Erlent

Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Forsetinn vaknar líklega sár og svekktur þennan morguninn þegar hann heyrir af tíðindunum.
Forsetinn vaknar líklega sár og svekktur þennan morguninn þegar hann heyrir af tíðindunum. Vísir/AP

Nóbelsnefndin sannaði með vali sínu á friðarverðlaunahafa Nóbels að hún setur pólitík ofar friði. Þetta segir samskiptastjóri Hvíta hússins í yfirlýsingu vegna vals á friðarverðlaunahafa Nóbels en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur horft hýru auga til verðlaunanna í þó nokkurn tíma.

Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin á tíma sínum sem Bandaríkjaforseti. Í umfjöllun Guardian um það hvernig náðist að tryggja friðarsamkomulag milli Ísraels og Hamas er haft eftir breskum diplómata að forsetinn hafi verið líkt og „óstöðvandi afl“ í því að tryggja friðinn. „Fólk vill ekki heyra þetta en kosturinn við Trump er að þegar hann ákveður að gera eitthvað er hann eins og óstöðvandi afl. Og hann setti svo sannarlega pressu á Ísraela.“

Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að handhafi friðarverðlauna Nóbels í þetta sinn sé María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela, fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Eftir tilkynninguna hafa margir beðið eftir viðbrögðum Bandaríkjaforseta.

Steven Cheung samskiptastjóri Hvíta hússins segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að nefndin hafi þarna valið pólitík fram yfir frið. Forsetinn „muni halda áfram að gera friðarsamninga, binda enda á stríð og bjarga mannslífum.“

Þá segir hann Trump hafi hjarta mannúðarvinar: „Og það verður aldrei neinn eins og hann sem getur flutt fjöll með hreinum viljastyrk sínum.“ Ýmsir lögðu forsetanum lið í baráttu sinni fyrir verðlaununum og sögðust styðja það að hann fengi þau, meðal annars Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael.


Tengdar fréttir

Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump

Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin.

Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels

„Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí.

„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×