„Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 09:32 Aron Einar Gunnarsson er reynslumesti leikmaður íslenska landsliðshópsins í dag. Vísir/Sigurjón Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. Ágúst Orri Arnarson hitti fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins sem er reynslumesti leikmaður landsliðshópsins með 107 A-landsleiki að baki. Aron þurfti að draga sig úr hópnum í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla, en verður með liðinu í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Ég rétt missti af síðasta glugga, eins og þú segir, meiddist í leiknum áður en að hópurinn kom saman. Ég var nokkuð fljótur að ná mér eftir það þannig að ég er bara búinn að spila mikið af leikjum úti, er í góðu formi þannig að það er bara virkilega gott,“ sagði Aron Einar. Hef verið að gera þetta síðan 2008 „Þú veist alveg hvað þú færð frá mér. Ég hef verið að gera þetta síðan 2008. Ég kem og legg mig hundrað prósent fram, fórna mér fyrir liðið í hverjum einasta glugga sem ég kem hérna heim,“ sagði Aron Einar. Síðustu keppnisleikir sem hann spilaði með landsliðinu voru umspilsleikir gegn Kósóvó fyrr á þessu ári sem töpuðust illa. Aron fékk rautt spjald í seinni leiknum og í kjölfarið skapaðist neikvæð umræða um fyrrum landsliðsfyrirliðann og hvort hann ætti yfir höfuð enn þá að vera valinn í liðið. En finnst honum það vera vanvirðing? Tek því bara „Nei, nei, allir hafa skoðanir. Fólk má hafa skoðanir á liðum eða liðsvali og það er bara partur af þessu. Ef fólk hefur ekki skoðun á okkur þá erum við bara hættir að skipta máli. Þannig að mér finnst bara gott að það sé, þú veist, umtal, gagnrýni og ég tek því bara. Ég er búinn að vera nógu lengi í því að það er ekki alltaf hægt að tala vel um mann,“ sagði Aron Einar. Hvað hlutverk hans varðar er Aron væntanlega varamaður fyrir miðverjana Daníel Leó og Sverri Inga sem hafa átt fast sæti í síðustu leikjum, en Aron vonast eftir stærra hlutverki. „Ég veit ekki byrjunarliðið en maður vonar það auðvitað. Maður vill leggja sitt af mörkum þannig að maður er náttúrulega tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Aron Einar. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Ágúst Orri Arnarson hitti fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins sem er reynslumesti leikmaður landsliðshópsins með 107 A-landsleiki að baki. Aron þurfti að draga sig úr hópnum í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla, en verður með liðinu í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Ég rétt missti af síðasta glugga, eins og þú segir, meiddist í leiknum áður en að hópurinn kom saman. Ég var nokkuð fljótur að ná mér eftir það þannig að ég er bara búinn að spila mikið af leikjum úti, er í góðu formi þannig að það er bara virkilega gott,“ sagði Aron Einar. Hef verið að gera þetta síðan 2008 „Þú veist alveg hvað þú færð frá mér. Ég hef verið að gera þetta síðan 2008. Ég kem og legg mig hundrað prósent fram, fórna mér fyrir liðið í hverjum einasta glugga sem ég kem hérna heim,“ sagði Aron Einar. Síðustu keppnisleikir sem hann spilaði með landsliðinu voru umspilsleikir gegn Kósóvó fyrr á þessu ári sem töpuðust illa. Aron fékk rautt spjald í seinni leiknum og í kjölfarið skapaðist neikvæð umræða um fyrrum landsliðsfyrirliðann og hvort hann ætti yfir höfuð enn þá að vera valinn í liðið. En finnst honum það vera vanvirðing? Tek því bara „Nei, nei, allir hafa skoðanir. Fólk má hafa skoðanir á liðum eða liðsvali og það er bara partur af þessu. Ef fólk hefur ekki skoðun á okkur þá erum við bara hættir að skipta máli. Þannig að mér finnst bara gott að það sé, þú veist, umtal, gagnrýni og ég tek því bara. Ég er búinn að vera nógu lengi í því að það er ekki alltaf hægt að tala vel um mann,“ sagði Aron Einar. Hvað hlutverk hans varðar er Aron væntanlega varamaður fyrir miðverjana Daníel Leó og Sverri Inga sem hafa átt fast sæti í síðustu leikjum, en Aron vonast eftir stærra hlutverki. „Ég veit ekki byrjunarliðið en maður vonar það auðvitað. Maður vill leggja sitt af mörkum þannig að maður er náttúrulega tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Aron Einar.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira