Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 14:05 Tiger Woods heldur upp á fimmtugsafmælið sitt undir lok ársins. Getty/Michael Owens Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segir frá því á miðlum sínum að hann gekkst undir sína sjöundu bakaðgerð á föstudag. Þetta er önnur stóra aðgerðin sem hann fer í á þessu ári. Woods sagði í færslu á samfélagsmiðlum að hann hefði gengist undir aðgerðina í New York og bætti við að það hefði verið rétt ákvörðun fyrir heilsu hans og bakið sem hefur verið til vandræða. Hann minntist ekki á hversu lengi þetta myndi halda honum frá golfinu, þótt óljóst væri hvort hann hefði ætlað sér að spila á Hero World Challenge-mótinu sínu á Bahamaeyjum eða PNC Championship-mótinu með syni sínum, Charlie. Bæði mótin fara fram í desember. pic.twitter.com/7bMmiyQ2vy— Tiger Woods (@TigerWoods) October 11, 2025 Woods hefur ekki spilað síðan hann tapaði í umspili á PNC Championship-mótinu á síðasta ári. Þetta var önnur aðgerð hans á árinu því hann gekkst undir aðgerð í mars eftir að hafa slitið vinstri hásin. Þetta var líka önnur bakaðgerð hans á síðustu 13 mánuðum. Woods sagðist hafa ráðfært sig við lækna og skurðlækna eftir að hafa fundið fyrir verkjum og skertri hreyfigetu í bakinu. „Myndgreiningar leiddu í ljós að ég var með fallinn brjóskþófa og þrengsli í mænugöngum,“ skrifaði Woods í færslunni á laugardag. „Ég ákvað að láta skipta um brjóskþófann í gær og ég veit nú þegar að ég tók góða ákvörðun fyrir heilsu mína og bakið.“ Woods gekkst undir fyrstu af sjö bakaðgerðum sínum í apríl 2014, sem að lokum leiddi til þess að mjóbak hans var spelkað árið 2017. Ári síðar vann hann Tour Championship-mótið og náði svo í sinn fimmtánda risatitil og fimmta græna jakkann á Masters-mótinu 2019. View this post on Instagram A post shared by Golf Monthly (@golfmonthly) Hann lenti í bílslysi í febrúar 2021 þar sem hægri fótleggur hans og ökkli brotnuðu illa, en Woods hefur sagt að nærri hefði legið að taka þyrfti fótinn af. Woods sneri aftur ári síðar á Masters-mótið 2022. Frá bílslysinu hefur Woods aðeins spilað fimmtán sinnum á síðustu fjórum árum, þar af fjórum sinnum á PNC Championship-mótinu, þar sem hann má nota golfbíl á 36 holu mótinu. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Woods sagði í færslu á samfélagsmiðlum að hann hefði gengist undir aðgerðina í New York og bætti við að það hefði verið rétt ákvörðun fyrir heilsu hans og bakið sem hefur verið til vandræða. Hann minntist ekki á hversu lengi þetta myndi halda honum frá golfinu, þótt óljóst væri hvort hann hefði ætlað sér að spila á Hero World Challenge-mótinu sínu á Bahamaeyjum eða PNC Championship-mótinu með syni sínum, Charlie. Bæði mótin fara fram í desember. pic.twitter.com/7bMmiyQ2vy— Tiger Woods (@TigerWoods) October 11, 2025 Woods hefur ekki spilað síðan hann tapaði í umspili á PNC Championship-mótinu á síðasta ári. Þetta var önnur aðgerð hans á árinu því hann gekkst undir aðgerð í mars eftir að hafa slitið vinstri hásin. Þetta var líka önnur bakaðgerð hans á síðustu 13 mánuðum. Woods sagðist hafa ráðfært sig við lækna og skurðlækna eftir að hafa fundið fyrir verkjum og skertri hreyfigetu í bakinu. „Myndgreiningar leiddu í ljós að ég var með fallinn brjóskþófa og þrengsli í mænugöngum,“ skrifaði Woods í færslunni á laugardag. „Ég ákvað að láta skipta um brjóskþófann í gær og ég veit nú þegar að ég tók góða ákvörðun fyrir heilsu mína og bakið.“ Woods gekkst undir fyrstu af sjö bakaðgerðum sínum í apríl 2014, sem að lokum leiddi til þess að mjóbak hans var spelkað árið 2017. Ári síðar vann hann Tour Championship-mótið og náði svo í sinn fimmtánda risatitil og fimmta græna jakkann á Masters-mótinu 2019. View this post on Instagram A post shared by Golf Monthly (@golfmonthly) Hann lenti í bílslysi í febrúar 2021 þar sem hægri fótleggur hans og ökkli brotnuðu illa, en Woods hefur sagt að nærri hefði legið að taka þyrfti fótinn af. Woods sneri aftur ári síðar á Masters-mótið 2022. Frá bílslysinu hefur Woods aðeins spilað fimmtán sinnum á síðustu fjórum árum, þar af fjórum sinnum á PNC Championship-mótinu, þar sem hann má nota golfbíl á 36 holu mótinu.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira