Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 07:01 Andriy Lunin er ósáttur við að fá ekki að vera aðalmarkvörður Úkraínu. Getty/Vaughn Ridley Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. Eftir að hafa dregið sig úr landsliðshópi Sergei Rebrov í síðasta mánuði, þar sem ástæðan var sögð bakmeiðsli, er Lunin ekki í hópnum sem mætir Íslandi og Aserbaísjan í þessum mánuði. Úkraínskir miðlar segja ósætti á milli Lunins og Rebrov, og að markvörðurinn geti ekki sætt sig við að sitja á varamannabekk landsliðsins líkt og hann gerir hjá Real Madrid. Í stað þess að búin yrði til einhver skýring á því að hann drægi sig úr hópnum, líkt og gerst hafi oftar en einu sinni, hafi hann því einfaldlega ekki verið valinn í þetta sinn. Ósættið má rekja aftur til EM í fyrra. Lunin fór á mótið eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid en eftir slaka frammistöðu í 3-0 tapi gegn Rúmeníu í fyrsta leik missti hann sæti sitt til Anatoliy Trubin. Trubin, sem er 24 ára lærisveinn Jose Mourinho hjá Benfica í Portúgal, hefur svo verið markvörður númer eitt hjá Rebrov. Hann varði markið í 2-0 tapinu gegn Frökkum og 1-1 jafnteflinu við Aserbaísjan í síðasta mánuði. Zinchenko og fleiri meiddir Fyrir utan Lunin vantar fleiri af þekktustu stjörnum Úkraínu. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest og áður Arsenal, er til að mynda meiddur og Mykhailo Mudryk enn í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tveir leikmenn heltust svo úr lestinni hjá Úkraínu í gær. Miðjumaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, og Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, hafa nefnilega dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Úkraínumenn hófu undirbúning sinn í Póllandi en eru svo væntanlegir til Reykjavíkur í dag þar sem leikurinn mikilvægi hefst á föstudagskvöld, klukkan 18:45, í beinni útsendingu á Sýn Sport. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Eftir að hafa dregið sig úr landsliðshópi Sergei Rebrov í síðasta mánuði, þar sem ástæðan var sögð bakmeiðsli, er Lunin ekki í hópnum sem mætir Íslandi og Aserbaísjan í þessum mánuði. Úkraínskir miðlar segja ósætti á milli Lunins og Rebrov, og að markvörðurinn geti ekki sætt sig við að sitja á varamannabekk landsliðsins líkt og hann gerir hjá Real Madrid. Í stað þess að búin yrði til einhver skýring á því að hann drægi sig úr hópnum, líkt og gerst hafi oftar en einu sinni, hafi hann því einfaldlega ekki verið valinn í þetta sinn. Ósættið má rekja aftur til EM í fyrra. Lunin fór á mótið eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid en eftir slaka frammistöðu í 3-0 tapi gegn Rúmeníu í fyrsta leik missti hann sæti sitt til Anatoliy Trubin. Trubin, sem er 24 ára lærisveinn Jose Mourinho hjá Benfica í Portúgal, hefur svo verið markvörður númer eitt hjá Rebrov. Hann varði markið í 2-0 tapinu gegn Frökkum og 1-1 jafnteflinu við Aserbaísjan í síðasta mánuði. Zinchenko og fleiri meiddir Fyrir utan Lunin vantar fleiri af þekktustu stjörnum Úkraínu. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest og áður Arsenal, er til að mynda meiddur og Mykhailo Mudryk enn í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tveir leikmenn heltust svo úr lestinni hjá Úkraínu í gær. Miðjumaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, og Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, hafa nefnilega dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Úkraínumenn hófu undirbúning sinn í Póllandi en eru svo væntanlegir til Reykjavíkur í dag þar sem leikurinn mikilvægi hefst á föstudagskvöld, klukkan 18:45, í beinni útsendingu á Sýn Sport.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42
„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46