Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar 13. október 2025 08:03 Ég mætti einu sinni á Teams-fund, tímanlega, með kaffi og allt, nema hvað, ég var í náttsloppnum. Myndavélin var á og ég fattaði það ekki fyrr en eftir ágætis samtal um starfsánægju. Þegar svona gerist er fyrsta hugsunin sjaldnast: „Þetta var góð reynsla“ heldur frekar „Getur jörðin vinsamlegast gleypt mig?“ Við erum snögg að brosa yfir mistökum annarra, en þegar við sjálf klúðrum einhverju virðist það skyndilega stórmál. Það er eins og við séum öll með innbyggðan „klúðurmæli“ sem segir: „Smá mistök hjá öðrum: fyndið. Smá mistök hjá mér: heimsendir.“ Við erum öll meðlimir í klúðurklúbbnum. Sum okkar eru nýliðar, önnur eru með ævilanga áskrift. En það besta er að það eru engin félagsgjöld, bara góðar sögur og stöðug endurmenntun. Uppruni Mistakadagsins Í dag, 13. október, er alþjóðlegi Mistakadagurinn haldinn hátíðlegur. Dagurinn á rætur sínar í Finnlandi, þar sem hlutirnir ganga svo vel að Finnar urðu að finna upp dag til að ræða það sem gekk ekki. Hugmyndin var einföld: að skapa vettvang þar sem fólk gæti rætt mistök opinberlega, án þess að skammast sín, með húmor, sjálfsgagnrýni og léttleika í stað leyndar og skammar. Markmiðið var að breyta viðhorfi samfélagsins frá skömm og yfir í lærdóm og húmor. Þannig urðu Finnar fyrstir til að finna upp leið til að tala um klúður án þess að hækka blóðþrýstinginn. Hvað segja mistök um okkur? Mistök eru ekki bara óhjákvæmileg, þau eru bókstaflega hluti af námskerfi heilans. Við prófum, klikkum og lagfærum og þannig þróumst við. Ef við gerum aldrei mistök, erum við líklega ekki að gera neitt nýtt. Þegar barn lærir að ganga dettur það þúsund sinnum. En enginn segir: “Æ, þetta barn virðist bara ekki hafa hæfileika til að ganga, við skulum einblína á sitjandi stöður.” Nei, við fögnum, klöppum, hvetjum, tökum myndband og setjum á samfélagsmiðla með #fyrstuskref. En þegar við verðum fullorðin hættum við að fagna þegar við dettum. Við reynum bara að fela marblettina. Kannski eru stærsta mistökin að halda að við eigum að vera fullkomin. Ólík viðhorf til hæfileika, greindar og árangurs Hugmyndin um gróskuhugarfar (e. growth mindset) frá Carol Dweck, sálfræðiprófessor við Stanfordháskóla, tengist Mistakadeginum beint. Hún snýst um það hvernig við skiljum mistök og hvernig við bregðumst við þeim. Dweck greinir á milli tveggja viðhorfa, fastmótaðs hugarfars (e. fixed mindset) og gróskuhugarfars. Fastmótað hugarfar er trúin á að hæfileikar séu meðfæddir og óbreytanlegir. „Ég er bara ekki góður í þessu” eða “Ég get ekki talað fyrir framan fólk.“ Mistök verða þá ógn við sjálfsmyndina, merki um að við séum ekki nógu klár eða hæf. Gróskuhugarfar aftur á móti er trúin á að hæfileikar og kunnátta geti þróast með æfingu, reynslu og mistökum. „Ég er ekki búin/n að ná tökum á þessu… enn.“ Þeir sem tileinka sér gróskuhugarfar sýna meiri þrautseigju, forvitni og sjálfstraust. Þeir hætta ekki þegar eitthvað fer úrskeiðis. Menning mistaka, eða ótti við þau Á vinnustöðum ríkir stundum svokölluð “klúðurlömun” þar sem fólk er hrætt við að gera hluti af ótta við gagnrýni. Enginn þorir að taka ákvörðun án þess að hafa sent fimm tölvupósta, fengið þrjú samþykki og blessun frá alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki. Slíkt drepur nýsköpun, lærdóm og sjálfstraust. Þegar við hættum að gera mistök, hættum við líka að reyna. Mistök eru ekki aðeins óhjákvæmileg, þau eru eldsneyti lífsins. Þau minna okkur á að við erum lifandi, ekki vélmenni, og það er líklega besta ástæðan til að halda áfram að klúðra.3e Að fagna klúðrinu Við gleymum stundum að sumar frægustu uppfinningar heimsins urðu til af hreinu klúðri: Post-it miðinn varð til þegar vísindamaður hjá 3M ætlaði að þróa mjög sterkt lím, sem reyndist algjörlega gagnslaust, nema þá þegar þú þarft lím sem virkar bara stundum. Fyrsta sýklalyfið varð til af hreinni tilviljun þegar Alexander Fleming gleymdi tilraunaskálum í glugga yfir helgi. Þegar hann kom til baka uppgötvaði hann að mygla hafði drepið bakteríurnar. Stundum þarf bara að gleyma vinnunni í tvo daga til að bjarga mannkyninu. Kartöfluflögur urðu til þegar kokkur sneiddi kartöflur of þunnar og steikti þær of mikið. Við þökkum honum fyrir það á hverju föstudagskvöldi. Svo næst þegar þú klúðrar einhverju er spurning hvort þú sért á barmi stórkostlegrar uppfinningar. Höldum mánaðarlegan klúðurfund Á vinnustöðum mætti halda „klúðurfund“ einu sinni í mánuði þar sem fólk deilir mistökum sínum. “Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“ Að geta hlegið að eigin klúðri er tákn um styrk, ekki veikleika. Þegar við hlæjum saman að mistökum, hættum við að óttast þau, og vinnustaðurinn verður miklu skemmtilegri. Mistök eru kennslustund í dulargervi Við erum öll með ótal mistök í farteskinu. Sum þeirra voru sársaukafull, önnur fyndin og sum enn í vinnslu. En öll þessi mistök, stór og smá, eru hluti af sögunni okkar. Þau móta karakterinn okkar, húmorinn, samkenndina og seigluna. Þau gera okkur að áhugaverðari manneskjum. Fullkomið fólk, eins og við vitum, er ekki sérstaklega áhugavert. Ég hvet þig til að gera mistök á alþjóðlega Mistakadeginum. Því lífið er til að lifa, reyna og klúðra, með reisn (og slökktu á myndavélinni í tæka tíð). Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun, með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði, og óformlegt doktorsnám í að gera mistök með stæl 😊 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ég mætti einu sinni á Teams-fund, tímanlega, með kaffi og allt, nema hvað, ég var í náttsloppnum. Myndavélin var á og ég fattaði það ekki fyrr en eftir ágætis samtal um starfsánægju. Þegar svona gerist er fyrsta hugsunin sjaldnast: „Þetta var góð reynsla“ heldur frekar „Getur jörðin vinsamlegast gleypt mig?“ Við erum snögg að brosa yfir mistökum annarra, en þegar við sjálf klúðrum einhverju virðist það skyndilega stórmál. Það er eins og við séum öll með innbyggðan „klúðurmæli“ sem segir: „Smá mistök hjá öðrum: fyndið. Smá mistök hjá mér: heimsendir.“ Við erum öll meðlimir í klúðurklúbbnum. Sum okkar eru nýliðar, önnur eru með ævilanga áskrift. En það besta er að það eru engin félagsgjöld, bara góðar sögur og stöðug endurmenntun. Uppruni Mistakadagsins Í dag, 13. október, er alþjóðlegi Mistakadagurinn haldinn hátíðlegur. Dagurinn á rætur sínar í Finnlandi, þar sem hlutirnir ganga svo vel að Finnar urðu að finna upp dag til að ræða það sem gekk ekki. Hugmyndin var einföld: að skapa vettvang þar sem fólk gæti rætt mistök opinberlega, án þess að skammast sín, með húmor, sjálfsgagnrýni og léttleika í stað leyndar og skammar. Markmiðið var að breyta viðhorfi samfélagsins frá skömm og yfir í lærdóm og húmor. Þannig urðu Finnar fyrstir til að finna upp leið til að tala um klúður án þess að hækka blóðþrýstinginn. Hvað segja mistök um okkur? Mistök eru ekki bara óhjákvæmileg, þau eru bókstaflega hluti af námskerfi heilans. Við prófum, klikkum og lagfærum og þannig þróumst við. Ef við gerum aldrei mistök, erum við líklega ekki að gera neitt nýtt. Þegar barn lærir að ganga dettur það þúsund sinnum. En enginn segir: “Æ, þetta barn virðist bara ekki hafa hæfileika til að ganga, við skulum einblína á sitjandi stöður.” Nei, við fögnum, klöppum, hvetjum, tökum myndband og setjum á samfélagsmiðla með #fyrstuskref. En þegar við verðum fullorðin hættum við að fagna þegar við dettum. Við reynum bara að fela marblettina. Kannski eru stærsta mistökin að halda að við eigum að vera fullkomin. Ólík viðhorf til hæfileika, greindar og árangurs Hugmyndin um gróskuhugarfar (e. growth mindset) frá Carol Dweck, sálfræðiprófessor við Stanfordháskóla, tengist Mistakadeginum beint. Hún snýst um það hvernig við skiljum mistök og hvernig við bregðumst við þeim. Dweck greinir á milli tveggja viðhorfa, fastmótaðs hugarfars (e. fixed mindset) og gróskuhugarfars. Fastmótað hugarfar er trúin á að hæfileikar séu meðfæddir og óbreytanlegir. „Ég er bara ekki góður í þessu” eða “Ég get ekki talað fyrir framan fólk.“ Mistök verða þá ógn við sjálfsmyndina, merki um að við séum ekki nógu klár eða hæf. Gróskuhugarfar aftur á móti er trúin á að hæfileikar og kunnátta geti þróast með æfingu, reynslu og mistökum. „Ég er ekki búin/n að ná tökum á þessu… enn.“ Þeir sem tileinka sér gróskuhugarfar sýna meiri þrautseigju, forvitni og sjálfstraust. Þeir hætta ekki þegar eitthvað fer úrskeiðis. Menning mistaka, eða ótti við þau Á vinnustöðum ríkir stundum svokölluð “klúðurlömun” þar sem fólk er hrætt við að gera hluti af ótta við gagnrýni. Enginn þorir að taka ákvörðun án þess að hafa sent fimm tölvupósta, fengið þrjú samþykki og blessun frá alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki. Slíkt drepur nýsköpun, lærdóm og sjálfstraust. Þegar við hættum að gera mistök, hættum við líka að reyna. Mistök eru ekki aðeins óhjákvæmileg, þau eru eldsneyti lífsins. Þau minna okkur á að við erum lifandi, ekki vélmenni, og það er líklega besta ástæðan til að halda áfram að klúðra.3e Að fagna klúðrinu Við gleymum stundum að sumar frægustu uppfinningar heimsins urðu til af hreinu klúðri: Post-it miðinn varð til þegar vísindamaður hjá 3M ætlaði að þróa mjög sterkt lím, sem reyndist algjörlega gagnslaust, nema þá þegar þú þarft lím sem virkar bara stundum. Fyrsta sýklalyfið varð til af hreinni tilviljun þegar Alexander Fleming gleymdi tilraunaskálum í glugga yfir helgi. Þegar hann kom til baka uppgötvaði hann að mygla hafði drepið bakteríurnar. Stundum þarf bara að gleyma vinnunni í tvo daga til að bjarga mannkyninu. Kartöfluflögur urðu til þegar kokkur sneiddi kartöflur of þunnar og steikti þær of mikið. Við þökkum honum fyrir það á hverju föstudagskvöldi. Svo næst þegar þú klúðrar einhverju er spurning hvort þú sért á barmi stórkostlegrar uppfinningar. Höldum mánaðarlegan klúðurfund Á vinnustöðum mætti halda „klúðurfund“ einu sinni í mánuði þar sem fólk deilir mistökum sínum. “Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“ Að geta hlegið að eigin klúðri er tákn um styrk, ekki veikleika. Þegar við hlæjum saman að mistökum, hættum við að óttast þau, og vinnustaðurinn verður miklu skemmtilegri. Mistök eru kennslustund í dulargervi Við erum öll með ótal mistök í farteskinu. Sum þeirra voru sársaukafull, önnur fyndin og sum enn í vinnslu. En öll þessi mistök, stór og smá, eru hluti af sögunni okkar. Þau móta karakterinn okkar, húmorinn, samkenndina og seigluna. Þau gera okkur að áhugaverðari manneskjum. Fullkomið fólk, eins og við vitum, er ekki sérstaklega áhugavert. Ég hvet þig til að gera mistök á alþjóðlega Mistakadeginum. Því lífið er til að lifa, reyna og klúðra, með reisn (og slökktu á myndavélinni í tæka tíð). Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun, með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði, og óformlegt doktorsnám í að gera mistök með stæl 😊
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun