„Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2025 16:51 Bræðurnir Ólafur og Tryggvi Harðarsynir kátir í hjólastólunum en restin af hópnum lét sér nægja að ganga. Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Þ. Harðarson er á ferðalagi með systkinum sínum og fjölskyldu um Kína. Á Leirhermannasafninu í Xi'an leigðu þeir bræður sér óvélknúna hjólastóla með ökumönnum sem ýttu þeim um safnsvæðið. Ólafur Þ. Harðarson greinir frá þessu í Facebook-færslu í síðustu viku og hefur síðan mikið fjallað um ferðalagið á síðustu dögum. Ólafur og kínverskur hershöfðingi frá þriðju öld fyrir Krist. „Xi'an (áður nefnd Chang'an) var helsta valdamiðstöð Kína í mörg þúsund ár. Á níundu öld var hún stærsta og ríkasta borg veraldar, en þar var austurendi Silkileiðarinnar. Í dag skoðaði Ferðafélag Tryggva Harðarsonar Leirhermannasafnið (Terracotta Army Museum) í Xi'an. Það er grafhýsi frá þriðju öld fyrir Krist,“ skrifaði Ólafur í færslunni. „Grafhýsið er gríðarstórt á miklu landflæmi. Aldraðir bræður, Tryggvi og ÓÞH leigðu sér óvélknúna hjólastóla með ökumönnum, sem ýttu þeim í stólunum um safn-svæðið í þrjár klukkustundir. Kostnaður fimm þúsund krónur á mann. Aðrir gengu ... 😉“ skrifar hann. Tryggvi í hjólastól á Leirhermannasafninu en yfir hægri öxl hans glittir í kínverskan ökumann. Fyrir aftan Tryggva er Sigrún systir hans sem gekk þó hún sé eldri að árum. Með bræðrunum eru systur þeirra, Sigrún og Guðrún Harðardætur, í för auk fjölda annarra. Tryggvi getur sennilega túlkað fyrir aðra í hópnum en hann lærði sögu og kínversku í Peking á árunum 1975 til 79. Ólafur hefur verið duglegur að birta myndir úr ferðinni af Leirhemannasafninu, risapöndu-ræktunarstöð í borginni Chengdu og siglingu hópsins um Yangtze-á í Wuhan. „Því miður komumst við ekki á leðurblöku-markaðinn í Wuhan...“ skrifar Ólafur við myndaröð af ánni og bætir við blikk-kalli. Ólafur í svarthvítum litum FH með pandastyttu. Ferðafélag Tryggva Harðarsonar. „Hvíld er góð í stóru safni - sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.“ Kína Ferðalög Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson greinir frá þessu í Facebook-færslu í síðustu viku og hefur síðan mikið fjallað um ferðalagið á síðustu dögum. Ólafur og kínverskur hershöfðingi frá þriðju öld fyrir Krist. „Xi'an (áður nefnd Chang'an) var helsta valdamiðstöð Kína í mörg þúsund ár. Á níundu öld var hún stærsta og ríkasta borg veraldar, en þar var austurendi Silkileiðarinnar. Í dag skoðaði Ferðafélag Tryggva Harðarsonar Leirhermannasafnið (Terracotta Army Museum) í Xi'an. Það er grafhýsi frá þriðju öld fyrir Krist,“ skrifaði Ólafur í færslunni. „Grafhýsið er gríðarstórt á miklu landflæmi. Aldraðir bræður, Tryggvi og ÓÞH leigðu sér óvélknúna hjólastóla með ökumönnum, sem ýttu þeim í stólunum um safn-svæðið í þrjár klukkustundir. Kostnaður fimm þúsund krónur á mann. Aðrir gengu ... 😉“ skrifar hann. Tryggvi í hjólastól á Leirhermannasafninu en yfir hægri öxl hans glittir í kínverskan ökumann. Fyrir aftan Tryggva er Sigrún systir hans sem gekk þó hún sé eldri að árum. Með bræðrunum eru systur þeirra, Sigrún og Guðrún Harðardætur, í för auk fjölda annarra. Tryggvi getur sennilega túlkað fyrir aðra í hópnum en hann lærði sögu og kínversku í Peking á árunum 1975 til 79. Ólafur hefur verið duglegur að birta myndir úr ferðinni af Leirhemannasafninu, risapöndu-ræktunarstöð í borginni Chengdu og siglingu hópsins um Yangtze-á í Wuhan. „Því miður komumst við ekki á leðurblöku-markaðinn í Wuhan...“ skrifar Ólafur við myndaröð af ánni og bætir við blikk-kalli. Ólafur í svarthvítum litum FH með pandastyttu. Ferðafélag Tryggva Harðarsonar. „Hvíld er góð í stóru safni - sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.“
Kína Ferðalög Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Sjá meira