrjunar á haustin. Nú er hins vegar kominn 14. október og enn hefur ekkert spurst til hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Þessa dagana tekur Hafnarfjarðarbær þátt í viku félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með opnum húsum og kynningu á dagskrá félagsmiðstöðva bæjarins. Því er við hæfi að nýta tækifærið til að spyrja hversu lengi í viðbót hinsegin ungmenni í Hafnarfirði þurfa að bíða eftir að félagsmiðstöðin þeirra opni. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggt rými til að njóta tómstunda. Sjálfur hef ég starfað í HHH og séð hversu góð áhrif það hefur á hinsegin ungmenni að eiga samastað þar sem þau fá tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og kynnast jafningjum með svipaða lífsreynslu og þau sjálf. Í ljósi hatrammrar fjölmiðlaumræðu undanfarinna vikna um hinsegin fólk, sem hefur vafalaust haft áhrif á líðan hinsegin ungmenna í samfélaginu, er sérstaklega vont að ekki sé hægt að taka utan um þennan viðkvæma hóp. Vandræði á vandræði ofan HHH er ekki eina dæmið um vandræðagang Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við tómstundir ungmenna. Frægt er þegar meirihluti bæjarstjórnar tók óvænta og illa undirbúna ákvörðun í maí í fyrra um að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þá átti eitthvað nýtt og betra að taka við strax um haustið, en það liðu heilir 15 mánuðir þar til nýtt ungmennahús opnaði dyr sínar í Nýsköpunarsetrinu nú í haust. Með lokun Hamarsins var ýmsum tækifærum fyrir hafnfirsk ungmenni fórnað, m.a. 14 milljóna króna styrk frá ríkinu til sértæks tómstundastarfs fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Í Hamrinum var einnig starfrækt hópastarf fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, en síðastliðina 15 mánuði hefur ekkert slíkt starf staðið þessum ungmennum til boða. Ákvörðun um lokun Hamarsins virðist hafa verið tekin með allt annað en velferð ungmenna í huga. Forgangsröðum í þágu ungmenna Nokrrir fyrrum starfsmenn HHH tóku sig til og sendu á dögunum bréf til bæjarstjóra, embættismanna og fulltrúa fræðsluráðs þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum og óánægju með stöðu mála. „Við teljum það bæði óásættanlegt og óvirðingu við ungmennin og starfið sem hefur verið byggt upp í gegnum árin, að láta málið dragast áfram án sýnilegra aðgerða,“ segir í bréfinu. „HHH hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin ungmenni og fjölskyldur þeirra í Hafnarfirði og skiptir verulegu máli fyrir velferð þeirra og öryggi.“ Nauðsynlegt er að efla fjárfestingu í velferð ungmenna í Hafnarfirði og vanda betur til verka þegar kemur að tómstundastarfi í bænum. Illa rökstuddar ákvarðanir um lokanir tómstundaúrræða og vandræðagangur í rekstri annarra eru því miður til marks um metnaðar- og áhugaleysi meirihluta bæjarstjórnar á málaflokknum. Það er óásættanlegt að komið sé svona fram við einhvern viðkvæmasta hóp ungmenna í bæjarfélaginu. Í kosningunum næsta vor gefst okkur tækifæri til að skipta um kúrs og forgangsraða betur í þágu ungmennanna okkar. Höfundur er fyrrum starfsmaður HHH og varafulltrúi í fjölskylduráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Starf HHH hefst yfirleitt samhliða öðrum félagsmiðstöðvum í bænum, strax í kjölfar skólabyrjunar á haustin. Nú er hins vegar kominn 14. október og enn hefur ekkert spurst til hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Þessa dagana tekur Hafnarfjarðarbær þátt í viku félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með opnum húsum og kynningu á dagskrá félagsmiðstöðva bæjarins. Því er við hæfi að nýta tækifærið til að spyrja hversu lengi í viðbót hinsegin ungmenni í Hafnarfirði þurfa að bíða eftir að félagsmiðstöðin þeirra opni. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggt rými til að njóta tómstunda. Sjálfur hef ég starfað í HHH og séð hversu góð áhrif það hefur á hinsegin ungmenni að eiga samastað þar sem þau fá tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og kynnast jafningjum með svipaða lífsreynslu og þau sjálf. Í ljósi hatrammrar fjölmiðlaumræðu undanfarinna vikna um hinsegin fólk, sem hefur vafalaust haft áhrif á líðan hinsegin ungmenna í samfélaginu, er sérstaklega vont að ekki sé hægt að taka utan um þennan viðkvæma hóp. Vandræði á vandræði ofan HHH er ekki eina dæmið um vandræðagang Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við tómstundir ungmenna. Frægt er þegar meirihluti bæjarstjórnar tók óvænta og illa undirbúna ákvörðun í maí í fyrra um að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þá átti eitthvað nýtt og betra að taka við strax um haustið, en það liðu heilir 15 mánuðir þar til nýtt ungmennahús opnaði dyr sínar í Nýsköpunarsetrinu nú í haust. Með lokun Hamarsins var ýmsum tækifærum fyrir hafnfirsk ungmenni fórnað, m.a. 14 milljóna króna styrk frá ríkinu til sértæks tómstundastarfs fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Í Hamrinum var einnig starfrækt hópastarf fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, en síðastliðina 15 mánuði hefur ekkert slíkt starf staðið þessum ungmennum til boða. Ákvörðun um lokun Hamarsins virðist hafa verið tekin með allt annað en velferð ungmenna í huga. Forgangsröðum í þágu ungmenna Nokrrir fyrrum starfsmenn HHH tóku sig til og sendu á dögunum bréf til bæjarstjóra, embættismanna og fulltrúa fræðsluráðs þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum og óánægju með stöðu mála. „Við teljum það bæði óásættanlegt og óvirðingu við ungmennin og starfið sem hefur verið byggt upp í gegnum árin, að láta málið dragast áfram án sýnilegra aðgerða,“ segir í bréfinu. „HHH hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin ungmenni og fjölskyldur þeirra í Hafnarfirði og skiptir verulegu máli fyrir velferð þeirra og öryggi.“ Nauðsynlegt er að efla fjárfestingu í velferð ungmenna í Hafnarfirði og vanda betur til verka þegar kemur að tómstundastarfi í bænum. Illa rökstuddar ákvarðanir um lokanir tómstundaúrræða og vandræðagangur í rekstri annarra eru því miður til marks um metnaðar- og áhugaleysi meirihluta bæjarstjórnar á málaflokknum. Það er óásættanlegt að komið sé svona fram við einhvern viðkvæmasta hóp ungmenna í bæjarfélaginu. Í kosningunum næsta vor gefst okkur tækifæri til að skipta um kúrs og forgangsraða betur í þágu ungmennanna okkar. Höfundur er fyrrum starfsmaður HHH og varafulltrúi í fjölskylduráði Hafnarfjarðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun