„Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2025 19:09 Gauti Kristmannsson er varaformaður Íbúasamtaka Laugardals. Vísir/Lýður Valberg/Egill Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. Fyrsti áfangi Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur frá Gufunesi yfir á Sæbraut. Þar eru tveir valkostir til skoðunar, annars vegar brú og hins vegar göng. Vegagerðin birti tilkynningu á vef sínum í vikunni þar sem fullyrt var að markmið um bættar samgöngur náist frekar með brú heldur en göngum. Þá tilkynningu eru íbúar í Laugardal ekki ánægðir með. Í grein sem birtist á Vísi í dag er þeirri spurningu velt upp hvort Vegagerðin sé við völd á Íslandi. Í greininni gagnrýna formaður og varaformaður Íbúasamtaka Laugardals að Vegagerðin birit tilkynninguna þrátt fyrir að samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og valdhafar ekki ákveðið hvor kosturinn verði valinn. „Mér finnst þetta mjög furðulegt. Það er búið að tala um það að það yrði ekki talað um neitt áður en umhverfismatið lægi fyrir og það er ekki komið fram. Mér sýnist þeir reyna að vera að hafa áhrif á umræðuna og þetta er einhvers konar pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vera að vinna fyrir borgarana,“ sagði Gauti Kristmannsson varaformaður Íbúasamtaka Laugardals í kvöldfréttum Sýnar. „Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Gauti á sæti í samráðshópi vegna Sundabrautar en áðurnefnt umhverfismat er væntanlegt í næstu viku. Íbúasamtökin segja ákvörðun um hvort brú eða göng verði fyrir valinu ekki liggja hjá Vegagerðinni. „Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa eitthvað um þetta að segja. Það er samið um það að tala ekki um neitt fyrr en umhverfismatið er komið en síðan koma þeir með þetta útspil. Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Á myndinni til vinstri sést hvernig Sundagöng myndu tengjast inn á Sæbraut. Myndin til hægri sýnir hvernig fyrirhuguð Sundabrú kemur inn á Holtaveg.Myndir frá Eflu Tveir valkostir eru til skoðunar varðandi þverun Kleppsvíkur sem er fyrsti áfangi Sundabrautar. Fyrirhuguð brú myndi tengjast beint inn á Holtaveg og Sæbraut en göngin hins vegar tengjast Sæbraut á tveimur stöðum og umferðin færi ekki inn á Holtaveg. Íbúasamtökin fullyrða að verði brú fyrir valinu þýði það aukna umferð inn í gróið íbúahverfi. „Þó sumir fari Sæbrautina, þá muni einhver þúsund fara hér í gegnum hverfið. Hérna er leikskóli, þarna er frístundaheimili, Langholtsskóli og gróið íbúahverfi. Við viljum ekki fá alla þessa umferð í gegnum hverfið,“ sagði Gauti að lokum. Sundabraut Samgöngur Vegagerð Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fyrsti áfangi Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur frá Gufunesi yfir á Sæbraut. Þar eru tveir valkostir til skoðunar, annars vegar brú og hins vegar göng. Vegagerðin birti tilkynningu á vef sínum í vikunni þar sem fullyrt var að markmið um bættar samgöngur náist frekar með brú heldur en göngum. Þá tilkynningu eru íbúar í Laugardal ekki ánægðir með. Í grein sem birtist á Vísi í dag er þeirri spurningu velt upp hvort Vegagerðin sé við völd á Íslandi. Í greininni gagnrýna formaður og varaformaður Íbúasamtaka Laugardals að Vegagerðin birit tilkynninguna þrátt fyrir að samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og valdhafar ekki ákveðið hvor kosturinn verði valinn. „Mér finnst þetta mjög furðulegt. Það er búið að tala um það að það yrði ekki talað um neitt áður en umhverfismatið lægi fyrir og það er ekki komið fram. Mér sýnist þeir reyna að vera að hafa áhrif á umræðuna og þetta er einhvers konar pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vera að vinna fyrir borgarana,“ sagði Gauti Kristmannsson varaformaður Íbúasamtaka Laugardals í kvöldfréttum Sýnar. „Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Gauti á sæti í samráðshópi vegna Sundabrautar en áðurnefnt umhverfismat er væntanlegt í næstu viku. Íbúasamtökin segja ákvörðun um hvort brú eða göng verði fyrir valinu ekki liggja hjá Vegagerðinni. „Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa eitthvað um þetta að segja. Það er samið um það að tala ekki um neitt fyrr en umhverfismatið er komið en síðan koma þeir með þetta útspil. Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Á myndinni til vinstri sést hvernig Sundagöng myndu tengjast inn á Sæbraut. Myndin til hægri sýnir hvernig fyrirhuguð Sundabrú kemur inn á Holtaveg.Myndir frá Eflu Tveir valkostir eru til skoðunar varðandi þverun Kleppsvíkur sem er fyrsti áfangi Sundabrautar. Fyrirhuguð brú myndi tengjast beint inn á Holtaveg og Sæbraut en göngin hins vegar tengjast Sæbraut á tveimur stöðum og umferðin færi ekki inn á Holtaveg. Íbúasamtökin fullyrða að verði brú fyrir valinu þýði það aukna umferð inn í gróið íbúahverfi. „Þó sumir fari Sæbrautina, þá muni einhver þúsund fara hér í gegnum hverfið. Hérna er leikskóli, þarna er frístundaheimili, Langholtsskóli og gróið íbúahverfi. Við viljum ekki fá alla þessa umferð í gegnum hverfið,“ sagði Gauti að lokum.
Sundabraut Samgöngur Vegagerð Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira