Tíska og hönnun

Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Íris Lóa hársnyrtir og lífskúnstner rokkaði hárbindi um helgina.
Íris Lóa hársnyrtir og lífskúnstner rokkaði hárbindi um helgina. Aníta Káradóttir

„Í rauninni geri ég allt með Bríeti í huga,“ segir hársnyrtirinn Íris Lóa sem hefur séð um mjög svo einstakar greiðslur tónlistarkonunnar Bríetar undanfarin ár. Stöllurnar eru snillingar í að fara út fyrir kassann og svo enn lengra. 

Íris Lóa mætti á forsýningu tónlistarmyndarinnar Minningar sem Bríet sýndi á Listasafni Reykjavíkur og skartaði mjög svo óvanalegu bindi sem er gert úr hárum. 

„Ég er alltaf að föndra eitthvað skrýtið og skemmtilegt og í rauninni geri ég allt svona skapandi með Bríeti í huga, fyrir ákveðin lúkk og tónleika,“ segir Íris Lóa létt í lund í samtali við blaðamann.  

Íris og Bríet hafa unnið saman lengi og eru sömuleiðis bestu vinkonur og mágkonur. 

„Það er svolítið síðan ég gerði þetta sem átti upphaflega að vera tagl fyrir Bríeti. Við prófuðum það nema það var einhvern veginn alls ekki málið. 

Þá ákvað ég bara að rokka þetta sem hárbindi og fannst það algjörlega meika sens. Þetta er nú ekki dýpra en það,“ segir Íris hlæjandi um þessa mjög svo einstöku flík. 

Bríet og Íris Lóa, með einstakt hárbindi.Aníta Káradóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.