Veður

Smá­vægi­leg út­köll vegna ó­veðursins

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mikill öldugangur var við álverið í Straumsvík. 
Mikill öldugangur var við álverið í Straumsvík.  Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir hafa sinnt smávægilegum útköllum vegna veðursins sem nú gengur yfir á suður- og vesturhluta landsins. Dagurinn hefur að öðru leyti verið rólegur hjá björgunarsveitum.

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir Björgunarfélag Akraness hafa sinnt útkalli vegna stillansa sem voru að hruni komnir í bænum. 

Þá hafi björgunarsveitin Ósk í Búðardal sinnt útkalli vegna vandræða tengdum húsbíl. Jóni Þór var ekki kunnugt um hvers eðlis vandræðin voru.

Veðurstofan hefur varað við mikilli ölduhæð og sjógangi við sjávarsíðuna. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur jafnframt varað við enn meiri ölduhæð í fyrramálið. 

Ljósmyndarar Vísis mynduðu veðrið síðdegis í dag, líkt og sjá má hér að neðan. 

Göngugarpar á Seltjarnarnesi létu veðrið ekki á sig fá. Vísir/Anton Brink
Sömuleiðis freistuðu þess einhverjir að skjóta úr skýli í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm
Drungalegt var yfir Gróttu þar sem sjór skvettist yfir varnargarða.Vísir/Anton Brink

Hefur verðið áhrif á þig? Hvernig? Sendu okkur ábendingu og myndir á ritstjorn@visir.is eða sem Fréttaskot hér.


Tengdar fréttir

Urðu fyrir sjóskvettu í beinni

Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á suður- og suðvesturhluta landsins. Varað er við mikilli ölduhæð og sjógangi við sjávarsíðuna. Meðan fréttamaður ræddi við veðurfræðing í beinni útsendingu gekk sjór yfir viðtalið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×