Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 22:02 Ísak Bergmann Jóhannesson fór yfir málin á hóteli landsliðsins í dag, tveimur dögum fyrir slaginn mikilvæga við Úkraínu. vísir/Sigurjón „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. Ísak er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og óbilandi baráttu, í bland við gæðasendingar og mörk, og hljóp Skagamaðurinn mest allra í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Köln sem er óvænt í sjötta sæti efstu deildar Þýskalands og nýtur sín í botn þar. Ísak ræddi um stöðu sína í Þýskalandi og komandi stórleiki í undankeppni HM, í skemmtilegu viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Ísak ætlar að hlaupa manna mest Ísak átti frábæra leiki í september, þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 og tapaði afar naumlega gegn Frökkum á útivelli, 2-1. Hlutverk hans í leikjunum voru þó mjög ólík: „Frá því að Arnar [Gunnlaugsson] tók við hefur mér liðið mjög vel í því hlutverki sem hann hefur gefið mér. Tvö mörk í fyrri leiknum og svo ég og Hákon [Arnar Haraldsson] að eiga góðan leik saman á miðjunni á einum erfiðasta útivelli í Evrópufótboltanum. Ég er mjög sáttur með það, líka varnarlega, og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Ísak. Hann er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins við Úkraínu: „Þetta verður mjög 50-50 leikur. Ég held að við séum á svipuðum stað og Úkraína, og ef við fáum fólkið með okkur eigum við að vinna alla leiki á heimavelli. Ég held að við vinnum en þetta verður 50-50 leikur.“ Afar ánægður innan sem utan vallar Eins og fyrr segir hefur Skagamanninum gengið afar vel í Þýskalandi, þar sem hann spilar nú með Köln í efstu deild: „Það er mjög erfitt að spila á móti okkur og allir leikirnir hafa verið 50-50 leikir. Ég er gríðarlega ánægður með hlutverkið mitt í liðinu og utan vallar líður mér mjög vel, og kærustunni líka. Ég er mjög sáttur við þetta skref. Við hlaupum held ég næstmest í deildinni, erum mjög þéttir fyrir og erfitt að spila á móti okkur,“ sagði Ísak en er hann aftur sá leikmaður sem hleypur mest allra, eins og í 2. deildinni? „Þjálfarinn hefur verið að taka mig svolítið út af síðustu tíu mínúturnar og þá er erfitt að ná í þessa tölfræði. Í gamla liðinu mínu spilaði ég alltaf allar mínúturnar. En ég reyni að hlaupa þá mest að meðaltali,“ sagði Ísak léttur. Og hann ætlar að hlaupa mest allra á föstudaginn: „Já, hundrað prósent, ef ég næ að spila níutíu mínútur.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
Ísak er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og óbilandi baráttu, í bland við gæðasendingar og mörk, og hljóp Skagamaðurinn mest allra í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Köln sem er óvænt í sjötta sæti efstu deildar Þýskalands og nýtur sín í botn þar. Ísak ræddi um stöðu sína í Þýskalandi og komandi stórleiki í undankeppni HM, í skemmtilegu viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Ísak ætlar að hlaupa manna mest Ísak átti frábæra leiki í september, þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 og tapaði afar naumlega gegn Frökkum á útivelli, 2-1. Hlutverk hans í leikjunum voru þó mjög ólík: „Frá því að Arnar [Gunnlaugsson] tók við hefur mér liðið mjög vel í því hlutverki sem hann hefur gefið mér. Tvö mörk í fyrri leiknum og svo ég og Hákon [Arnar Haraldsson] að eiga góðan leik saman á miðjunni á einum erfiðasta útivelli í Evrópufótboltanum. Ég er mjög sáttur með það, líka varnarlega, og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Ísak. Hann er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins við Úkraínu: „Þetta verður mjög 50-50 leikur. Ég held að við séum á svipuðum stað og Úkraína, og ef við fáum fólkið með okkur eigum við að vinna alla leiki á heimavelli. Ég held að við vinnum en þetta verður 50-50 leikur.“ Afar ánægður innan sem utan vallar Eins og fyrr segir hefur Skagamanninum gengið afar vel í Þýskalandi, þar sem hann spilar nú með Köln í efstu deild: „Það er mjög erfitt að spila á móti okkur og allir leikirnir hafa verið 50-50 leikir. Ég er gríðarlega ánægður með hlutverkið mitt í liðinu og utan vallar líður mér mjög vel, og kærustunni líka. Ég er mjög sáttur við þetta skref. Við hlaupum held ég næstmest í deildinni, erum mjög þéttir fyrir og erfitt að spila á móti okkur,“ sagði Ísak en er hann aftur sá leikmaður sem hleypur mest allra, eins og í 2. deildinni? „Þjálfarinn hefur verið að taka mig svolítið út af síðustu tíu mínúturnar og þá er erfitt að ná í þessa tölfræði. Í gamla liðinu mínu spilaði ég alltaf allar mínúturnar. En ég reyni að hlaupa þá mest að meðaltali,“ sagði Ísak léttur. Og hann ætlar að hlaupa mest allra á föstudaginn: „Já, hundrað prósent, ef ég næ að spila níutíu mínútur.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira