Hvernig er best að byggja upp traust? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. október 2025 13:00 Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur segir traust undirstaða vellíðanar og heilsu. Traust er grunnurinn að heilbrigðum og farsælum samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldu, vini eða samstarfsfólk. Það skapar öryggi, dýpri tengsl og auðveldar að leysa ágreining. En hvernig er best að byggja upp traust? Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur og eigandi Auðnast, segir traust meginforsendu í samskiptum. Þegar traust brotnar er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að það mun taka tíma að byggja það upp aftur. „Traust er svo magnað fyrirbæri og verður ekki til á einni nóttu, og það verður ekki til í orðum. Það verður til í síendurteknum athöfnum yfir ákveðinn tíma. Það er þessi stöðugleiki í athöfnum sem byggir upp þráðinn sem kallast traust,“ segir Ragnhildur og bætir við: „Besta leiðin er að við gerum okkur grein fyrir hversu mikils virði traust er, svo við brjótum það ekki. En stundum gerist það óhjákvæmilega, og þá þurfum við að átta okkur á því að þetta er langhlaup að byggja aftur upp traustið.“ Traust beintengt heilsu Að sögn Ragnhildar er traust undirstaða vellíðanar og heilsu: „Ég myndi alltaf segja að traust sé undirstaða raunverulegrar vellíðanar og heilsu. Við vitum t.d. að í vinnuumhverfi þar sem traust er brotið eykst streita og vanlíðan, og það hefur auðvitað bein áhrif á heilsu. Og við vitum líka að rannsóknir sýna að fólk sem er í sambandi þar sem ekki ríkir traust, er almennt ekki eins heilbrigt og það sem er í nánum samböndum þar sem ríkir fullt traust.“ Þrjár gagnlegar leiðir til að byggja upp traust 1. Sýndu stöðugleika Gerðu það sem þú segist ætla að gera og fylgdu hlutunum eftir. Ekki bara öðru hverju- heldur sem oftast. 2. Tileinkaðu þér heiðarleika Segðu hvernig þér líður, hvaða væntingar þú hefur, hvað þér finnst óþægilegt og ósanngjarnt og hvernig þú vilt hafa hlutina. 3. Sýndu samkennd Með því að hlusta og leggja sig fram við að skilja sjónarhorn annarra, skapast rými fyrir virðing og dýpri tengsl. View this post on Instagram A post shared by Auðnast (@audnast) Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast er í eigu Ragnhildar, og Hrefnu Hugosdóttur. Fyrirtækið byggir á tveimur grunnstoðum: Auðnast vinnuvernd og Auðnast klíník, þar sem þær ásamt starfsfólki sinna ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja. Heilsa Mest lesið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Sjá meira
Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur og eigandi Auðnast, segir traust meginforsendu í samskiptum. Þegar traust brotnar er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að það mun taka tíma að byggja það upp aftur. „Traust er svo magnað fyrirbæri og verður ekki til á einni nóttu, og það verður ekki til í orðum. Það verður til í síendurteknum athöfnum yfir ákveðinn tíma. Það er þessi stöðugleiki í athöfnum sem byggir upp þráðinn sem kallast traust,“ segir Ragnhildur og bætir við: „Besta leiðin er að við gerum okkur grein fyrir hversu mikils virði traust er, svo við brjótum það ekki. En stundum gerist það óhjákvæmilega, og þá þurfum við að átta okkur á því að þetta er langhlaup að byggja aftur upp traustið.“ Traust beintengt heilsu Að sögn Ragnhildar er traust undirstaða vellíðanar og heilsu: „Ég myndi alltaf segja að traust sé undirstaða raunverulegrar vellíðanar og heilsu. Við vitum t.d. að í vinnuumhverfi þar sem traust er brotið eykst streita og vanlíðan, og það hefur auðvitað bein áhrif á heilsu. Og við vitum líka að rannsóknir sýna að fólk sem er í sambandi þar sem ekki ríkir traust, er almennt ekki eins heilbrigt og það sem er í nánum samböndum þar sem ríkir fullt traust.“ Þrjár gagnlegar leiðir til að byggja upp traust 1. Sýndu stöðugleika Gerðu það sem þú segist ætla að gera og fylgdu hlutunum eftir. Ekki bara öðru hverju- heldur sem oftast. 2. Tileinkaðu þér heiðarleika Segðu hvernig þér líður, hvaða væntingar þú hefur, hvað þér finnst óþægilegt og ósanngjarnt og hvernig þú vilt hafa hlutina. 3. Sýndu samkennd Með því að hlusta og leggja sig fram við að skilja sjónarhorn annarra, skapast rými fyrir virðing og dýpri tengsl. View this post on Instagram A post shared by Auðnast (@audnast) Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast er í eigu Ragnhildar, og Hrefnu Hugosdóttur. Fyrirtækið byggir á tveimur grunnstoðum: Auðnast vinnuvernd og Auðnast klíník, þar sem þær ásamt starfsfólki sinna ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja.
Heilsa Mest lesið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Sjá meira