Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2025 16:25 Jónína Brynjólfsdóttir og Gerður Björk Sverrissdóttir gegna forystuhlutverki í tveimur sveitarfélögum sitt hvoru megin á landinu sem bæði hafa þegar farið í gegnum sameiningarferli. Vísir/Lýður Þvingaðar sameiningar sveitarfélaga eru ekki vænlegar til árangurs og óraunhæft að þær nái í gegn fyrir kosningar á næsta ári. Þetta segja leiðtogar sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu. Þar hafi vilji íbúa, góður undirbúningur og vönduð vinnubrögð skipt sköpum fyrir farsæla sameiningu. Í samráðsgátt stjórnvalda liggja frumvarpsdrög um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þar sem meðal annars er gerð tillaga um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem hafa innan við 250 íbúa, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Efasemdir ekki aðeins í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga Í átta af 62 sveitarfélögum landsins eru íbúar nú innan við 250 talsins. Áformin hafa verið umdeild í sumum þessara sveitarfélaga, Forystufólk stærri sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu er einnig efins. „Við sameinuðum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp á síðasta ári. Bara virkilega farsæl og góð sameining sem almennt er bara mikil ánægja með hjá okkur,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar í gær. „Almenn ánægja skiptir máli. Og ég held satt að segja, ef þú ferð í þvingaðar sameiningar, það býður upp á mörg vandamál og ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu.“ Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi tekur í svipaðan streng. „Ég myndi nú ekki vilja standa í slíkum sameiningum. Það er mikilvægt að íbúar hafi það lýðræðislega vald að geta ákveðið hvernig þeirra sveitarfélagi er stillt upp og með hverjum maður starfar. Þannig ég hef miklar áhyggjur af því að ef að þetta frumvarp nái fram að ganga, að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem vilja það kannski ekki,“ segir Jónína. Naumur tími til stefnu nái frumvarpið fram að ganga Frumvarpsdrögin gera einnig ráð fyrir að í þeim tilfellum sem við á eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningarnar strax á næsta ári. Þetta telja þær óraunhæfan tímaramma. „Ég held það sé bara að vanda þetta ferli. Taka lítil skref, eiga samtal við íbúana og undirbúa svolítið vel,“ segir Gerður. „Að sameina sveitarfélög er ekki gert bara eins og hendi væri veifað. Þetta eru stofnanir með ferla og áætlanir og starfsmenn, og það að undirbúa sameiningu er eitt það mikilvægasta í því að sameiningin lukkist,“ segir Jónína. Múlaþing Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja frumvarpsdrög um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þar sem meðal annars er gerð tillaga um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem hafa innan við 250 íbúa, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Efasemdir ekki aðeins í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga Í átta af 62 sveitarfélögum landsins eru íbúar nú innan við 250 talsins. Áformin hafa verið umdeild í sumum þessara sveitarfélaga, Forystufólk stærri sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu er einnig efins. „Við sameinuðum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp á síðasta ári. Bara virkilega farsæl og góð sameining sem almennt er bara mikil ánægja með hjá okkur,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar í gær. „Almenn ánægja skiptir máli. Og ég held satt að segja, ef þú ferð í þvingaðar sameiningar, það býður upp á mörg vandamál og ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu.“ Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi tekur í svipaðan streng. „Ég myndi nú ekki vilja standa í slíkum sameiningum. Það er mikilvægt að íbúar hafi það lýðræðislega vald að geta ákveðið hvernig þeirra sveitarfélagi er stillt upp og með hverjum maður starfar. Þannig ég hef miklar áhyggjur af því að ef að þetta frumvarp nái fram að ganga, að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem vilja það kannski ekki,“ segir Jónína. Naumur tími til stefnu nái frumvarpið fram að ganga Frumvarpsdrögin gera einnig ráð fyrir að í þeim tilfellum sem við á eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningarnar strax á næsta ári. Þetta telja þær óraunhæfan tímaramma. „Ég held það sé bara að vanda þetta ferli. Taka lítil skref, eiga samtal við íbúana og undirbúa svolítið vel,“ segir Gerður. „Að sameina sveitarfélög er ekki gert bara eins og hendi væri veifað. Þetta eru stofnanir með ferla og áætlanir og starfsmenn, og það að undirbúa sameiningu er eitt það mikilvægasta í því að sameiningin lukkist,“ segir Jónína.
Múlaþing Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira