Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 13. október 2025 09:02 Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun. Árið var 1975 og Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga það ár málefnum kvenna sem varð til þess að konur víða um heim skipulögðu viðburði því tengdu. Sá íslenski bar af, var einstaklega fjölmennur og vakti athygli víða um heim. Ásthildur Ólafsdóttir (1933-2018) húsmóðir og ein af skipuleggjendum útifundar Kvennafrídagsins á Lækjartorgi 1975 tók til máls á fundinum. Ég hvet ykkur öll til að lesa alla ræðu hennar inn á kvennaar.is en hún sagði meðal annars: ,,Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.” Nú fimmtíu árum seinna eiga þessi orð enn við og þess vegna þarf íslenskt samfélag að ákveða hvernig á að halda áfram. Stríð, loftslagsbreytingar og pólarisering í samfélaginu hafa valdið afturför í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna um allan heim. Þó við hér á landi séum komin lengra en mörg önnur ríki eigum við enn langt í land til að ná fullu jafnrétti. Enn er launamunur milli kynja og konur í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstörfum en í miklum meirihluta þegar kemur að umönnunar- og láglaunastörfum. Konur gera frekar hlé á námi eða starfsferli til að sinna ungum börnum sínum. Konur eru frekar umönnunaraðilar veikra ættingja og bera enn oftast ábyrgð á þriðju og fjórðu vaktinni. Konur með litla menntun eru líklegri til að berjast í bökkum og ef örorka eða börn eru einnig í spilinu, glíma margar ef ekki allar við fátækt. Dómar þar sem karlkyns gerendur eiga í hlut eru enn allt of vægir, gerendameðvirkni gegnsýrir kerfin okkar og enn er hvers kyns ofbeldi gegn konum alltof algengt. Aðgerða er sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins Tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum og metið fólk og störf að verðleikum. Höldum áfram að skapa samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast. Þar sem kvenfrelsi og félagslegt réttlæti allra er sjálfsagt og engra orða um þau mál þörf. Höfundur er menntunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennafrídagurinn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun. Árið var 1975 og Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga það ár málefnum kvenna sem varð til þess að konur víða um heim skipulögðu viðburði því tengdu. Sá íslenski bar af, var einstaklega fjölmennur og vakti athygli víða um heim. Ásthildur Ólafsdóttir (1933-2018) húsmóðir og ein af skipuleggjendum útifundar Kvennafrídagsins á Lækjartorgi 1975 tók til máls á fundinum. Ég hvet ykkur öll til að lesa alla ræðu hennar inn á kvennaar.is en hún sagði meðal annars: ,,Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.” Nú fimmtíu árum seinna eiga þessi orð enn við og þess vegna þarf íslenskt samfélag að ákveða hvernig á að halda áfram. Stríð, loftslagsbreytingar og pólarisering í samfélaginu hafa valdið afturför í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna um allan heim. Þó við hér á landi séum komin lengra en mörg önnur ríki eigum við enn langt í land til að ná fullu jafnrétti. Enn er launamunur milli kynja og konur í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstörfum en í miklum meirihluta þegar kemur að umönnunar- og láglaunastörfum. Konur gera frekar hlé á námi eða starfsferli til að sinna ungum börnum sínum. Konur eru frekar umönnunaraðilar veikra ættingja og bera enn oftast ábyrgð á þriðju og fjórðu vaktinni. Konur með litla menntun eru líklegri til að berjast í bökkum og ef örorka eða börn eru einnig í spilinu, glíma margar ef ekki allar við fátækt. Dómar þar sem karlkyns gerendur eiga í hlut eru enn allt of vægir, gerendameðvirkni gegnsýrir kerfin okkar og enn er hvers kyns ofbeldi gegn konum alltof algengt. Aðgerða er sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins Tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum og metið fólk og störf að verðleikum. Höldum áfram að skapa samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast. Þar sem kvenfrelsi og félagslegt réttlæti allra er sjálfsagt og engra orða um þau mál þörf. Höfundur er menntunarfræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun