„Þetta var sársaukafullt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 09:52 Heimir Hallgrímsson svekkir sig eftir að Portúgal skorar markið sitt í uppbótatíma leiksins. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu voru hársbreidd frá því að landa stigi á móti portúgalska landsliðinu í gær. Heimir hrósaði frábærri liðsframmistöðu og talaði um að 1-0 tap liðsins gegn Portúgal hafi verið „sársaukafullt“. Varði víti frá Ronaldo Írska liðið sýndi miklar framfarir frá hinu vandræðalega 2-1 tapi gegn Armeníu í september og þrautseig vörn Íra virtist ætla að duga til að tryggja þeim mikilvægt stig, sérstaklega eftir að Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo. Það fór þó ekki svo. Ruben Neves skallaði fyrirgjöf Francisco Trincao í netið á 91. mínútu og tryggði Portúgal sigur sem kom þeim fimm stigum á undan á toppi riðilsins og nær því að tryggja sér sæti á HM. Deili tilfinningum leikmannanna „Ég deili tilfinningum leikmannanna, þetta var sársaukafullt. Eftir alla þessa vinnu var þetta ekki fullkomið en þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Heimir við írska ríkissjónvarpið eftir leikinn. „Við lögðum mikla orku í þennan leik, aðallega í vörn, en við vissum að við þyrftum að verjast og við gerðum það nokkuð vel mestallan tímann. Þegar við urðum þreyttir, þegar þeir náðu boltanum, hafa þessir leikmenn gæðin til að finna fullkomnar sendingar eins og sást í markinu. Við gáfum þeim of mikinn tíma til að hlaupa í svæði og finna úrslitasendinguna,“ sagði Heimir. View this post on Instagram A post shared by Off The Ball Football (@offtheball.football) Íslenski þjálfarinn hélt því fram að jákvæðu punktarnir í Lissabon hefðu vegið þyngra en þeir neikvæðu þar sem lið hans endurheimti nokkra reisn eftir niðurlæginguna í Jerevan í síðasta mánuði. Ættum að vera stoltir, ekki ánægðir „Okkur fannst auðvitað við eiga skilið stig því við lögðum mikla orku í leikinn. Þeir fengu fleiri færi en við en við fengum okkar tækifæri og ef við hefðum verið klókari með boltann er ákvarðanatakan ekki fullkomin þegar tækifæri gefst,“ sagði Heimir. „Við ættum að vera stoltir, ekki ánægðir, en það er margt gott sem við getum tekið með okkur. Þetta var liðsframmistaða; allir sinntu sínu hlutverki. Það voru engir farþegar í þessum leik,“ sagði Heimir. Írland er enn á botni F-riðils með eitt stig eftir þrjá leiki og stendur nú frammi fyrir leik gegn Armeníu á heimavelli á þriðjudag sem er algjör skyldusigur til að halda í veika von um að komast á mót næsta árs í Norður-Ameríku í gegnum umspilssæti. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Sjá meira
Heimir hrósaði frábærri liðsframmistöðu og talaði um að 1-0 tap liðsins gegn Portúgal hafi verið „sársaukafullt“. Varði víti frá Ronaldo Írska liðið sýndi miklar framfarir frá hinu vandræðalega 2-1 tapi gegn Armeníu í september og þrautseig vörn Íra virtist ætla að duga til að tryggja þeim mikilvægt stig, sérstaklega eftir að Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo. Það fór þó ekki svo. Ruben Neves skallaði fyrirgjöf Francisco Trincao í netið á 91. mínútu og tryggði Portúgal sigur sem kom þeim fimm stigum á undan á toppi riðilsins og nær því að tryggja sér sæti á HM. Deili tilfinningum leikmannanna „Ég deili tilfinningum leikmannanna, þetta var sársaukafullt. Eftir alla þessa vinnu var þetta ekki fullkomið en þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Heimir við írska ríkissjónvarpið eftir leikinn. „Við lögðum mikla orku í þennan leik, aðallega í vörn, en við vissum að við þyrftum að verjast og við gerðum það nokkuð vel mestallan tímann. Þegar við urðum þreyttir, þegar þeir náðu boltanum, hafa þessir leikmenn gæðin til að finna fullkomnar sendingar eins og sást í markinu. Við gáfum þeim of mikinn tíma til að hlaupa í svæði og finna úrslitasendinguna,“ sagði Heimir. View this post on Instagram A post shared by Off The Ball Football (@offtheball.football) Íslenski þjálfarinn hélt því fram að jákvæðu punktarnir í Lissabon hefðu vegið þyngra en þeir neikvæðu þar sem lið hans endurheimti nokkra reisn eftir niðurlæginguna í Jerevan í síðasta mánuði. Ættum að vera stoltir, ekki ánægðir „Okkur fannst auðvitað við eiga skilið stig því við lögðum mikla orku í leikinn. Þeir fengu fleiri færi en við en við fengum okkar tækifæri og ef við hefðum verið klókari með boltann er ákvarðanatakan ekki fullkomin þegar tækifæri gefst,“ sagði Heimir. „Við ættum að vera stoltir, ekki ánægðir, en það er margt gott sem við getum tekið með okkur. Þetta var liðsframmistaða; allir sinntu sínu hlutverki. Það voru engir farþegar í þessum leik,“ sagði Heimir. Írland er enn á botni F-riðils með eitt stig eftir þrjá leiki og stendur nú frammi fyrir leik gegn Armeníu á heimavelli á þriðjudag sem er algjör skyldusigur til að halda í veika von um að komast á mót næsta árs í Norður-Ameríku í gegnum umspilssæti.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Sjá meira