„Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2025 12:01 Júlíus Viggó, hér klæddur í Súrmjólkurpeysu úr smiðju Hugleiks Dagssonar, er nýr formaður SUS. Júlíus Viggó Ólafsson er harður hægrisinnaður ungur maður sem vill að flokkurinn fari í ræturnar. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi hjá nýjum formanni SUS í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég er búinn að vera að taka þátt í starfinu hjá Ungum Sjálfstæðismönnum í langan tíma og staða formannsins þar er alltaf mjög sýnileg. Ég fann virkilega núna að þetta væri verkefni sem ég væri tilbúinn að takast á við,“ segir Júlíus Viggó sem er 24 ára og er í hagfræðinámi í Háskóla Íslands. Stöðva móttöku tímabundið „Ég myndi halda að ég væri nokkuð hægrisinnaður og ef ég ætti að lýsa mér í einu orði þá væri það alltaf íhaldsmaður. Útlendingamálin hér á landi eru komin út í ólestur og ég held að við höfum öll tekið eftir því. Við vorum að ræða það hjá SUS um helgina að við þyrftum að stöðva tímabundið móttöku hælisleitenda til að sjá hvort kerfið yfirhöfuð virki.“ Hann segir að ef hælisleitendur brjóti af sér hér á landi ætti að senda þá rakleiðis út úr landi. „Það er frábært ef fólk kemur hingað til lands og tekur þátt í okkar menningu og samfélagi. Maður á rosalega mikið af góðum vinum sem eru af erlendu bergi brotnir en ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög og misnota góðvild okkar þá áttu ekkert erindi hér,“ segir Júlíus en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Júlíus Viggó er mikill stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem kjörin var formaður flokksins, fyrr á árinu. Júlíus Viggó kynnti Guðrúnu einmitt til leiks á framboðsfundi hennar þar sem hún tilkynnti um framboð til formanns. Sjálfstæðisflokkurinn Ísland í dag Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera að taka þátt í starfinu hjá Ungum Sjálfstæðismönnum í langan tíma og staða formannsins þar er alltaf mjög sýnileg. Ég fann virkilega núna að þetta væri verkefni sem ég væri tilbúinn að takast á við,“ segir Júlíus Viggó sem er 24 ára og er í hagfræðinámi í Háskóla Íslands. Stöðva móttöku tímabundið „Ég myndi halda að ég væri nokkuð hægrisinnaður og ef ég ætti að lýsa mér í einu orði þá væri það alltaf íhaldsmaður. Útlendingamálin hér á landi eru komin út í ólestur og ég held að við höfum öll tekið eftir því. Við vorum að ræða það hjá SUS um helgina að við þyrftum að stöðva tímabundið móttöku hælisleitenda til að sjá hvort kerfið yfirhöfuð virki.“ Hann segir að ef hælisleitendur brjóti af sér hér á landi ætti að senda þá rakleiðis út úr landi. „Það er frábært ef fólk kemur hingað til lands og tekur þátt í okkar menningu og samfélagi. Maður á rosalega mikið af góðum vinum sem eru af erlendu bergi brotnir en ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög og misnota góðvild okkar þá áttu ekkert erindi hér,“ segir Júlíus en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Júlíus Viggó er mikill stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem kjörin var formaður flokksins, fyrr á árinu. Júlíus Viggó kynnti Guðrúnu einmitt til leiks á framboðsfundi hennar þar sem hún tilkynnti um framboð til formanns.
Sjálfstæðisflokkurinn Ísland í dag Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira