Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 22:42 Daníel Tristan Guðjohnsen er klár í sannkallaða stórleiki með íslenska landsliðinu. vísir/Bjarni Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. Framundan eru leikir við Úkraínu á föstudag og Frakkland næsta mánudag – leikir sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að komast á HM næsta sumar – og er uppselt á báða leikina á Laugardalsvelli, eftir frammistöðu Daníels og félaga í síðasta mánuði. Hann spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki: „Það var ógeðslega gaman að mæta hérna síðast og fá að spila þessa tvo leiki, en ég er alveg jafnspenntur núna,“ segir Daníel en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Daníel og Andri Lucas bróðir hans léku saman í tapinu nauma gegn Frökkum í París fyrir mánuði, í fjarveru fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem er enn frá keppni vegna meiðsla. Því má vel vera að bræðurnir byrji einnig báðir gegn Úkraínu á föstudaginn, eða þá gegn Frökkum: „Það gæti verið möguleiki. Við gerðum það í síðasta verkefni. Mér fannst það þannig séð ganga vel hjá okkur í Frakklandi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Daníel, tilbúinn í gríðarlega mikilvægan slag á föstudaginn. „Eina góða er að maður getur lært af þessu“ Daníel leikur einnig með Malmö í Svíþjóð og fékk að líta rauða spjaldið í síðustu viku, seint í uppbótartíma í 3-0 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni. Mistök sem pabbi hans, Eiður Smári, gagnrýndi hann fyrir í Dr. Football á föstudag eins og sjá má hér að neðan. „Þetta er á 95. mínútu og hann fær rautt fyrir að hlaupa inn í varnarmann og vera aðeins með olnbogana uppi. Ég spurði til hvers. „Já, ég missti hausinn.“ Þetta er akkúrat það sem má ekki gerast,“ sagði Eiður í þættinum og hélt áfram: „Ekki nóg með að þetta líti illa út fyrir þig, þú ert ungur og munt læra af þessu, menn gera mistök, en þetta verður til þess að þú ert kannski frá í risastórum leikjum í Evrópudeildinni. Það eru leiðindin í þessu, fyrir utan að þetta lítur asnalega út. Ekki vera svona heimskur, en læra af þessu,“ sagði Eiður. Daníel tók undir með pabba sínum: „Ætli það sé ekki bara rétt hjá honum?“ segir Daníel léttur. „Maður gerir mistök og það eina góða við þetta er að maður getur lært af þessu,“ bætir hann við og samsinnir því að Eiður, með alla sína reynslu, sé duglegur að veita ráðleggingar: „Já, já. Auðvitað gerir hann það. Hann lætur mann aðeins heyra það þegar eitthvað svona gerist.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Framundan eru leikir við Úkraínu á föstudag og Frakkland næsta mánudag – leikir sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að komast á HM næsta sumar – og er uppselt á báða leikina á Laugardalsvelli, eftir frammistöðu Daníels og félaga í síðasta mánuði. Hann spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki: „Það var ógeðslega gaman að mæta hérna síðast og fá að spila þessa tvo leiki, en ég er alveg jafnspenntur núna,“ segir Daníel en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Daníel og Andri Lucas bróðir hans léku saman í tapinu nauma gegn Frökkum í París fyrir mánuði, í fjarveru fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem er enn frá keppni vegna meiðsla. Því má vel vera að bræðurnir byrji einnig báðir gegn Úkraínu á föstudaginn, eða þá gegn Frökkum: „Það gæti verið möguleiki. Við gerðum það í síðasta verkefni. Mér fannst það þannig séð ganga vel hjá okkur í Frakklandi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Daníel, tilbúinn í gríðarlega mikilvægan slag á föstudaginn. „Eina góða er að maður getur lært af þessu“ Daníel leikur einnig með Malmö í Svíþjóð og fékk að líta rauða spjaldið í síðustu viku, seint í uppbótartíma í 3-0 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni. Mistök sem pabbi hans, Eiður Smári, gagnrýndi hann fyrir í Dr. Football á föstudag eins og sjá má hér að neðan. „Þetta er á 95. mínútu og hann fær rautt fyrir að hlaupa inn í varnarmann og vera aðeins með olnbogana uppi. Ég spurði til hvers. „Já, ég missti hausinn.“ Þetta er akkúrat það sem má ekki gerast,“ sagði Eiður í þættinum og hélt áfram: „Ekki nóg með að þetta líti illa út fyrir þig, þú ert ungur og munt læra af þessu, menn gera mistök, en þetta verður til þess að þú ert kannski frá í risastórum leikjum í Evrópudeildinni. Það eru leiðindin í þessu, fyrir utan að þetta lítur asnalega út. Ekki vera svona heimskur, en læra af þessu,“ sagði Eiður. Daníel tók undir með pabba sínum: „Ætli það sé ekki bara rétt hjá honum?“ segir Daníel léttur. „Maður gerir mistök og það eina góða við þetta er að maður getur lært af þessu,“ bætir hann við og samsinnir því að Eiður, með alla sína reynslu, sé duglegur að veita ráðleggingar: „Já, já. Auðvitað gerir hann það. Hann lætur mann aðeins heyra það þegar eitthvað svona gerist.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira