Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 06:32 Lionel Messi fær ekki að spila fyrir Argentínu í Chicago en þetta má rekja til aðgerða Donalds Trump Bandaríkjaforseta gegn innflytjendum í borginni. Getty/Rich Storry/Anna Moneymaker Vináttuleikur Argentínu og Púertó Ríkó, sem átti upphaflega að fara fram í næstu viku í Chicago, hefur verið fluttur til Flórída vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í borginni. Associated Press segir frá að leikurinn hafi verið færður milli borga í Bandaríkjunum. Vináttuleikurinn átti að fara fram þann 13. október á Soldier Field í Chicago en verður nú fluttur á Chase Stadium í Fort Lauderdale. Fótboltaáhugafólk í Chicago missir því af tækifærinu að sjá Lionel Messi spila í eigin persónu nú þegar hann á ekki eftir marga landsleiki á ferlinum. Heimildarmenn ESPN staðfestu að samningaviðræður um að halda leikinn á heimavelli Inter Miami, liðs Lionels Messi, stæðu yfir. Framkvæmdastjóri hjá argentínska knattspyrnusambandinu staðfesti flutninginn við AP og sagði ástæðuna vera óeirðir í Chicago, þar sem Donald Trump forseti hefur sent þjóðvarðliðið til að kveða niður mótmæli gegn hörðum aðgerðum gegn innflytjendum. Trump hefur einnig hótað því að flytja leiki á HM næsta sumar frá ákveðnum borgum en FIFA gaf það strax út að Bandaríkjaforseti hefði ekkert vald til þess. Meira en þúsund innflytjendur hafa verið handteknir síðan harðar aðgerðir hófust í síðasta mánuði á Chicago-svæðinu. Ríkisstjórn Trumps hét því að senda þjóðvarðliða sem lið í áætlun sinni um að fjölga brottvísunum. Argentína, ríkjandi heimsmeistari, mun leika annan vináttuleik á föstudag gegn Venesúela á Hard Rock Stadium í Miami. Inter Miami leikur næstsíðasta leik sinn á venjulegu keppnistímabili MLS á laugardag á Chase Stadium gegn Atlanta. Messi var valinn í hópinn fyrir báða leikina, sem eru hluti af undirbúningi Argentínu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári, sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Associated Press segir frá að leikurinn hafi verið færður milli borga í Bandaríkjunum. Vináttuleikurinn átti að fara fram þann 13. október á Soldier Field í Chicago en verður nú fluttur á Chase Stadium í Fort Lauderdale. Fótboltaáhugafólk í Chicago missir því af tækifærinu að sjá Lionel Messi spila í eigin persónu nú þegar hann á ekki eftir marga landsleiki á ferlinum. Heimildarmenn ESPN staðfestu að samningaviðræður um að halda leikinn á heimavelli Inter Miami, liðs Lionels Messi, stæðu yfir. Framkvæmdastjóri hjá argentínska knattspyrnusambandinu staðfesti flutninginn við AP og sagði ástæðuna vera óeirðir í Chicago, þar sem Donald Trump forseti hefur sent þjóðvarðliðið til að kveða niður mótmæli gegn hörðum aðgerðum gegn innflytjendum. Trump hefur einnig hótað því að flytja leiki á HM næsta sumar frá ákveðnum borgum en FIFA gaf það strax út að Bandaríkjaforseti hefði ekkert vald til þess. Meira en þúsund innflytjendur hafa verið handteknir síðan harðar aðgerðir hófust í síðasta mánuði á Chicago-svæðinu. Ríkisstjórn Trumps hét því að senda þjóðvarðliða sem lið í áætlun sinni um að fjölga brottvísunum. Argentína, ríkjandi heimsmeistari, mun leika annan vináttuleik á föstudag gegn Venesúela á Hard Rock Stadium í Miami. Inter Miami leikur næstsíðasta leik sinn á venjulegu keppnistímabili MLS á laugardag á Chase Stadium gegn Atlanta. Messi var valinn í hópinn fyrir báða leikina, sem eru hluti af undirbúningi Argentínu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári, sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira